dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, september 06, 2007

Indian Warwick

Jæja, þá erum við búin að vera í eina viku í Warwick. Þetta hefur verið fínt eins og áður sagði en við erum eiginlega farin að þrá að hitta annað fólk. Höfum ekki kynnst neinum hér ennþá en það er vonandi ekki alveg að marka það ennþá. Ég vona samt að þetta verði ekki þannig að við höfum verið „sent off to Coventry“ sem þýðir basically að maður er hunsaður af öðrum...frasi sem tengist eitthvað sögunni af Lady Godiva....7,9,13...
Anyways, þeir eru ekkert að stressa sig yfir að drengurinn byrji í skólanum en við hinir óþolinmóðu Íslendingar pöntuðum sjálf tíma til að skoða skólann sem hann fer væntanlega í. Þar var tekið vel á móti okkur og líst okkur bara vel á aðstæður. Fyndið að skólastjórinn hafði farið til Íslands og svo var einn kennarinn að lenda úr fríi á Íslandi. Sú sem sýndi okkur skólann plataði mig til að heilsa honum á íslensku. Hann kunni tvær setningar, hvar er klósettið og komdu sæll eða eitthvað....rosalega var hann ánægður...hehe
En þar sem við eigum ekki von á að neitt gerist í skólamálunum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag þá ætlum við að bregða okkur með rútunni til London á morgun og heimsækja John & JaneLewis. Við munum gist eina nótt hjá þeim . Það er okku mikið tilhlökkunarefni að eins og ég sagði áðan hitta annað fólk. Við erum orðin pínulítið lónli...
En við erum komin á hjól...svaka fín...við hjóluðum heim úr búðinni í gær og svo í skólann í morgun...það var svo heitt og mikil sól að ég var alveg búin eftir þetta. Soldið langt síðan maður hefur hjólað...er alveg að fíla það að vera á hjóli. Það mætti samt alveg vera þægilegra að komast yfir göturnar...þessi hringtorg eru viðbjóður og svo koma allir úr vitlausri átt. Maður getur nú alveg stressast yfir minna. Þetta jafnast náttúrulega ekkert á við dönsku hjólamenninguna en þeir eru að reyna og þetta gengur alveg upp.
Í kvöld útbjó ég æðislegt karrígrasker fyrir okkur. Ég ákvað að skrifa innihaldið og aðferðina niður og deila með lesendum mínum...þó þetta sé stolið og stílfært frá Sóley vinkonu minni. Bara að muna að það er þrennt sem gerir indverskan mat fullkominn, hvítlaukur, engiferrót og chilli...allt annað má vera eftir hendinni...svo er þetta mega hollt og frábærlega gott...meira að segja sonurinn var ánægður með þetta. Þetta var nokkurn veginn tekið til í ísskápnum þannig ég hugsa að það sé hægt að skipta út eftir því sem maður á þar...

Jæja, ég læta heyra frá mér eftir London ferðina...Bestu kveðjur heim!

PS. Ekki vera feimin að skrifa mér tölvupóst eða kommenta...það er ótrúlegt hvað maður gleðst við í hjarta sínu þegar maður heyrir í fólki þegar maður er svona langt í burtu....sama gamla sagan...alltaf kann maður betur að meta það sem maður hefur heima hjá sér þegar maður er komin eitthvert í burtu...sem er gott...!


Indian Warwick
1 lítið Red Kambocha grasker (má alveg nota sætar kartöflur í staðinn eða butternut squash...eða kartöflur hugsa ég meira að segja...svona ef það skyldi vera ves að nálgast grasker á Íslandi....sem það getur verið....því miður)

1 lime
2 hvítlauksrif
2-3 cm engiferrót
Fersk steinselja (nokkur blöð)
½ grænn chilli pipar
1 rauð paprika
1 rauðlaukur
2 litlir vorlaukar
1 dós tómatar í teningum ₊ ½ dós vatn

Turmeric
Tikka karrí
Hot paprika
Pipar
Worchestershire sósa
Grænmetiskraftur
ólívuolía
graskerið skorið í teninga (flysjað og fræhreinsað áður náttúrulega)
teningarnir settir í poka, 2 msk tikka karrí og smá sletta af olíu, hrist saman og sett í eldfast mót, grillað á mesta hita í 30-40 mín.
Á meðan graskerið er að bakast er grænmetið hreinsað og skorið, steinseljan söxuð, engiferrótin og hvítlaukurinn rifinn, sett í skál og lime-ið kreist yfir. Olía, turmerik , pipar og hot paprika yfir og sett í pott við góðan hita. Látið malla í smástund.
Tómötunum og vatninu hellt yfir og hitinn minnkaður. Kryddað til eftir smekk. Grænmetiskraftur og worchestershire sósa gera alveg gæfumuninn.
Þegar graskerið er bakað er því slengt út í pottinn og suðan látin koma upp.
Borið fram með salati (við notuðum bara grænt kál, rucola og eitthvað sem ég veit ekki hvað kallast...), hrísgrjónum og naan brauði. Ískalt hvítvín eða KingFisher bjór hefði ekki skemmt þetta!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja hjólreiðafólkið mikla :)
Ég er alveg viss um að þið séuð strax orðin ,,blekkt á máli,, því mér finnst einsog þið hafið farið fyrir ári síðan því ég sakna svo mikið að heyra í þér í síma á kvöldin og fá góð ráð mín kæra :)og spjalla um daginn og veginn
Góða skemmtun í London og vonandi fer einhver að fá vit í kollinn þarna sem þið búið og fari að kynnast ykkur.
p.s ENGAN hvítlauk þegar ég kem takk takk

11:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki taka mark á Stefaníu, hún kann ekki að meta góðan hvítlauk! Það er gaman að heyra að ykkur gengur vel og vonandi fer eitthvað að glæðast fljótlega í félagslífinu. Góða skemmtun í London (my kind of town) um helgina...

p.s. Mamma þín er voða voða góð við mig þessa fyrstu daga at the office....

8:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home