dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, janúar 22, 2006

Ferðast frá skammdeginu...

Jæja þá. Nú er ég búin að bóka ferð til New York City í febrúar. Svona fer skammdegið með mig. Fæ ekki frið í sálina fyrr en ég er búin að skipuleggja ferðalög til útlanda. Upphaflega átti þetta að vera stutt solo heimsókn til Brians en maður er stundum vinsæll og nú er svo komið að Jóhanna mín kemur með mér út og Sóley mín kemur til okkar frá Los Angeles. :-) Er hægt að biðja um meira??? Spurning hvort Brian verði ekki bara abbó þegar allt kemur til alls? Þetta átti nú að heita heimsókn til hans en þetta verður bara geðveikt stuð held ég! Ég er bara að pæla í því hvort verði algengara að við skálum í Cosmopolitan eða Frosnum Margrétum. Við gistum reyndar á Cosmopolitan þannig að það gæti haft vinninginn. Það kemur í ljós.

Ljósmyndarinn í honum Brian mínum hefur heldur betur komið út úr skápnum því að nú hefur honum verið boðið að halda sýningu í NYC og hann ætlar að reyna að opna hana þegar ég kem, bara svo ég komist í partíið! Ekki leiðinlegt. Hann er með nokkrar myndir á Flickr og ég held að þið megið alveg líta á þær!

Hvað meira? Jú ég hélt Bóndadaginn hátíðlegan fyrir son minn og vini hans. Hann fékk að bjóða í stráka-partý í tilefni dagsins. Þeir skemmtu sér konunglega sýndist mér og á tímabili var hér í gangi heil hljómsveit því að einn er að læra á gítar og fékk að grípa í gítarinn okkar, svo á VK einn lítinn síðan hann var yngri. Að vísu vantar einn streng í hann en það kom svo sem ekki að sök. Bongótromman var tekin fram og ýmsar hristur, þríhyrningur, ásláttarkubbar og Xylofon. þannig að ekki vantaði stuðið í mannskapinn. Spurning hvort að þeir stofni ekki bara hljómsveit einn daginn.

Helgin hefur verið með eindæmum róleg og er það vel. Ég hef í hyggju að halda rólegheitunum áfram í allan dag og helst ætla ég ekki að stíga fæti mínum út fyrir hússins dyr. Það er eitthvað svo kalt og fráhrindandi þar en ætli maður láti sig nú samt ekki hafa það að fara af stað seinnipartinn. Eitthvað smávegis kannski.

Núna er bara að telja niður í ferðina góðu sem bíður mín þarna í kuldanum í febrúar. Þetta er nú alveg ótrúlega stutt!

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flott hjá þér skvísan þín... og verður ekki kíkt í heimsókn til Haffa frænda líka ;o)
Þú ert ótrúlega hugmyndarík manneskja, að halda strákapartý á bóndadaginn og ég get rétt ímyndað mér lætin þarna í kringum þá úfffff.. held að Valli Kalli eigi heimsins bestu mömmu.

9:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...og vá ertu ekki að grínast með þessar myndir- þær eru geggjaðar !!!

9:42 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Frú Matthildur!!! Hann Haffi frændi er því miður fluttur til Stokkhólms! En ég sé eftir að hafa ekki farið þegar þau bjuggu þarna.



Já, myndirnar hjá honum Brian mínum eru bara æði.

9:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Viltu bera Brian kveðju mína, Ása mín? Knúsa hann og kyssa frá mér.

9:23 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Já sko Keli minn, I´ll be delighted to. :-) Ekki leiðínlegt að hafa afsökun til að knúsa hann aðeins aukalega!!*wink, wink, nudge, nudge*
:-)

11:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þær eeeeeeeeer'á leiðinni, á leiðinni!! (syngja nú allar saman!)
Bara spenntust núna ;) oh hvað verður nú gaman svona stelpu helgi, það hefur bara ekki gerst svoooooooooooooooo lengi hjá mér (yfir 2 ár held ég bara)
núna á bara eftir að sitja og bíða eftir að tíminn líði, búið að panta flug og allt........sighhhhh.....

Heyrumst!!!

10:29 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Ó já, þetta er bara allt að bresta á svo maður má ekki vera að því að hugsa um skammdegið. Ótrúlegt hvað ein svona áætlun léttir manni lundina. Nú gleðst maður bara yfir hækkandi sól en er ekkert að velta sér upp úr því hvað það gerist hægt. ;-)

11:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ásgerður... ég er ekki FRÚ.... ég er FRÖKEN.. hehehehehe
Já ok.. þegar þú segir það þá man ég eftir því að hann er fluttur til Svíþjóðar.. skilaðu bara kveðju til Herra Trump frá mér...

2:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En vá hvað ég öfunda þig að vera fara í svona stelpustuð en kannski sleppi ég því bara að segja öfunda og verð kurteys og segi vá hvað ég samgleðst þér og þeim sem verða saman í hittingnum :)
En hvað með konudaginn ? ætlaru þá að bjóða okkur frökenunum í partý :)

10:41 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Stefanía: Konudaginn ber upp þann 19.febrúar og því fellur það í hlut Brians að dekra við okkur stelpurnar í Stóra Eplinu. :-) Ég efast ekki um að við verðum ekki sviknar af því. Best að láta hann vita svo hann geti byrjað að undirbúa sig. ;-)

P.s. ef um annan dag væri að ræða væri það ekki spurning að bjóða ykkur stúlkukindunum í stelpupartý!! :-)

8:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home