Blóði drifin uppvakning...
Vaknaði með sár á kinninni. Blæddi og allt! Svaka fjör í rúminu hjá manni greinilega!
Annars var liðin vika glötuð. Var ekkert eðlilega þreytt alla vikuna og endaði með að gefast upp fyrir flensunni á fimmtudag. Svaf nánast samfleytt í tvo sólarhringa. Er fín núna. Missti samt af frænkukvöldi og sumarbústaðarferð með piparkornunum. Verð líklega rekin úr félaginu fyrir aumingjaskap. Ég sem átti að baka 'fölsku' fullnæginguna fyrir stelpurnar. Vona að þær hafi reddað einhverju í staðinn. Ekki var ég að standa mig. Anyhow, er bara nokkuð brött í dag þrátt fyrir smá máttleysi en nú er vesalings móðir mín lögst í flensu. Meira ástandið. En nóg af sjúkrasögum. Þoli ekki svoleiðis.
Draumar mínir gerast háværari með hverjum deginum. Bíð eftir fréttum af mögulegri óvissuferð og páskafrísferðinni okkar VK. Verður bara ljúft. ...
Svo þarf ég að fara að prjóna ungbarnaföt! ;-)
Lifið heil!
Annars var liðin vika glötuð. Var ekkert eðlilega þreytt alla vikuna og endaði með að gefast upp fyrir flensunni á fimmtudag. Svaf nánast samfleytt í tvo sólarhringa. Er fín núna. Missti samt af frænkukvöldi og sumarbústaðarferð með piparkornunum. Verð líklega rekin úr félaginu fyrir aumingjaskap. Ég sem átti að baka 'fölsku' fullnæginguna fyrir stelpurnar. Vona að þær hafi reddað einhverju í staðinn. Ekki var ég að standa mig. Anyhow, er bara nokkuð brött í dag þrátt fyrir smá máttleysi en nú er vesalings móðir mín lögst í flensu. Meira ástandið. En nóg af sjúkrasögum. Þoli ekki svoleiðis.
Draumar mínir gerast háværari með hverjum deginum. Bíð eftir fréttum af mögulegri óvissuferð og páskafrísferðinni okkar VK. Verður bara ljúft. ...
Svo þarf ég að fara að prjóna ungbarnaföt! ;-)
Lifið heil!
4 Comments:
Jæja gott að þú ert að hressast mín kæra.
En eigum við ekki að tala aðeins meira um ,,að prjóna ungbarnaföt,, þetta hljómar bara sem spurningarmerki í hausnum á mér..... sei mér ? Er eitthvað sem þú vilt deila með okkur meira um þetta mál að sleppa sér í veikindum, hættir að djamma og farin að prjóna ungbarnaföt....
Er ég komin út á hálan ís ? :)
Háll ís og þunnur, já já... meira færðu ekki að vita að sinni! "wink, wink, nudge, nudge, say no more"
humm klór klór í hausnum
Heyrðu góða þú að prjóna þetta þarfnast skýringa.
Skrifa ummæli
<< Home