dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Viðskiptafræði næturinnar?

Ég fór á ball í Höllinni í gær. Greifarnir (gömlu?) sáu um stuðið. Og tókst nú bara nokkuð vel til þrátt fyrir fámenni framan af. Úr því rættist nú þegar morguninn nálgaðist. Ég get nú ekki sleppt því að minnast á það að ég sá ballið auglýst á plakati í krónunni og þar stóð að aðgangseyrir væri kr. 1800 í forsölu en kr. 2200 í hurð. Gott og vel. Þegar kom að því að greiða aðgangseyrinn kom í ljós að rukkaðar voru kr. 2500 en ekki 2200. Ég er nú ekki viðskiptafræðingur eða markaðsfræðingur en mér þykja þetta ekki sérstakir viðskiptahættir. En hvað um það, ballið var hin besta skemmtun og skreið ég heim rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Og er bara nokkuð hress í dag. Ótrúlegt!

Annars er nú ekki margt í fréttum í dag. Ætli maður hafi það ekki bara notalegt með litla manninum (the wiseguy : ), kíki svo á ömmu og afa í blokkinni klukkan fjögur eins og venjulega á sunnudögum.

Svo er það bara stóra eplið um næstu helgi. Get eiginlega ekki beðið. Er að sjóða saman stundaskrá og svona. Er þetta nokkuð orðið þreytt umræðuefni? Bíðið bara þangað til ég kem heim og segi ferðasöguna og sýni myndir ef þær þarfnast ekki ritskoðunar þ.e.a.s..

Jæja eigið gleðilegan sunnudag!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun í NY.... verður án efa ekki leiðinlegt..

12:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég var líka búin að sjá þetta auglýst með verðið og hvað var málið ? þó svo að maður sofi nú alveg yfir 300kr þá á það að standa sem auglyst er, var kannski stjarna við og smáaletrið neðst einsog alltaf ??
Góða ferð og skemmtun og mundu að setja á listann þinn að slaka líka á og njóta alls :)

12:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home