dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, febrúar 19, 2007

I´ll go where true love goes...

...and if you walk alone and if you lose your way, don´t forget the One Who gave you this today!
Þessi texti er eftir Ysuf Islam sem gleður eyru mín ósegjanlega þessa dagana.

Byrjaði daginn á sundlaugarpartýi. Nokkuð skemmtilegt bara. Dásamlegt að sjá nemendur busla og leika sér.

Er enn að jafna mig eftir vonbrigði helgarinnar sem skyggðu óneitanlega á annars yfirgnæfandi gleði hennar! Hehe...en fallegar fréttir á sunnudegi og skemmtilegar á mánudegi bjarga þessu líklega þannig að öll leiðindi falla í skuggann. Staðfest ferðaplan fyrir páskafríið. Von um ferð til útlanda á óvæntan áfangastað viku áður gerir þetta allt enn meira spennandi enda telst undirrituð líklega með ólæknandi ferðalagaáráttu og þráhyggju þeim tengdri. Ræð bara ekki við mig. Sérstaklega ekki þegar maður situr einn vakandi heima hjá sér á mánudagskvöldi í kulda og trekki og hlustar á Kára nauða á gluggunum. Það er bara trist og mér finnst mjög skiljanlegt að mig langi til að fara í líflegra umhverfi. Þakka bara fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta leyft mér slíkan munað.

Annars er ekkert áþreyfanlegt að frétta. Hugsanir mínar ferðast mílu á mínútu þessa dagana en ég ætla ekki að drepa móralinn með því að opinbera þær núna. Bleh...!

Laters!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Guð hvað við erum ólíkar. Núna er allt farið að birta og sólin er lengur á lofti og ég er strax farin að hlakka til í október. Það hefur eitthvað komið fyrir mig í fyrra lífi.. ég hlýt að hafa dáið í eyðimörk... sólin hefur drepið mig...hahahahaha

2:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gott að fá góðar fréttir, og um að gera að lifa lífinu og ferðast ef maður hefur tök á og endilega fáðu þá flugu í hausinn að taka mig með í eina fer ;)

11:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home