Sorgin og vorið í loftinu.
Í vorveðrinu í dag hefur lítið verið gert af viti. Ekki neitt nákvæmlega. Sorgin svífur yfir okkar litla samfélagi. Maður er vanmáttugur og smár. Öll mín vandamál virðast smáleg og léttvæg í dag. Þau standast ekki samanburð. Ég felli tár í einrúmi og minningarnar streyma fram í hugann hver á fætur annarri. Ég deili þeim kannski með ykkur seinna. Núna ætla ég bara að reyna að líta á lífið sem gjöfina sem það er. Það er mér í sjálfsvald sett að nýta það sem mér hefur verið gefið. Við vitum ekki hvenær þessu lýkur en við getum notað líðandi stund til að gefa af okkur og njóta kærleiks annarra. Lifið heil!
1 Comments:
Leitt að lesa en láttu þér líða sem best þrátt fyrir allt
Skrifa ummæli
<< Home