dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, mars 10, 2007

Fjúff, fór í vinnu á mánudag í þeirri trú að flensan væri á bak og burt en nei sko, varð frá að hverfa fyrir klukkan tíu. Algjört angur. En allt að koma núna. Er að spekúlera hvort ég eigi að fara á árshátíð skólans eða ekki. Er ekki alveg að höndla neina stemmningu í augnablikinu. Svefnlaus og illa fyrir kölluð. Ég er líka mjög önnum kafin við að reyna að átta mig á stefnumótun lífs míns. En það er önnur saga.

Annars er ógeðslega lítið að frétta. Rosaleg vonbrigði í gær og almennur pirringur samferða þeim. En það gæti breyst eftir helgina. Verð að reyna að þola ástandið þangað til.

Er að skipuleggja dvöl okkar VK í landi Englanna fyrir páskana. Við verðum í Lundúnum frá laugardagskv. til mánudags og förum þá til Hastings/St. Leonards í Austur Sussex. Líst n0kkuð vel á staðinn og hlakka til að dvelja í íbúðinni hans Helga. Verður bara lovely. Við erum að spöklera hvað við eigum nákvæmlega að taka okkur fyrir hendur í Lundúnum. Það kemur ansi margt til greina. Sonur vill gjarnan fara á söfn. Eða svo segir hann. Ég átti von á einhverjum tívolídraumum en það er greinilegt að ég hef getið af mér nokkuð kúltíveraðan krakka. Eða skapað nörd, myndu einhverjir segja. En það hefur hann náttúrulega frá föður sínum, stóra bróður Harry Potter. (Hehe....eins gott að SK lesi þetta aldrei, myndi kannski ekki alveg falla í kramið...)

En jæja þá, það er mál að linni. Lifið heil!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur örugglega skellt þér á kennópartýið því ég reindi tvisvar að hringja í þig í kvöld og enginn svaraði (nema þú vildir ekki tala við mig) en ég var komin með annan fótinn í gírinn og náði honum sem betur fer aftur til baka enda veðrið ekkert að gera góða hluti heldur.
En um að gera að fara með strákinn á söfn hann hefur áhuga á því og það er bara allt í lagi að vera skrefi á undan :)

11:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home