dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, mars 11, 2006

Regndropar gleðinnar...

Gleðin birtist mönnum í margvíslegum myndum. Ein þeirra er meira að segja vot og köld. Hafið þið ekki prófað að fara út í rigninguna og þið áttið ykkur á að hún felur í sér svo mikla gleði? Maður finnur hana bókstaflega hríslast um sig frá hvirfli til ilja. Hrollkaldur straumur en samt svo hamingjusamur!
Alveg eins og kalda sólskinið sem skín inn um salta glugga vetrarins. Geislarnir þrýsta sér í gegnum saltið og óhreinindin og bora sér leið í gegnum sálarfylgnin þangað til þeim hefur tekist að lýsa upp huga okkar og gefa okkur von um betri og bjartari (mögulega hlýrri líka) tíð! Ég stóð samt einu sinni í skugga sólarinnar og mikið rosalega var nú kalt þar!

1 Comments:

Blogger Ásgerður said...

Takk fyrir það Fröken Hillary! Mér þykja þessi ummæli ekki sérlega uppörvandi. Og það eru engar bíómyndir, ég er bara svo rosalega ljóðræn týpa. Og myndræn, gleymdu því ekki.

3:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home