dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, mars 28, 2006

Lífsmark...

Sælt veri fólkið. Ekki mikið að gerast hér nýlega en eitthvað lífsmark þó.
Árshátíð Hressó var ótrúlega skemmtileg, verð að segja það. Varði frændi hennar Jóhönnu kom út úr skápnum sem Leoncie og var mjög sannfærandi. Bara frábært.

Hálsbólga kom í heimsókn til mín í síðustu viku og neyddist ég til að játa mig sigraða á föstudag og laugardag. En allt á uppleið núna.

Ég var að koma af fundi í Alþýðuhúsinu þar sem kynntar voru og ræddar hugmyndir um framtíðarskipulag grunnskóla í Vestmannaeyjum. Ég á enn eftir að gera upp hug minn varðandi aldursskiptinguna. Þar eru margir kostir sýnilegir en auðvitað einhverjir gallar líka. Þetta var bara nokkuð málefnalegt og allt á léttu nótunum. Sumir voru æstir á móti en svo voru líka aðrir sem vildu eindregið aldursskiptingu. Ég held bara að fólk óttist í fyrsta lagi breytingarnar sjálfar. Ég held að faglega séð geti verið ákjósanlegt að aldursskipta. En það á eftir að kynna þetta betur og þá getur maður farið að mynda sér skoðun. Ég er enn að velta þessu fyrir mér.

Aðalfréttirnar af mér eru hins vegar þær að nú getur heimili mitt talist fólki bjóðandi og þess vegna stefnir allt í partí mjög fljótlega. Baðinnréttingin er sem sagt komin upp, vaskur og blöndunartæki líka og ég legg ekki meira á ykkur: forláta harðviðar-útihurð. Hún er æði. Verð að segja það.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég tryllist af spenning yfir partýinu sem ég verð þá bara boðflenna í ef ég fæ ekki símhringingu :)
Ég var nú spennt að fara á fundinn en sá mér það ekki fært en ég er allavegana á móti þessari sameiningu ef ég lít í eigin barm og hann er nú ekkert smáræði sko hehehe

10:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að sjá þig aftur í bloggheimum.
Ég er á móti aldursskiptingu en segðu mér eitt, var eitthvað rætt um að það yrði skólabíll starfræktur ef þetta verður aldursskipt. Tökum sem dæmi 6 ára barn á Búastaðarbraut sem þarf að fara í Hamarsskólann. Það er ekki boðlegt fyrir barnið að labba og ekki hægt að stóla á að foreldrar keyri barninu á hverjum degi. Finnst þetta einmitt svo mikil afturför því jú .... það er svo mikill kostur við lítinn bæ eins og Vestmannaeyjar að hér á að vera hægt að labba frá A-B án nokkurra vandkvæða. Ég er allavega ekki spennt fyrir því að koma barninu mínu upp á skutl hingað og þangað í framtíðinni.

1:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja þannig að það á að aldursskipta skólunum. En er það nokkuð mál, Það er ekki eins og það sé einhver heil eilífð á milli þessara skóla, 4mín í labbi. Mér finnst það bara gott mál fyrir börnin að labba aðeins nú til dags og þau hafa ekkert annað en gott af því. Svo eru líka til hjól og það er nú ekki eins og það sé það mikill snjór í Eyjum að það verði ófært. Allaveg ólst ég upp við það að þurfa að taka Strætó frá 6ára aldri og jafnvel labba heim úr skólanum. Alldrei var manni skuttlað fram og til baka. Mér finnst við gera börnunum okkar illt með því að skuttla þeim hingað og þangað. það bara bitnar á þeim seinna. (læknisfræðilega)
En með þessa aldursskiptingu þá held ég að það sé ekki að vera gera neinum slæmt með því. það er einfaldlega verið að hagræða í rekstri þessara skóla. það held ég að sé bæjarfélaginu fyrir bestu. Því að ef að það er hallarekstur þá bitnar það bara á þjónustu bæjarins. Það getur þítt verri heilbrigðisþjónustu, hærri leikskólagjöld, hærra útsvar, hærri aðstöðugjöld sem ég er viss um að enginn ykkar vill.

4:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok, ég vil sjá myndir af þessu öllu!! og líka nýju blaðagrindinni :)

5:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Allt í lagi, ég sá nýja baðherbergið......átti að gá fyrst áður en ég fór að kvarta! Voðalega er það flott og kósý ;) En það vantar samt mynd af hurðinni

5:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home