dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, mars 03, 2006

The bunny effect...

Nú er ég alveg búin að ofgera gulrótum í mínu lífi. Vá, hvernig er hægt að verða svo sjúkur í gulrætur og éta svo mikið af þeim að manni finnst maður vera kominn með loðin, upphá eyru, svaka fínar framtennur og dindil? Síðast þegar ég fékk OD af gulrótum þá gekk ég með VK. Og SKJ til hrellingar einkenndust matarinnkaupin oft af þeirri fíkn. Einn daginn kom ég heim með gulrótarbrauð, gulrótarmarmelaði, frosnar gulrætur í poka, gulrótarbuff og síðast en ekki síst GULRÆTUR í poka. Þá stappaði minn (fyrrverandi) maður niður fótunum og neitaði að taka þátt í þessu kanínugríni. (Hehehe). Gleymið ekki hollu gulrótartertunni sem ég bakaði fyrir gesti á þessari meðgöngu. (Ekki bakað hana síðan og búin að týna uppskriftinni).
Anyways þá er það hér með opinbert að ég er komin með ÓGEÐ á gulrótum.
En nóg um það.

Ekki svo sem margt að frétta. Er að fara í stórafmæli á morgun til hans Gulla skrifstofustjóra in da hás. Þetta verður svaka fjör, það er ég viss um.

Ég keypti svona táfýlusprey fyrir strigaskó í NYC og þegar ég kom heim áttaði ég mig á því að ilmurinn er frekar sterkur fyrir minn smekk. ;-/ en sonur minn er alveg sjúkur og úðar þessu nú grimmt í alla skó. Íbúðin angar þess vegna af strigaskó-táfýluspreyi. Frekar leim svona.

Jæja best að fara að koma dýrinu í rúmið. Væri nú gaman að hafa eitt dýr í rúminu (svona tæger villidýr eða eitthvað*wink, wink, nudge, nudge, say no more*... (Þetta hljóta að vera "the bunny effects from the carrots"...) Say no more...

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Semsagt ekkert appelsínugult gen til, þetta er bara þér að kenna!!!
Kannast bara ekki við þetta :) get aldrei fengið nóg af neinu.........jú, indverski maturinn er nú ekki hátt á lista hjá mér þessa dagana ;)
heyrumst!

11:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe þá veit ég hvað ég hef í næsta saumó ;o)

10:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu kannski preggó ?? :)
En mikið hló ég af táfýlusprey æsingnum á heimilinu hehehe

11:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Á meðgöngu frumburðarins vann ég í Goðahraunsbúðinni. Sá um grænmetisborðið, mér til mikillar gleði. Fékk nefnilega hastarlegt æði fyrir tómötum og rauðri papriku. Svo, þegar Heba var orðin rúmlega eins árs, tók ég eftir að hún var gjörsamlega sjúk í allt grænmeti... nema tómata og rauða papriku. Ehemm.
Jóhanna Ýr

9:57 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Sóley: þú segir nokkuð. Þetta eru gulræturnar maður.
Miss Hillary Töff: Já það væri í lagi.
Matta: þú rétt ræður...
Stefanía: Já... það er að segja ef þú trúir á heilagan anda...
Jóhanna Ýr: þú segir nokkuð. Hann Valli er ekki neitt sérlega hrifinn af gulrótum. En eiginlega öllu öðru grænu nema brokkóli en það er önnur saga líklega. Hmm...

*tíhíhhí...*

11:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home