Mamma, hvort er sérstakara: Guð sjálfur eða gjafirnar hans?
Hugsaðu þig vel um! Ertu ekki viss? Okei, hugsaðu þér að þetta væri Mozart, hvort er sérstakara fyrir okkur, hann sjálfur eða tónlistin hans? Myndum við vita eitthvað um hann ef hann hefði ekki samið þessa tónlist?
Já, barnshugurinn ferðast víða.
Nú er júlí bráðum liðinn og margt hefur á dagana drifið. Síðasta færsla mín var bara ansi glaðleg. Vatnsslagur á bílaplani, brúðkaupsafmæli, skemmtilegt stefnumót við gamlan vin o.s.frv. En síðan þá hefur ýmislegt breyst. Hann Runi, pabbi hennar Sóleyjar minnar lést skyndilega aðfaranótt 9. júlí. Blessuð sé minning hans. Mikill missir af slíkum manni. Einstakur húmoristi og alltaf samur við sig. Ég var að vonum glöð að sjá Sóley mína og Lokesh en kringumstæður voru afar sorglegar. Á slíkum stundum staldrar maður gjarnan við og hugsar um lífsins gang og aðferðir manns við að lifa því. Enn ein áminningin um að staldra við og njóta ilms rósanna við göngustíginn. Það gefur lífinu lit og hjálpar við að sjá hinn raunverulega tilgang þess bak við amstur og leiðindi hversdagsins. Þann 21. júlí lést svo ástkær föðursystir mín, hún Ingibjörg Johnsen. Hún var mér alltaf svo góð og minnist ég hennar fyrir litríkan persónuleika og alltumvefjandi mannkærleik. Ein af fyrstu æskuminningum mínum tengjast heimsókn til hennar á Skólaveginn með pabba mínum. Ég held ég hafi verið fjögurra ára. Hún var svo góð og ég man hvað ég var feimin og kvíðin að fara inn. En hún tók málin í sínar hendur og feimnin hvarf á augabragði. Í hvert sinn sem ég átti leið fram hjá Blómaverslun Ingibjargar hóaði hún í mig í spjall. Mér þótti alltaf nokkuð til koma að þessi góða kona væri frænka mín. Ég þekkti nefnilega ekkert sérlega marga úr föðurættinni á þessum tíma en hún sá um að viðhalda tengslunum.
Þann 22.júlí gekk hann Baldvin Johnsen (fyrsti frændi minn) svo í hnapphelduna. Frú Aldís var að vonum glæsileg brúður og brúðkaupið fallegt og glæsilegt og lét hinn ungi Draupnir Dan ekki sitt eftir liggja til að gera daginn ógleymanlegan.
Þann 23. var svo haldið í stórborgina með soninn á stefnumót við Thalíu. Í Borgarleikhúsinu stundaði hann þrotlausar leiklistaræfingar í fimm daga og var afraksturinn barinn augum í lokinn. Að sjálfsögðu stóð leikarinn ungi sig frábærlega eins og hann á ættir til. Í þeirri sömu ferð afrekuðum við einnig að sjá þrjár kvikmyndir; Superman returns, Over the Hedge og Pirates of the Caribean ásamt nokkrum heimsóknum og matarboði. Ég náði líka fjórum dögum í Laugum og er ekki eftirsjá í þeim tíma. Í lokin splæsti mín svo á sig Baðstofuaðgangi og naut þess í rúmlega tvo klukkutíma. Hefði reyndar getað verið lengur og langar aftur sem fyrst. Mmm, ég svitna ennþá tropical og menthol ilmi til skiptis. *hehe* Toppurinn var sturta sem ýrði yfir mann ilmandi hitabeltisvolgum vatnssprænum og svo jöklasturtu til skiptis (brá reyndar hrikalega fyrst þegar ísvatnið helltist yfir mig en það vandist og var ég eins og smákrakki á tökkunum þegar frá leið). Samantekt: Laugar eru þess virði. Reyndar verður maður aðeins að loka augunum fyrir illa þjálfuðum smástelpum í pæjuleik í afgreiðslunni. Reyndar aðallega bara einni en sumar voru bara fínar. Kennararnir voru frábærir og aðstaðan náttúrulega bara þannig að manni hrýs hugur við að mæta aftur í Hressó. Einhvern veginn fölna flestir hlutir við samanburð. En maður verður þá bara að sleppa samanburðinum.
Að lokum...hvort er sérstakara fyrir ykkur; Guð sjálfur eða gjafir hans?
Já, barnshugurinn ferðast víða.
