dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Inn á við eða út á við?

Rosalega á ég erfitt með þessa innlits-útlits þætti í sjónvarpinu. Nú er Vala Matt bara komin á stöð 2. Ég horfði á hana um daginn. Ég fæ einhvern ferlegan fiðring við að horfa á svona þætti. Finnst einhvern veginn allt hjá mér svo gamalt og ljótt. Og langar að gera svo ótal margt. En maður verður víst að forgangsraða í lífinu. Spurning hvað maður vill hafa steypuna og innréttingarnar flottar eða hvað maður vill gera til að njóta lífsins. Svona er nú það!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sjúk í þessa þætti en aðallega þá til að fá einfaldar og góðar lausnir, hef samt gaman af að horfa á öll þessi dýrindis fullkomnu híbýli. Margsegi þó sjálfum mér í hvert einasta sinn að þetta fólk sem hún heimsækir á í flest öllum tilvikum sand af seðlum og getur því keypt allt það dýrasta og flottasta sem til er. Mikið væri ég samt til í splunkunýja eldhúsinnréttinu og tæki....mmmmm læt mig dreyma og byrja að safna ;o)

11:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er mjög flott og kósý heima hjá þér Ásgerður en hvar stendur á húsgögnum sem sumir eru með inni hjá sér um hve marga mánaða raðgreiðslur þessi og hinn hluturinn sé á ? Gleðin fæst ekki með dauðum hlutum segi ég og sit með mitt 11ára sófasett og langt síðan ég fór að væla um nýtt hehe

12:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home