dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, maí 13, 2007

Loftkastalarnir í höfði mér...

Þvílikur dýrðardagur sem upp er runninn...eftir rússíbana næturinnar skín sólin glatt á kjósendur þessa lands og ekki orð um það meir. Serbar munu hafa fangað augnablikið og ruðst út á götur og torg með fána og læti til að fagna söngvakeppniskosningasigrinum. Svakalega hefur það verið skemmitlegt fyrir þá.
Loftkastalar mínir hafa sjaldan risið jafn hátt og undanfarnar vikur. Hef fengið tilboð um að setjast á skólabekk í landi Englanna...að því tilskyldu að ég nái svo sem eins og einu Toefl prófi...Ekkert of bjartsýn með það en bjartsýn með flest annað í tengslum við umrætt tilboð. Tilboðið er út af fyrir sig mikið gleðiefni fyrir mig þrátt fyrir þær flökkuhömlur sem ég neyðist til að setja sjálfri mér á næstu mánuðum...það er til dæmis útrætt mál með Ameríku ferðina en í staðinn kemur þá bara Þjóðhátíð (með föður mínum, Möttu og London strákunum) og svo má líta á umrædda mögulega námsdvöl sem eitt rosalega langt ferðalag...hehe...En nánari fréttir og smáatriði mega bíða betri tíma eða þangað til ég hef þreytt blessað enskuprófið....Vinsamlega óskið mér góðs gengis næstkomandi föstudag....mér mun víst ekki veita af því!
Hvað er svo að frétta síðan síðast? Það er nokkuð langt síðan þá býst ég við. Ég sveik að sjálsögðu ekki Lundana, hina nýfengnu vini mína...dreif mig þangað eftir svæsið stúlknaboð hjá Sætu Jómfrúnni í Hressahrauninu...Hitti fyrir skemmitlegan Svisslending sem bæði var frambærilegur samræðufélagi og bjó yfir ótrúlega fjölbreyttum hæfileikum, vitsmunum, menntun og ætterni...ég er ekki ennþá búin að ná því öllu saman en það kemur. ;-)
Svo missti ég alveg óvart af tónleikum Lúðrasveita Vestmannaeyja þann 5.mai sl. Svo skilst mér að ég hafi reyndar misst af fleiru en skemmtilegum tónleikum...hehe...hefði nú endurskoðað afstöðu mína til fjarverunnar hefði ég vitað betur....
Jæja, kæru vinir, ég kveð ykkur að sinni og óska ykkur alls hins besta! Lifið heil!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég óska þér góðs gengis næsta föstudag, en samt langar mig ekkert að þú farir frá mér í svona langan tíma, en lít á björtu hliðarnar því þetta er tækifæri sem býðst ekki öllum og vona að þetta gangi allt upp og þú sjáir ný mið og strauma í námi og ekki má sleppa karlpeningnum hummmm

9:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg er ég sammála henni Stefaníu, vil ekki að þú farir en finnst samt frábært hjá þér að þú ætlir að fara. Hef ekki neinar áhyggjur af þessu prófi.. þú rúllar því upp. Sendi þér góða strauma á föstudaginn ;o)

10:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fyrir hönd Piparkornafélagsins þá vil ég óska þér alls hins besta í prófinu og með von um að þú klárir það með glæsibrag og setjist á skólabekk á Englandi í haust. Hvað ætlarðu annars að hafa í matinn þegar við komum?

1:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home