dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, febrúar 06, 2006

Friðelskandi þjóð.

Allt að tryllast í Mið-Austurlöndum út í Dani. Já er það ekki skrítið að DÖNUM af öllum, hafi tekist að ergja múslima svona líka. ?? Hvað á þetta að þýða? Ég nenni bara ekki að tala of mikið um þetta.

Maður elskar bara friðinn er það ekki?

Nú er ég í mestu vandræðum með að velja hvað ég á að gera í New York. Þetta verður voðalega stutt stopp en maður verður víst að forgangsraða. Ég er búin að setja upp smá plan og svo á bara eftir að testa það með hinum í partýinu. Allar ábendingar eru vel þegnar!

Ég fór í mega snyrtingu í daga. Andlitsbað og fótsnyrtingu. Var eiginlega búin að gleyma hvað þetta er þægilegt. Ég held ég hafi vakið sjálfa mig þrisvar eða oftar með hrotum. Það eina sem mig vantaði var dúnsæng og koddi og þá hefði ég getað sofið í stólnum til morguns. Væri ekki frábært að hafa einhvern í vinnu við að gera svona við mann heima hjá manni nokkrum sinnum í viku. Svo sofnaði maður og viðkomandi færi bara heim. Æði.

En nóg um svona loftkastala.

Á að fara í Höllina á laugardaginn. Það væri nú gaman að sjá þá gömlu greifana. Ég man þegar þeir unnu Músíktilraunir í Tónabæ 1986 minnir mig. Fermingarárið mitt sko. Ég veit að það er skrítið en í ár eru stutt 20 ár frá því að ég fermdist. Finnst það bara hafa verið í fyrra. Eða kannski ekki alveg svo stutt. En svona er þetta.
Jæja kannski maður píni einhvern með sér í Höllina, hver veit?

En nú er þetta orðið fínt í bili. Ég er farinn að sofa.

Lifið heil!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home