Sílikon og grátur
Ég fór í andlitsbað í gær. Hér er áhugaverð athugasemd sonar míns (ég vona að þetta særi ekki blygðunarkennd lesenda...hehe):
Hann faðmar mig fast og skoðar andlit mitt gaumgæfilega. Spyr mig svo hvar ég hafi verið. Ég segi honum að ég hafi farið í andlitssnyrtingu. Ókei, ég skil, mikið ertu sæt! Hikar svo andartak og kreistir á mér brjóstin. Spyr svo mjög sakleysislega: léstu setja sílikon hérna í leiðinni?
Mér tókst að fá þrjá fyrstubekkinga til að bresta í grát í morgun! Ég get svo svarið að það var alveg óviljandi!
Hann faðmar mig fast og skoðar andlit mitt gaumgæfilega. Spyr mig svo hvar ég hafi verið. Ég segi honum að ég hafi farið í andlitssnyrtingu. Ókei, ég skil, mikið ertu sæt! Hikar svo andartak og kreistir á mér brjóstin. Spyr svo mjög sakleysislega: léstu setja sílikon hérna í leiðinni?
Mér tókst að fá þrjá fyrstubekkinga til að bresta í grát í morgun! Ég get svo svarið að það var alveg óviljandi!
1 Comments:
Hvernig í ósköpunum fara andlitsbað og sílikon saman? heheheh gaman að þessu.
Og hvernig í ósköpunum færðu littlu börnin til þess að gráta? Þú með þetta ljómandi fallega andlit og góða skap! Kannski eftir andlitsbaðið hefuru bara verið svona mikil skessa ;)
nei nei, það er ekki hægt, þá þarf sílikonið að fara á aðra staði en brjóstin!!!
Kveðja!
Sóley
Skrifa ummæli
<< Home