dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, mars 16, 2006

Betur en á horfðist...

Þessi hnakkavitleysa fór betur en á horfðist. Þrátt fyrir eymsli á fremur embarrashing stað var ég orðin fín á sunnudagskvöldið. Sem betur fer maður.

Laugardagskvöldinu var eytt í góðra vinkvenna hópi. Fröken Hildur smörrebrödsdame bauð í smástelpupartí sem heppnaðist með eindæmum vel. Allt náttúrulega leyndó sem þar fór fram. En mikið var hlegið og miklu uppljóstrað... *wink, wink*

Annars fór ég með fleipur um daginn þegar ég sagði að síðasta helgi væri númer 4 hjá mér í skemmtanagleði. Það er alls ekki rétt heldur ef vel er að gáð númer 5 og ef undanskilin er fyrsta helgin í febrúar þá eiginlega sú sjötta. Og fyrst þeir ákváðu að fresta hippaballinu þá ákvað ég að fara bara á árshátíðina hjá Hressó. Margo var nú ekki lengi að fá mig til að skipta um skoðun varðandi hana. Ég ætlaði að taka smá hlé á þessu útstáelsi en þökk sé Margo þá hef ég ákveðið að drífa mig bara. Það verður örugglega stuð þarna. Efast ekki um það.

Annars hefur nú bara verið nokkuð bjart yfir mér þessa vikuna. Eiginlega mjög bjart bara. Ég hlakka eitthvað svo til. Eitthvað óútskýrt dæmi. Fæ vonandi fljótlega að vita hvað það er.

Ég kveð að sinni.
Lifið heil.

5 Comments:

Blogger Ásgerður said...

Language please, Miss Hillary!

8:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Passaðu þig nú Ása!!!
Það kallast að vera gamall þegar maður byrjar að segja hvað má og má ekki segja!!! hnuss og svei!
og ég er sammála Miss H......GREDDA!!!!! nudge nudge, wink wink.........say no more!!!

10:39 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Ég GÖMUL eitthvað, Sóley???
Hvað meinarðu?

Maður er bara að hugsa um þessar viðkvæmu sálir sem gætu verið að lesa.

1:25 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Æ, ég er óttaleg tepra inn við beinið Hildur mín. Þú sást það nú vel í smástelpupartíinu þínu! :-)

11:48 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

*hehehehe*

1:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home