dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, mars 11, 2006

Hver ber ábyrgð á pulsuhnökkum?

Hverjum datt eiginlega í hug að búa til pulsulagaða hjólhnakka? Mér er spurn. Prófaði spinning í morgun og rifjaðist upp fyrir mér fjárans píningin sem fylgdi því. Mér finnst mjög skemmtilegt að hjóla á reiðhjóli en þessi eru með einhverjum örmjóum pulsum (eða svo gott sem) í staðinn fyrir hnakk. Maður er að drepast á frekar heilögum stað í augnablikinu. Örugglega komið sigg strax. Ég ætla pottþétt að velja nokkrum millimetrum breiðari hnakk næst og taka með mér púða úr stofusófanum heima hjá mér. Þó að ég verði að athlægi fyrir. Ég er orðin svo vön því þarna að ég lít bara þannig á að ég sjái þá fólki að minnsta kosti fyrir skemmtiefni. Geri aðrir bara betur.

Jæja, nýjasta tryllitækið á heimilinu er komið í gagnið. Safapressan langþráða hefur staðið sig í stykkinu undanfarna daga. Við mægðinin bondum alveg yfir þessu brölti og njótum þess í botn að búa til ljúffenga drykki úr ávöxtum og grænmeti og stundum skyri líka. Mmm.

Annars er ég í einhverri fýlu í augnablikinu. Skil ekki af hverju. Hlýtur að vera pulsuhnakkurinn sem orsakar hana. Eða þá að þetta eru adrenalín-cold turkey. Heheh.
En það er best að hrista það af sér sem fyrst.

Bless í bili.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ætli þetta sé smitandi að fara í fýlu ? Ég er búin að vera svona síðustu 2 tímana en úff er að reina hrista þetta af mér.
En verðuru ekki bara flott með útsaumaða stofupúðann á milli lappana í hjólatímanum ??
Sjáumst vonandi í kvellen

7:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta nokkuð formúlan...eða formúluógeðishljóðið.. ég fer yfirleitt í fýlu þegar ég heyri í því..hehehehehe
Annars er ég líka á leiðinni að kaupa mér safapressu...ég á þegar uppskriftarbók sem heitir "endalaus orka" og þú mátt fá hana lánaða þangað til ég kaupi mér pressuna ;o)

1:04 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Vá, takk Matta mín, það væri frábært. Þigg það með þökkum.
Og við skulum ekkert vera að tala neitt um þessa fj.formúlu. Ég þurfti ekki nema rétt að heyra í þessum fj. og þá fann ég geðvonskuna hreinlega hríslast um mig. Langaði að garga eftir smá stund. *hehhe*

8:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svo vill minn heittelskaði draga mig á formulu............. ég er ekki jafn spennt og hann en eitt gaman við það er að komast til útlanda hehhe

10:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home