dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, júní 12, 2006

Hinsta kveðja.

Ég hringdi á lækni þegar Garreth var ekki búinn að gefa frá sér hljóð í MJÖG langan tíma og var á endanum hættur að anda. Ég hreinlega horfði á hann veslast upp fyrir framan augun á mér. Æ, greyið. Hann meinti ógeðslega vel. Ég sé það núna sko. Oh, hvað ég var vond við hann. Fékk bara gæsahúð af því að líta á hann. Núna er hann dáinn og ég fæ enn meiri gæsahúð við tilhugsunina eina saman. Jæja, það var bara sjúkrabíll og læti og hann var fluttur meðvitundarlaus á betri stað. Þar sem einhver var til að hlúa að honum. Almennilega. Læknirinn leit á mig með svo ísköldu og stingandi augnaráði að maður hefði getað frosið í hel. Hann hélt á hlustunarpípunni í höndunum þegar hann spurði mig hvað ég hefði gert til að láta honum líða betur. Það varð fremur fátt um svör hjá mér. Því miður. Ah..hm...ég skrapp sko á ball í gær og hann var bara svo skrítinn þegar ég kom til baka. Svo vildi hann fá sjúkrasöguna hans en ég veit nú ekkert um hana sko. Ég meina það. Hann kom bara inn um gluggann minn í gær (eða í fyrradag til að vera nákvæmur). Og ég hafði bara ekki tíma til að spyrja hann um sjúkrasöguna. Manni verður líka að detta það í hug. En jæja, þeir tóku hann frá mér og nú sakna ég hans þvílíkt. Ég vissi það líka alveg að hann myndi ekki lifa þetta af.

Hann er dáinn og ég sakna hans. Þetta var reiðarslag og ég er búin að gráta síðan ég heyrði þetta. Heppin að læknirinn lét mig þó vita. Hann var víst ekki með nein skilríki á sér þannig að það er ekki vitað hver hann er eða hverra manna. Hann er alla vega útlendingur að hálfu. Ég gat þó sagt þeim það. En hann er ekki Vestmannaeyingur það þori ég að hengja mig upp á. Ég hefði frétt af svona góðri sál ef hún hefði verið hér á annað borð. Jæja, ég get varla hætt að gráta. Tárin bara renna stöðugt. Ég veit ekki hvernig ég á að geta hætt. Hjálp...einhver...mig vantar öxl til að gráta upp við...oh...þetta minnir mig svo á hann...hann kom nú einu sinni til að bjarga mér frá einmanaleikanum en tókst ekki betur upp en svo að fylla mig mestu sorg og kvöl sem ég hef upplifað í langan tíma. Guð minn góður. Ég neyðist til að fara í jarðarförina. Kannski þarf ég meira að segja að borga...það veit enginn hver hann var. Ef þeir ákæra mig þá ekki fyrir morð af gáleysi. Ég meina dánarorsökin er komin í hús. Ég þori varla að segja frá því en hann var víst með svona heiftarlegt ofnæmi fyrir ryki að öndunarfærin bólgnuðu smám saman upp (þess vegna var hann orðinnn svona slappur víst) þangað til þau lokuðust bara alveg og hann dó. Ó mæ god. Hann var svo sætur. En jæja, life goes on. Ég verð bara að reyna að villa um fyrir löggunni. Og ég er nú þegar byrjuð. Er búin að skúra og ryksuga allt heimilið. Þeir munu ekki finna morðvopnið hér í það minnsta. Ekki snefil af banvænu ryki lengur. Ég kveð minn kæra sálufélaga og vin í raun, Garreth (ég kýs að nota erlenda nafnið því hann var með svo fallegan hreim (gleymdi ég að segja ykkur frá honum kannski?)). Það passar bara ekki að maður með slíkan framburð heiti alíslensku nafni. Þannig að ég segi Garreth, hvíl í friði. Ég mun minnast þín um aldur og ævi. Þú varst æði. Megi sál þín lifa að eilífu og kannski hittumst við seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home