Heja...
...allesammen!
Helgin hefur bara verið ágæt. Byrjaði vel alla vega. Jóhanna vinkona kom hingað til eyja á föstudaginn og kom í mat til mín ásamt Helgu vinkonu. Ég gaf þeim uppáhaldsréttinn minn (í augnablikinu alla vega). Eiginlega stolin eða alla vega stílfærð uppskrift að volga kjúklingasalatinu á Caruso. Klikkar bara ekki. Eftir þessa undursamlegu máltíð drifum við okkur til að hitta Þjóðhildi í leikhúsinu. Leikfélagið er að sýna Nunnulíf og var sýningin hin besta skemmtun. Alveg frábært að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að maður geti skemmt sér í smá stund. Frábært og takk fyrir mig! Jóhanna vinkona fékk nú að heyra það hjá familíunni að hún væri að koma til eyja til að fara í leikhús. Hvað með það? Hún skemmti sér mjög vel og ég er alveg viss um að hún hefði ekkert frekar farið í borginni. Bara gaman að upplifa menninguna á æskuslóðunum. Jæja að leiksýningunni lokinni var haldið heim til mín aftur. Ég hafði boðið nokkrum útvöldum í Margarítusamkvæmi sem heppnaðist með ágætum þrátt fyrir nokkur afföll í mætingu (Áa og Hildur! Þið getið sjálfum ykkur um kennt, híhí...). Hef betri fyrirvara næst! Um miðja nótt var svo haldið á Lundann. Hefði alveg getað lifað án þeirrar upplifunar en allt í lagi með það. Hápunktur kvöldsins var náttúrulega þegar ég hitti “drauma”prinsinn á Lundanum og skálaði við hann. *hehehe* Say no more...
Gærdagurinn var svo þétt skipaður að ég mátti ekki vera að því að velta mér upp úr timburmönnum. Svo sem ekki ástæða til heldur.
Þorleifur Sigurlásson frændi minn komst svo í fullorðinna manna tölu í dag og af því tilefni fórum við í frábæra veislu. Alveg stórglæsileg hjá þeim. Takk fyrir mig!
Í kvöld á ég svo stefnumót við Vormenn Íslands (Óli stjarna included!) og hlakka ég mikið til. Segi ykkur frá því síðar.
Ég var að klára ferlega skondna spennusögu sem heitir Falin myndavél. Hún gerist í Kaupmannahöfn sem mér fannst mjög skemmtilegt og eiginlega það besta. Allt í lagi samt. Nennti alla vega að klára. Núna er að byrja að lesa bók eftir Isabel Allende; Ást og skuggar. Er aðeins byrjuð og lýst bara vel á. Ég fíla stílinn hennar.
Helgin hefur bara verið ágæt. Byrjaði vel alla vega. Jóhanna vinkona kom hingað til eyja á föstudaginn og kom í mat til mín ásamt Helgu vinkonu. Ég gaf þeim uppáhaldsréttinn minn (í augnablikinu alla vega). Eiginlega stolin eða alla vega stílfærð uppskrift að volga kjúklingasalatinu á Caruso. Klikkar bara ekki. Eftir þessa undursamlegu máltíð drifum við okkur til að hitta Þjóðhildi í leikhúsinu. Leikfélagið er að sýna Nunnulíf og var sýningin hin besta skemmtun. Alveg frábært að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að maður geti skemmt sér í smá stund. Frábært og takk fyrir mig! Jóhanna vinkona fékk nú að heyra það hjá familíunni að hún væri að koma til eyja til að fara í leikhús. Hvað með það? Hún skemmti sér mjög vel og ég er alveg viss um að hún hefði ekkert frekar farið í borginni. Bara gaman að upplifa menninguna á æskuslóðunum. Jæja að leiksýningunni lokinni var haldið heim til mín aftur. Ég hafði boðið nokkrum útvöldum í Margarítusamkvæmi sem heppnaðist með ágætum þrátt fyrir nokkur afföll í mætingu (Áa og Hildur! Þið getið sjálfum ykkur um kennt, híhí...). Hef betri fyrirvara næst! Um miðja nótt var svo haldið á Lundann. Hefði alveg getað lifað án þeirrar upplifunar en allt í lagi með það. Hápunktur kvöldsins var náttúrulega þegar ég hitti “drauma”prinsinn á Lundanum og skálaði við hann. *hehehe* Say no more...
Gærdagurinn var svo þétt skipaður að ég mátti ekki vera að því að velta mér upp úr timburmönnum. Svo sem ekki ástæða til heldur.
Þorleifur Sigurlásson frændi minn komst svo í fullorðinna manna tölu í dag og af því tilefni fórum við í frábæra veislu. Alveg stórglæsileg hjá þeim. Takk fyrir mig!
Í kvöld á ég svo stefnumót við Vormenn Íslands (Óli stjarna included!) og hlakka ég mikið til. Segi ykkur frá því síðar.
Ég var að klára ferlega skondna spennusögu sem heitir Falin myndavél. Hún gerist í Kaupmannahöfn sem mér fannst mjög skemmtilegt og eiginlega það besta. Allt í lagi samt. Nennti alla vega að klára. Núna er að byrja að lesa bók eftir Isabel Allende; Ást og skuggar. Er aðeins byrjuð og lýst bara vel á. Ég fíla stílinn hennar.
4 Comments:
Júbb.. ein flottasta fermingarveisla sem ég hef farið í ... algjörlega stórglæsileg og ég er ennþá södd.
Fleiri saddir hérnamegin eða afrekaði 4 um helgina og átið eftir því :(
EN HVAÐ SEGIRU VIÐ HVERN VARSTU AÐ SKÁLA ? ÉG GREINILEGA MISSTI AF MIKLU MEÐ ÞVÍ AÐ MÆTA EKKI Á LUNDANN........
Hittirðu í alvöru prins drauma þinna eða fékkstu þér lúr á Lundanum og var þig að dreyma? Ég nefnilega fór þangað á laugardagskvöldið og sá ekkert sem líktist prinsi né var í áttina að nokkrum draumum mínum á einasta hátt....
Ása hefur bara verið fljót að króa hann af og luma sér á brott hummmm
Skrifa ummæli
<< Home