dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, september 18, 2006

Þögnin langa...

Ég þakka þeim sem hafa lagt inn athugasemdir vegna þagnar minnar á þessum vettvangi. Einnig þakka ég góðar kveðjur á afmælisdaginn (langa). Hér með er þögnin langa rofin en ekki búast við neinu sérlega vitrænu! Undirrituð hefur verið önnum kafin við að mennta börn þjóðarinnar og er rétt að líta upp frá því að hafa reynt að tjasla saman límingum heilabúsins eftir ofur-áreiti ungra nemenda. Ég hef upplifað langa daga og strembna og svo líka góða daga sem hafa flogið framhjá mér eins og andartak. Síðasta vika er líka betri en sú á undan og sú var betri en sú þar áður og svo framvegis eða afturábak, eftir því hvernig maður kýs að líta á það. Málið er að undanfarin fimm ár hef ég unnið á ákaflega þægilegum vinnustað, nánast vernduðum eins og ein kallaði það, og þess vegna eru það mikil viðbrigði að mæta í skólastofu fulla af krakkakrílum sem þarfnast stöðugrar athygli og aðstoðar. En það venst eins og allt annað í lífinu sem maður umgengst eða framkvæmir nógu oft. Nú er það þannig að ég held að ég verði ánægð í þessu starfi en það verður ekki allt tekið út með sældinni skal ég viðurkenna. Maður tekur bara einn dag í einu og er þakklátur fyrir hverja vikuna sem maður kemst ógrátandi í gegnum. *hehe*.
Til tíðinda skal telja nokkrar ör-ferðir í borgina og upp í sveit sem allar tengjast hinu nýja starfi mínu að einhverju leiti. Fyrst skal nefna námskeið um leiklist í kennslu hjá hinum heimsþekkta Jonothan Neelands. Það var alveg frábært í alla staði. Ég lærði heilmikið en ég var hrikalega þreytt þegar ég brunaði aftur í Þorlákshöfn. Næsta ferð var svo í heimsókn í tískuskólana Ingunnarskóla og Norðlingaskóla. Það var áhugavert að mörgu leiti. Síðasta kennaraferðin var svo farin með seinni á fimmtudag. Úr Herjólfi var haldið í Fjöruborðið á Stokkseyri og get ég því miður ekki annað en lýst yfir vonbrigðum mínum með þann stað. Frekar ofmetinn að mínu mati. Staðsetning vegur þó aðeins upp á móti. Humarinn sem á að vera svo æðislegur var ekki annað en “Krónuhumar” eins og ég kalla það. Pínulítill og allt í mauki. Mæna og skel. Bragðaðist ekki illa en einhvern veginn féll þetta alveg í skuggann af minni eigin meðferð á hráefninu og ég tala nú ekki um hjá Fanney frænku, ömmu og mömmu. Því miður fór svo þjónninn í algera vörn þegar við nefndum þetta við hann og var með skæting (greinilega heyrt eitthvað þessu líkt áður!!). En nóg um þetta, ekki nenni ég að kvarta og kveina yfir þessu þó að ég megi til með að segja að þetta hefur líklega verið dýrasta salat sem ég hef keypt mér hingað til!
Af allt öðru. Ég mætti á árgangsmót hjá mínum eðalárgangi. Það heppnaðist afbragðsvel og þótti mér ákaflega skemmtilegt að hitta mann og annan sem var með manni í bekk eða í hinum bekknum og jafnvel í Hamarsskóla *hehe*.
Jæja, nú er ekki meira að frétta í bili, skrifa næst í október!!! Fer svo til Londons í nóvember. Jíha!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Loksins loksins..... mætt aftur.
Hvaða voða ferðalög eru þetta á kennarastéttinni, held ég myndi nú ekki fíla mig í þessu :o/

4:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

LONDONS ?? og hvað ? og með hverjum ?
En gott að við lesendur fengum aftur blogg og ég vona að þú verðir ekki með heimatilbúnar stittur í hárinu af pirring í skólastofunni.

P.s hef frétt af ljúfmennsku, og yndislegum kennara í handavinnu......

6:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er kannski hentugt starf fyrir ferðalanginn mig:) Matta, rosalega erum við líkar:) En gaman að heyra í þér aftur Ása:)

5:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ bara að láta vita aðeins af mér.. Allt gott að frétta héðan úr sólinni. Ætlaði að láta þig vita að það er komið blogg og myndir á http://naples.bloggar.is
kv. Sigga frænka í Flórída

4:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home