dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, september 22, 2007

Accidental killing...Did I really get what I wanted?

Blessuð sé minning litlu bjöllunnar sem frökenin í hræðslukasti sínu (og móðursýki vegna gruns um að viðkomandi tegund væri KAKKALAKKI!), fangaði með vínglasi og lét hana kafna þar hægum dauðdaga...Inni á KLÓSETTI!!!...er hægt að hafa það minna graceful?? Heimilið er í upplausn. Sonurinn ásakar móður sína um að 'hafa loksins fengið það sem hún vildi'..."Hún er DAUÐ MAMMA og það er ÞÉR að kenna"!
Ég reyndi hvað ég gat að telja honum trú um að hún væri kannski bara í dái...hún hafði einhvern veginn lagst á bakið og spennt greipar...sennilega í hinztu bæn til almættisins um miskunn...En því miður þá fór heimilisfólkið bara til Lundúna að skemmta sér og skildi aumingjans God´s creature eftir til að KAFNA!!...
Anyways, það er búið að flytja líkið út í garð þar sem súrefnið kannski lífgar hana við...Við skulum alla vega segja það í bili!!!

Annars er þetta bara rólegur laugardagur hjá okkur. Sonur að spila á píanóið og undirrituð að reyna að koma sér inn í tilvonandi námsefni...með smá hléum...hehe...

Held ég sé aðeins 'undir veðrinu' eins og og sumir myndu kalla það...smá kuldi...

þangað til næst!

PS. Ég óska Piparkornunum mínum elskulegu góðrar skemmtunar í kvöld. Væri alveg til í að vera með ykkur elskurnar...snuff, snuff...En þið sjáið um þetta. Takið bara myndir og sendið mér...svona til að nudda salti í sárin...hehe..

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hum. Hefurðu ekki lesið Kafka? Ertu viss um að þetta var ekta bjalla en ekki maður í hamskiptum? Þetta gæti þróast út í hið áhugaverðasta morðmál. Maður myrtur á klósetti íslenskrar einstæðrar móður í námsleit. Ég skil vel að drengurinn sé reiður!

8:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home