Fyrsti skóladagur VK
Fyrsti skóladagurinn runninn upp!
Við fórum frekar snemma í háttinn en ég held að svefn hafi ekki verið festur fyrr en um hálftvöleitið í nótt...en hvað með það? Við erum búin að vera í svo miklu dekri undanfarið að við höfum getað haft þetta eins okkur hefur sýnst. Þangað til í morgun. Allt tiltækt vekjaradæmi var dregið fram. Símarnir okkar og þrjár vekjaraklukkur. Allt stillt á fimm mínútna millibil í kortér eða svo...hehe...átti sko ekki að sofa yfir sig. Enda ekki ástæða til. Klukkan 5.29 vaknaði ég við eitt lítið píp...hehe...síminn hans VK rafmagnslítill...ég var nú frekar fegin að geta lúrt í 1 og hálfan klukkutíma í viðbót en þetta var frekar fyndið...ein búin að stilla allt tiltækt vekjaralið og hrekkur svo upp við eitt vesælt píp.
En nóg um það. Á fætur var farið við fyrsta hanagal eða réttara sagt fyrstu hringingu....og anda og gæsakvak...það eru endur og gæsir við vatnið í garðinum og eitt stykki önd og eitt stykki gæs stóðu fyrir utan stofugluggann þegar við komum fram....Þórarinn frændi....ég veit að þig dauðlangar að koma í heimsókn þegar þú lest þetta en ég er alveg viss um að það er stranglega bannað að veiða fiðurfénaðinn...hehe...en þú ert samt velkominn í heimsókn...
Á slaginu átta var stúfur kominn í skólabúninginn sinn og við tilbúin að hjóla af stað í skólann...og ég get svo svarið það að þessir Bretar hafa alveg gleymt því að fólk ferðast öðruvísi um en í bílum....helv....hringtorg...non stop...ekki gönguljós, varla gangbrautir....maður er á taugum að komast yfir götuna og við þurfum að komast framhjá þremur hringtorgum sem eru brjálæðislega bissí. Og svo er eiginlega ætlast til þess að maður hjóli á götunni. En maður þorir því varla með krakka...en ég fór götuna til baka og það gekk nú ágætlega....smá stress samt...
Aftur að aðalatriðinu...sumir voru örlítið stressaðir þrátt fyrir tilhlökkun að byrja í skólanum...about time skulum við segja...en það var vel tekið á móti honum og ég rekin heim og sagt að njóta dagsins og sækja hann svo kl 15.10. Ó mæ god hvað það var eitthvað erfitt en ég treysti honum alveg og það er góður andi þarna og krakkarnir virðast indælir. Ég hlakka til að hitta hann á eftir og heyra hvernig dagurinn hefur verið....
Þar til síðar!
Við fórum frekar snemma í háttinn en ég held að svefn hafi ekki verið festur fyrr en um hálftvöleitið í nótt...en hvað með það? Við erum búin að vera í svo miklu dekri undanfarið að við höfum getað haft þetta eins okkur hefur sýnst. Þangað til í morgun. Allt tiltækt vekjaradæmi var dregið fram. Símarnir okkar og þrjár vekjaraklukkur. Allt stillt á fimm mínútna millibil í kortér eða svo...hehe...átti sko ekki að sofa yfir sig. Enda ekki ástæða til. Klukkan 5.29 vaknaði ég við eitt lítið píp...hehe...síminn hans VK rafmagnslítill...ég var nú frekar fegin að geta lúrt í 1 og hálfan klukkutíma í viðbót en þetta var frekar fyndið...ein búin að stilla allt tiltækt vekjaralið og hrekkur svo upp við eitt vesælt píp.
En nóg um það. Á fætur var farið við fyrsta hanagal eða réttara sagt fyrstu hringingu....og anda og gæsakvak...það eru endur og gæsir við vatnið í garðinum og eitt stykki önd og eitt stykki gæs stóðu fyrir utan stofugluggann þegar við komum fram....Þórarinn frændi....ég veit að þig dauðlangar að koma í heimsókn þegar þú lest þetta en ég er alveg viss um að það er stranglega bannað að veiða fiðurfénaðinn...hehe...en þú ert samt velkominn í heimsókn...
Á slaginu átta var stúfur kominn í skólabúninginn sinn og við tilbúin að hjóla af stað í skólann...og ég get svo svarið það að þessir Bretar hafa alveg gleymt því að fólk ferðast öðruvísi um en í bílum....helv....hringtorg...non stop...ekki gönguljós, varla gangbrautir....maður er á taugum að komast yfir götuna og við þurfum að komast framhjá þremur hringtorgum sem eru brjálæðislega bissí. Og svo er eiginlega ætlast til þess að maður hjóli á götunni. En maður þorir því varla með krakka...en ég fór götuna til baka og það gekk nú ágætlega....smá stress samt...
Aftur að aðalatriðinu...sumir voru örlítið stressaðir þrátt fyrir tilhlökkun að byrja í skólanum...about time skulum við segja...en það var vel tekið á móti honum og ég rekin heim og sagt að njóta dagsins og sækja hann svo kl 15.10. Ó mæ god hvað það var eitthvað erfitt en ég treysti honum alveg og það er góður andi þarna og krakkarnir virðast indælir. Ég hlakka til að hitta hann á eftir og heyra hvernig dagurinn hefur verið....
Þar til síðar!
1 Comments:
Jæja gott að þið mættuð á réttum tíma svona fyrsta skóladaginn og ég er viss um að VK hafi reddað sér hann er svo klár strákurinn.
En þetta með hringtorgin skil ég þig mjög vel úfff ég yrði sko hræddust allra
Skrifa ummæli
<< Home