dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, desember 25, 2006

Gleðileg jól

Ég óska lesendum mínum, nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jólin byrja vel hjá okkur eftir smá hassle í blíðviðrinu á Þorláksmessukvöld þegar einn þakglugginn hjá mömmu fauk af og lenti með brambolti hinum megin á þakinu, í þúsund molum að sjálfsögðu. Með naumindum tókst að fiska stiga út úr þegar yfirfullum bílskúrnum og nálgast flakið af glugganum. En nú voru góð ráð dýr þar sem regnið streymdi og vindurinn blés og enginn var glugginn til að halda vatni eða vindi. Sem betur fer þá er hann Raggi smiður ráðagóður drengur og var hann ekki lengi að mæta á svæðið og taka það út. Hann var svo búinn að redda málinu eftir um það bil 20 mínútur eða svo. Ekki lengi að þessu. En þau þurfa pottþétt að fá sér nýjan glugga eftir hátíðarnar.*hehehe*
Eftir þetta ævintýri þá átti að skreyta jólatréð í stofunni hjá móður minni. Jújú, serían sett upp og var í lagi áður en þegar hún var komin upp þá dó hún. Ég ákvað þá að fórna minni þar sem ég og VK höfðum ákveðið að sleppa jólatrénu í ár þar sem píanóið tekur það mikið pláss í stofunni að heilt jólatré myndi nú bara verða til þess að við fengjum aðþrengingarkennd. Gott og vel en þegar mín var komin á og drengurinn farinn að skreyta þá nátttúrulega dó mín algerlega. Og þá var nú skapið aðeins farið að segja til sín. Sem betur fer þá á ég til að missa mig aðeins í Ikea og viðlíka stöðum þannig að ég bjó svo vel að eiga eina 100 ljósa sem var sett upp í snarhasti. Nei, ekki aldeilis, haldiði ekki að við höfum fundið eina brotna peru og engar varaperur. En við tróðum næstu peru sem passaði í gatið og hún hefur lafað síðan undir eftirliti. Mér finnst nú alveg spurning þegar maður er nánast farinn að bölva þegar maður er að græja jóladót að þá sé nú eitthvað að...

En þetta fór nú allt vel að lokum...

Ég verð að fara núna en segi meira síðar... Lifið heil og njótið hátíðanna!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jiii það hefur bara verið heldur betur nóg að gera í skreitingfjörinu hjá ykkur fjölskyldunni og þetta getur oft verið gaman að svona seinna meir að rifja upp og gantast með þó að á meðan á þessu stendur er manni sko ekki skemmt :)
En takk fyrir sólskálapartýið og dúddamía að við verðum bara að redda öðru svona partýi hið snarasta því við erum jú óborganlega skemmtilegust :)

11:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega hátíð til þín líka!!! Og takk fyrir mig ;)
Er alltaf á leiðinni að hringja en kemst bara ekki í símann á réttum tíma, en vonandi um helgina!!
Heyrumst bráðum.

Sóley

4:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home