dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Kónguló svo fín...

Í fyrrnefndri þvottaferð hittum við Lindu Björk sætustu frænkuna mína. Hún kallaði til mín með þær fréttir að hún hefði fundið kónguló.
Ása, sérðu hvað hún er fín!? (Barnið hélt á kvikindinu í hendinni!).
Já, segi ég, ertu búin að sýna mömmu þinni hana?
Já, svarar barnið.
Og hvað? Finnst henni hún ekki fín?
Júú...og ég er ekki bara búin að finna eina...ne-ei...heldur tvær nei þrjár!

ÆÐI!!!! Börn eru yndisleg!

*hehehe, sér fyrir sér andlitið á móður barnsins þegar það réttir fram höndina með kóngulónni, ekki alveg það vinsælasta á þeim bænum*

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha fyndið að þú skulir nefna þetta. Þetta er aðalskemmtunin hjá henni um þessar mundir... ég lokaði næstum á nefið á henni um daginn þegar hún ætlaði að sýna mér þetta og hún er sko bara að stríða mér með þetta. Stóð mig að því að loka hurðinni og kalla á hana þar sem hún stóð fyrir utan og reyndi að komast inn.... "plííís ekki stríða mér, viltu fara með þetta út í garð...plííííís Linda mín". Algjör auli ég.

2:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju er maður svona hræddur við kóngulær ? Ekki geta þær drepið mann !! ekki étið mann !! ekki sagt neitt ljótt við mann !! ekki eitrað fyrir manni !! ÞÆR eru bara svo ljótar :)

6:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er farin að heyra lagið kónguló með Andreu þegar ég opna síðuna þína svo koma svo blogg blogg blogg

1:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tek undir það!

1:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar ertu Ása mín !!!!!

4:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home