Saumaklúbbur Rauða krossins??
Í morgun bað sonur minn mig um að leyfa sér að prjóna eitthvað. Hann sagðist nú alveg kunna það og langaði að æfa sig svolítið. Jú jú, prjónarnir voru dregnir fram og fitjað upp á nokkrum lykkjum. Prjónaskapurinn gekk þokkalega en drengnum þótti þetta ekkert of auðvelt samt. Ég sagði að hann yrði þó líklega einhvern tíma lista prjónamaður. En hann gaf nú lítið fyrir það og tilkynnti að hann ætlaði nú ekkert að prjóna á börnin sín eða neitt þannig. Langaði bara til að vita hvernig þetta væri.
Meðan æfingin stóð yfir fór eftirfarandi samtal fram:
Sonur: mamma, vilt þú kannski prjóna eitthvað handa mér?
Móðir: já, ég var einmitt að hugsa um að prjóna húfu handa þér í saumaklúbbnum mínum.
Sonur: Já, góð hugmynd....eða...má kannski ekki prjóna í svona saumaklúbbum? Má kannski bara sauma þar?
Móðir: Nei, reyndar er hvorki saumað né prjónað í þessum saumaklúbbi. Þetta er eiginlega frekar svona vinaklúbbur.
Sonur: NÚ????....Og hvað eruð þið þá að gera? Bara tala saman og borða kökur?
Móðir: uhm...ja...ætli það ekki bara...
Sonur: Vá, ég hef alveg misskilið þetta. Ég hélt að þetta væri svona skyldusaumaklúbbur. Svona góðgerðastarfsemi. Að Rauði Krossinn hefði kannski ákveðið þetta. !!
Móðir: uhm...já þú hefur misskilið þetta aðeins.
Sonur: Mikið er það skrítið að vinaklúbbur sem saumar hvorki né prjónar skuli þykjast vera saumaklúbbur.
Móðir: uhm, uhm...*#%/!”#$%&....
Eitt gullkorn í viðbót svona í lokin: Handavinnukennarinn okkar er frábær. Hann leyfir okkur að tala saman!
Meðan æfingin stóð yfir fór eftirfarandi samtal fram:
Sonur: mamma, vilt þú kannski prjóna eitthvað handa mér?
Móðir: já, ég var einmitt að hugsa um að prjóna húfu handa þér í saumaklúbbnum mínum.
Sonur: Já, góð hugmynd....eða...má kannski ekki prjóna í svona saumaklúbbum? Má kannski bara sauma þar?
Móðir: Nei, reyndar er hvorki saumað né prjónað í þessum saumaklúbbi. Þetta er eiginlega frekar svona vinaklúbbur.
Sonur: NÚ????....Og hvað eruð þið þá að gera? Bara tala saman og borða kökur?
Móðir: uhm...ja...ætli það ekki bara...
Sonur: Vá, ég hef alveg misskilið þetta. Ég hélt að þetta væri svona skyldusaumaklúbbur. Svona góðgerðastarfsemi. Að Rauði Krossinn hefði kannski ákveðið þetta. !!
Móðir: uhm...já þú hefur misskilið þetta aðeins.
Sonur: Mikið er það skrítið að vinaklúbbur sem saumar hvorki né prjónar skuli þykjast vera saumaklúbbur.
Móðir: uhm, uhm...*#%/!”#$%&....
Eitt gullkorn í viðbót svona í lokin: Handavinnukennarinn okkar er frábær. Hann leyfir okkur að tala saman!
1 Comments:
Já þetta er nú meiri saumaklúbburinn sem þú ert í..... með mér :) Já alveg rétt við gefum allan afrakstur til góðgerðamála ekki satt hummm
Sonur minn kallar þetta pirrandi kvöldin því þá þarf hann að fara eitthvað í pössun og sé nú að verða of stór fyrir það sko með miklum áherslum :)
Skrifa ummæli
<< Home