dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumarið er komið...

Gleðilegt sumar!

Maður er nú voðalega feginn að veturinn skuli officially hafa kvatt okkur. En það er spurning hvort að sumarið hafi mann að fífli eða ekki með eilífu hausti. Í tilefni dagsins ætla ég að gleðja ykkur með frumsömdu ljóði eftir undirritaða. *hehehe*
Annars er bara jollí gúdd að frétta. Páskarnir voru frekar rólegir fyrir utan náttlega grímuballið. Sumardagurinn fyrsti líka. Bara góð tilfinning að eiga frí og gera mest lítið af viti. Nema það að ég er búin að vera að tapa mér í tölvunni. Er núna komin með tryllitækið í gagnið heima hjá mér og er að vinna myndirnar mínar smám saman og koma skipulagi á tónlistina sem ég á. Það er bara gaman. Upplifi mig stundum eins og ungling undanfarið. Alltaf í tölvunni að dedúast eitthvað. En hvað um það. Sonur minn stakk upp á að við skelltum okkur til Ítalíu í sumar. Mér líst ógeðslega vel á það en ég er ekki viss um fjármálin. Við sjáum til. Kannski seinna bara.

Hér er ljóðið, það var samið síðasta vetrardag 2004, skilað inn sem hluta áfanga í KHÍ sem kallaðist listir í skólastarfi. Þar þurfti maður að koma út úr skápnum sem ljóðskáld. Mér fannst það bara gaman eftir fyrstu hindranirnar. Ég gerði nefnilega svolítið af því að semja ljóð þegar ég var krakki. Hætti því þegar strákafíflin í bekknum minum stálu þeim og lásu upp fyrir framan alla og hlógu sig máttlausa að orðaleppunum. Stund sem ég minnist með hrolli. En svona eru börn. Helvíti grimm á sinn saklausa hátt. Njótið nú:


Kveðjuathöfn vetrarins

Veturinn kveður með appelsínugulum eldi
Sólin vermir sandinn
sem fyllir skóna mína

tveir vinir í flæðarmálinu
eltast við aðfallið

dauður krabbi
brotnar skeljar
leifar vetrar

við sjóndeildarhringinn brosir sólin um leið og hún leggst til svefns í hafið
og hvíslar loforð um ljúfa endurfundi

Þegar sumarið hefur lifnað við í alvörunni

Sjónarspilið er bara leikur vetrarins svo við gleymum hvað hann beit okkur fast í janúar.


Ef þið viljið þá megið þið geta upp á því hvar þetta gerist.*hehe* kannski ekki erfitt að sjá það.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst margir góðir sprettir þarna. Þú hefur þetta alveg í þér! Endirinn er frábær.

Hvað stað varðar þá sá ég bara fyrir mér Vestmannaeyjar.

7:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home