dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Svæsnar sögur úr stórborginni!!

Fór í stutta ferð í borgina. Ferðin var með eindæmum ágæt þó stutt væri. Mér fannst ég vera að fara í svaka frí. Fór með seinni ferð Herjólfs á föstudegi og til baka með fyrri ferð á sunnudegi. Getur nú ekki talist sérlega langt frí en smá tilbreyting þó. Afrekaði að spandera nokkrum krónum í nokkrar flíkur, skó og veski aðallega. Náði samt ekki að fjárfesta í þeim hlutum sem áætlað hafði verið að fjárfesta í. Það bíður betri tíma. Hápunktur ferðarinnar var að hitta Kiddu vinkonu á föstudagskvöldið og svo Kela minn á föstudagskvöldinu. Keli býr í Noregi með fjölskyldu sinni en var í heimsókn á Klakanum í nokkra daga. Það var alveg frábært að hitta hann aftur eftir nokkuð langan tíma. Keli er einn af þeim sem veita mér innblástur bara með ósköp venjulegu spjalli. Hann er svo fróður og hugsandi. Hann hefur skoðun á flestum hlutum og er oftast nær mjög málefnalegur. Gott að eiga svona Kela. Vildi bara að ég gæti hitt hann oftar.

Fyrir utan þetta var aðallega svolgrað dásemdar Heslihnetu-latté...mmmm....ég held að ég hafi náð að drekka fjóra slíka á laugardeginum. Mæli með því! Soldið hress um kvöldið. Næsta dvöl verður eitthvað lengri og þá verður ábyggilega notað eitthvað aðeins sterkara en kaffi til að slökkva þorstann. Ekki?

Svo eru náttúrulega stórtíðindi að frétta ef það vita það ekki allir nú þegar. Þannig er að ég hef ákveðið að taka að mér kennslukonustarf í Barnaskóla Vestmannaeyja. Kannski mjög viðeigandi þar sem maður hafði fyrir því að mennta sig til slíkra starfa. Fannst bara nauðsynlegt að hvíla mig í eitt ár með því að BARA að vinna vinnuna mína. Ég vonast til að kennslustarfið veiti mér þann innblástur sem ég þarf. Og vonandi verður það gagnkvæmt...sem er tilgangurinn...*hehe*...en þetta verður allt að haldast í hendur.

Einni sem ég spjallaði við í gær varð að orði að ég yrði frábær kennari þar sem ég væri svo róleg!! Er það málið? Æ, ég held að það sé ókostur að vera of rólegur í kennarastarfi. En ég kýs að taka þessu sem hrósi þrátt fyrir það.

Þannig að dagar mínir á skattstofunni verða brátt taldir. Or so to speak! Fæ reyndar leyfi í eitt ár ef mér skyldi snúast hugur!

Jæja ég læt þetta gott heita í bili nema það að mig langar að frétta af Þjóðhátíðarlagi ársins 2006!!! Hvaða er í gangi?? Tell me!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ása þú verður sko frábær kennari... ég ætla bara að vona að dóttir mín verði svo heppin að fá þig sem kennara. Ég er líka sammála því að það sé kostur að vera rólegur í kennslu. Get ekki ímyndað mér að það sé gott að hafa kennara sem er stressaður, hávær eða fljótfær. Svo hef ég líka fína reynslu af þér sem kennara eftir alla skólaleikina okkar hérna í gamla daga hehehehehehe.
Já hvað með þetta þjóðhátíðarlag... ég frétti að Maggi Eiríks hefði verið fenginn til að semja það... sel það ekki dýrara.

8:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá að þú ert komin aftur :)
En út í allt aðra sálma!
Sá að þú sagðir mér frá Rockstar:Supernova þættinum þar sem Magni er þáttakandi. Ég hefði látið þennann þátt alveg fram hjá mér fara ef þú hefðir ekki sagt mér frá honum, svo að ég þakka fyrir það. Horfði reyndar bara þangað til Magni var búinn. Hann var bara góður...........nema..........held að hann passi bara því miður ekki inn í myndina, hann er poppari....ekki rokkari if you know what I mean! En hann stóð sig bara feikna vel svo að hann fær plúsa fyrir það ;)
svo á morgun er annar þáttur þá með þeim 3 sem stóðu sig verst að mati áhorfenda og einn verður sendur heim eftir að hafa sungið fyrir gæjana sem eru að setja saman bandið, þeir ákveða hver fer heim.
Sjáum til hvað gerist...en ég ætla samt að fara og kjósa Magna, just because hann er íslendingur :)
Heyrumst!!
Sóley

4:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og p.s. auðvitað verðuru frábær kennari ;)

4:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þakka líka fyrir mig Ása mín. Það var hreint dásamlegt að hitta þig á Mokka. Tíminn leið bara allt of hratt. Líttu endilega í heimsókn. Hér er steikjandi hiti, svo heit að maður verður að kasta sér í vötnin, fljótið eða hafið til að kæla sig niður. Hefur verið um 30 stiga hiti síðan ég kom. Um 25 stiga hiti á kvöldin. Svo ég bíð bara spenntur eftir þér og syni "okkar".

5:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home