Nú er júlí bráðum liðinn og margt hefur á dagana drifið. Síðasta færsla mín var bara ansi glaðleg. Vatnsslagur á bílaplani, brúðkaupsafmæli, skemmtilegt stefnumót við gamlan vin o.s.frv. En síðan þá hefur ýmislegt breyst. Hann Runi, pabbi hennar Sóleyjar minnar lést skyndilega aðfaranótt 9. júlí. Blessuð sé minning hans. Mikill missir af slíkum manni. Einstakur húmoristi og alltaf samur við sig. Ég var að vonum glöð að sjá Sóley mína og Lokesh en kringumstæður voru afar sorglegar. Á slíkum stundum staldrar maður gjarnan við og hugsar um lífsins gang og aðferðir manns við að lifa því. Enn ein áminningin um að staldra við og njóta ilms rósanna við göngustíginn. Það gefur lífinu lit og hjálpar við að sjá hinn raunverulega tilgang þess bak við amstur og leiðindi hversdagsins. Þann 21. júlí lést svo ástkær föðursystir mín, hún Ingibjörg Johnsen. Hún var mér alltaf svo góð og minnist ég hennar fyrir litríkan persónuleika og alltumvefjandi mannkærleik. Ein af fyrstu æskuminningum mínum tengjast heimsókn til hennar á Skólaveginn með pabba mínum. Ég held ég hafi verið fjögurra ára. Hún var svo góð og ég man hvað ég var feimin og kvíðin að fara inn. En hún tók málin í sínar hendur og feimnin hvarf á augabragði. Í hvert sinn sem ég átti leið fram hjá Blómaverslun Ingibjargar hóaði hún í mig í spjall. Mér þótti alltaf nokkuð til koma að þessi góða kona væri frænka mín. Ég þekkti nefnilega ekkert sérlega marga úr föðurættinni á þessum tíma en hún sá um að viðhalda tengslunum.
Þann 22.júlí gekk hann Baldvin Johnsen (fyrsti frændi minn) svo í hnapphelduna. Frú Aldís var að vonum glæsileg brúður og brúðkaupið fallegt og glæsilegt og lét hinn ungi Draupnir Dan ekki sitt eftir liggja til að gera daginn ógleymanlegan.
Þann 23. var svo haldið í stórborgina með soninn á stefnumót við Thalíu. Í Borgarleikhúsinu stundaði hann þrotlausar leiklistaræfingar í fimm daga og var afraksturinn barinn augum í lokinn. Að sjálfsögðu stóð leikarinn ungi sig frábærlega eins og hann á ættir til. Í þeirri sömu ferð afrekuðum við einnig að sjá þrjár kvikmyndir; Superman returns, Over the Hedge og Pirates of the Caribean ásamt nokkrum heimsóknum og matarboði. Ég náði líka fjórum dögum í Laugum og er ekki eftirsjá í þeim tíma. Í lokin splæsti mín svo á sig Baðstofuaðgangi og naut þess í rúmlega tvo klukkutíma. Hefði reyndar getað verið lengur og langar aftur sem fyrst. Mmm, ég svitna ennþá tropical og menthol ilmi til skiptis. *hehe* Toppurinn var sturta sem ýrði yfir mann ilmandi hitabeltisvolgum vatnssprænum og svo jöklasturtu til skiptis (brá reyndar hrikalega fyrst þegar ísvatnið helltist yfir mig en það vandist og var ég eins og smákrakki á tökkunum þegar frá leið). Samantekt: Laugar eru þess virði. Reyndar verður maður aðeins að loka augunum fyrir illa þjálfuðum smástelpum í pæjuleik í afgreiðslunni. Reyndar aðallega bara einni en sumar voru bara fínar. Kennararnir voru frábærir og aðstaðan náttúrulega bara þannig að manni hrýs hugur við að mæta aftur í Hressó. Einhvern veginn fölna flestir hlutir við samanburð. En maður verður þá bara að sleppa samanburðinum.
Að lokum...hvort er sérstakara fyrir ykkur; Guð sjálfur eða gjafir hans?
1 Comments:
Mer finnst thetta frabær spurning! Augljoslega heimspekingur a ferd!
Svo eg svari spurningunni tha er ekki hægt ad adgreina thetta tvennt. Gjafirnar koma fra Gudi en vid thekkjum Gud af gjøfum hans og thad eru fyrst og fremst gjafir hans sem gera hann svo serstakan. Thvi myndi eg segja bædi og ef eg væri neyddur til ad svara annad hvort tha myndi eg segja Gud, thvi hann væri liklega enntha serstakur thott vid værum an gjafa hans. Gjafirnar væru hins vegar ekki til ef ekki væri fyrir Gud.
Skrifa ummæli
<< Home