dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, september 04, 2007

Warwick Campus

Jæja! Þá erum við mætt á Warwick campus í Coventry í Landi englanna. Ferðin hingað út gekk mjög vel þrátt fyrir að við hefðum aðeins náð tveggja tíma svefni...skil ekki alveg hvað við vorum að spá. En hey...maður vann það nú bara upp seinna. Við fórum beint með Túbunni frá Heathrow á London Bridge með einu stoppi....sem var frekar sársaukalítið þar sem Green Park stöðin hefur luckily enough lyftu til að fara í the Jubilee line sem fer einmitt á London Bridge þar sem Helgi tók á móti okkur. Við gistum heima hjá honum tvær nætur...betra en besta hótel...bæði aðstaða og þjónusta...hehe...alla vega sjö stjörnur...væsti ekki um okkur...Eftir stutta hvíld skelltum við okkur í London Dungeon sem er í göngufæri frá heimilinu. Það var nú meiri afplánunin...fyrir mig að minnsta kosti. Klukkutími í biðröð...svo ofan í jörðina í kös í gegnum einhvern óhugnað byggðan á sögulegum staðreyndum. Súrefni af skornum skammti jók svo á unaðinn af klostrófóbíunni. En ég er rosalega glöð svona eftir á að hafa farið...þetta virkaði spennandi og var það í sjálfu sér. Kannski bara ekki alveg það rétta þegar maður hefur ferðast milli landa í nokkra klukkutíma og bara sofið í tvo tíma nóttina áður.
Á miðvikudag fórum við mæðginin í skoðunartúr um bakka Thames árinnar og enduðum á síðbúnum hádegisverði á Café Rouge sem er á móti St. Pauls Cathedral... Ungi herramaðurinn minn var hrikalega sáttur eitthvað.
Um kvöldið gerðist Doktor Helgi barnapía fyrir mig svo ég kæmist á deit með Matt. Hehehe...við hittumst í Hammersmith og fengum okkur Suður Indverskan kvöldmat...mjög síðbúinn eins og hádegismaturinn. Það var mjög skemmtilegt að spjall við Matthías og gaf hann mér að sjálfsögðu nokkur vel valin sparnaðarráð....sem ég hef náttúrulega þegar haft tækifæri til að fylgja...t.a.m. með því að versla í Primark...sem er víst frekar sveitó eftirlíking af Marks og Spencer....en hey maður er fátækur námsmaður og það svo sem ekkert verra stöff þar...bara kostar minna...sem er gott!! Heheh...
Jæja, dýrðardvölin í London stóð stutt yfir og drifum við okkur til Coventry á fimmtudeginum eins og ráðgert hafði verið. Enn á ný vildi ég vera nískupúki og taka rútu í staðinn fyrir lest...það kostaði smá hlaup og ves og var ekki alveg eins ódýrt og það hefði getað verið ef við hefðum pantað á netinu...en hey...við komumst að leiðarenda og kláruðum lyftingar og hlaup fyrir daginn....það er ekkert grín að ferðast með fjörutíu kíló af farangri, tvo níðþunga bakpoka og hafa áhyggjur af barni líka. En sá stutti stóð sig ótrúlega vel enda orðinn nokkuð sigldur eftir páskafríið í London og Hastings þar sem við æfðum okkur að bera sama magn ( heldur léttara þó) af farangri upp og niður tröppur á neðanjarðarlestarstöðvum...sem var kvöl og pína to be honest.
Campusinn er með eindæmum glæsilegur...mun fínni en ég átti von á. Okkur finnst við eiginlega bara vera á hóteli ...svona fyrir utan gólfteppið fagra...sem ég mun sennilega prísa mig sæla með í vetur. Þegar það fer að kólna. Hér er allt til alls og stutt að ganga allt hérna innan svæðis. Við fórum svo með leigó í hjólabúð í þar næsta hverfi í gær og fundum hjól en þurfum að bíða til morguns eða fimmtudags eftir að fá þau í hendurnar. Planið var að hjóla til baka en þar sem það var augljóslega ekki hægt þá ákváðum við að labba heim. Ég tímdi engan veginn að splæsa í annan cab. Gangan tók eina og hálfa klukkustund og var ég svo heppin að fljúga á hausinn þegar ég rýndi sem mest í kortið...rak fótinn í ójafna gangstéttarhellu...eða einhvern annan fjárans ójöfnuð...sem kennir manni að vera ekki að reyna að gera tvennt í einu. Slapp með sár á hné og rispur í lófanum. Sem er gott! Mér til yndisauka varð náttúrulega fullt af fólki vitni að þessari skemmtilegu hrösun minni. Missti alveg kúlið í smá stund en það kom aftur fljótlega.

Við stoppuðum á hrikalega local pöbb til að fá okkur drykk í sólinni og greinilegt að barstúlkan kannaðist ekkert við okkur því að hún fór að spyrja hvort við værum í heimsókn...ferlega skemmtilegt...greinilega mest fastakúnnar þarna og líklega óvenjulegt að útlendingar dúkki þarna upp...frekar svona fátækt hverfi...ekkert fínt eða neitt.

Fyrir utan hjólafjárfestinguna þá erum við líka búin að fjárfesta í sjónvarpi þar sem ég sá fram á ansi löng vetrarkvöld án þess að geta horft alla vega á bbc. Þannig að...við fórum í Tesco og fjárfestum í sjónvarpi af óþekktri tegund. Virkar fínt enn sem komið er alla vega.

Af skólamálum drengsins er það að frétta að það á að senda manneskju til okkar í vikunni til að ræða málin. Hlakka til að sjá hvernig það kemur út. En þeir eru nú frekar rólegir Tjallarnir yfir flestum hlutum. Gefa sér góðan tíma í pappírsvinnu og svona ....hrikalega nákvæmir en það er svo sem ágætt.

Jæja, ætli maður fari ekki að horfa á fína sjónvarpið okkar svona áður en maður skellir sér í háttinn. Verð að bæta einu við...ég veit ekki hvað það er en ég sef einstaklega vel hérna. Þægileg rúm og sængur og svo ægileg myrkvunartjöld fyrir gluggunum. Alveg að virka.

Ég fer svo að henda inn myndum við tækifæri. Við höfum af einhverjum ástæðum ekki verið neitt sérlega dugleg. Ég er líka með Facebook og ef það eru einhverjir sem lesa þetta og hafa ekki fengið frá mér boð um að skrá sig, endilega látið vita af ykkur í kommentakerfinu. Ég verð með myndir þar og svona....skemmtilegt samfélag líka...

Laters!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh hvað er gaman að heyra að allt gangi svona ljómandi! Og bara að heyra í þér yfir höfuð!!!
Verð endilega að bjalla í þig við tækifæri, en þangað til bið ég bara ofsalega vel að heilsa og góða skemmtun!!!
Love you,
Sóley

10:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að allt gekk vel að lokum hjá ykkur. en Primark er bara ágætis verslunarkeðja og hef ég keypt þar sjálf handa krökkunum og bara bestu vörur hingað til.
Gott að ykkur líður vel í útlöndum :) og engar andvökunætur
Vertu svo dugleg að blogga svo maður getur nú fylgst með ykkur námsmönnunum

8:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home