dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, september 25, 2007

Breskir skóladagar...

Jæja, þá er litli skóladrengurinn minn búinn með tvo daga í Westwood School. Smá stress í gær...hvíslaði að mér þegar ég sótti hann: vá hvað þetta VAR erfitt...en samt gaman...
Það var víst tekið voðalega vel á móti honum og tveir strákar búnir að taka hann að sér ef svo má að orði komast. Eru með honum í frímó og mat og sýna honum og hjálpa...
Dagurinn í dag var svo alveg frábær...hann sveif út. Vá hvað það var gaman. Eitthvað annað en sorgin sem maður sá stundum í augunum eftir skóladaginn heima...við vonum að það endist. Þeim finnst hann svakalega merkilegur...allir að spyrja og svona...og einverjar stelpur að fá að faðma hann....krúttlegt.
Þetta þannig byggt upp að þau mega koma í skólann klukkan átta ef þau vilja og geta fengið sér morgunmat ef þau vilja...kennsla hefst svo ekki fyrr en 8.45...eða þá er nafnakall..til níu....bjalla sem hringir 8.40 og þá eiga allir að fara og svara kalli....
Þá taka við tvær 50 mín kennslustundir....frímútur...þau þurfa ekki að fara út frekar en þau vilja og geta valið um ýmsa klúbba í frímúnutum, mat og eftir skóla. Eftir frímó eru aðrar tvær 50 mín kennslustundir...matur í 45 mín og svo aftur tvær 50 mín kennslustundir.
Skólinn er með titilinn technology school og því mikið lagt upp úr raungreinum...tækni, vísindi og stærðfræði...svo er enska og franska, leiklist, dans, listir og tónlist...saga og jarðfræði, trúarbrögð og leikfimi.... svo virðist sem mikið sé lagt upp úr verklegum tilraunum...strax búinn að gera tvær tilraunir í vísindum...svaka spennó....en fannst rosa erfitt í frönsku...skildi bara ekki neitt...hehe...ekki furða...
Mig langar að nefna hér, þar sem ég er nú kennari og alltaf er verið að díla við eineltismál heima sem annars staðar. Þeir eru með hnitmiðað prógram þarna...og finnst mér mjög jákvætt að krakkarnir geti valið hvort þeir fari út í frímó...mjög uppbyggilegt að geta sinnt áhugamálum sínum og kynnst öðrum krökkum í staðinn fyrir að hírast úti í rigningunni þegar maður er kannski lélegur í fótbolta og allir bekkjarfélagarnir fíla boltann...þá er bara hægt að fara inn á bókasafn og spila skák, fara í borðtennis, kór eða hljómsveit...og engin skuldbinding...svo annað...það er bannað að fara í sturtu eftir leikfimi...hvað ætli það séu mörg börn sem taka út fyrir að afklæðast fyrir framan hina krakkana og baða sig með þeim? Ok, hreinlæti segir einhver...en er ekki hægt að treysta flestum foreldrum til að sjá til þess að börnin þeirra séu hrein? Ég veit svo sem ekki hvort að þessi atriði séu almenn hér...sennilega en mér finnst þetta persónulega skipta máli og einfalda ýmsa hluti..fjarlægja aðstæður sem eru kjörnar fyrir einelti...ég veit að það fer svo sem aldrei alveg en einmitt þetta að fjarlægja þetta krítíska...getur hjálpað alla vega sumum....
En að léttari nótum....ég fór í orientation dæmið í morgun...ó mæ god hvað mér fannst ég gömul eitthvað...ekkert nema krakkar með gelgjulæti...þetta er samt örugglega gaman....en ég get því miður ekki farið á margt af þessu vegna þess að flest er á kvöldin og ekki getur maður farið að skilja lillann einan eftir heima...spurning að dobla finnska fólkið til að redda okkur á fimmtudag og föstudag...svona svo maður sé ekki að borga 90 pund fyrir þrjár samlokur...hehe...þarf ekki að nota herbergið sem fylgir og get ekki farið í neinar ferðir...en það er nú eitthvað þarna...kemur í ljós.
Fór á heilsugæsluna...mjög heilbrigð segja þeir....sem er gott...og voða stress í sambandi við bólusetningar....en það reddast allt saman... ægilega hresst og þægilegt fólkið þarna...sem og alls staðar reyndar...allir vilja hjálpa manni....minnir mig á þegar við löbbuðum frá hjólabúðinni þegar við fengum ekki hjólin okkar....ætluðum að taka strætó...stóðum í strætóskýli...þá kom eldri maður og sagði okkur að vagninn kæmi ekki þarna vegna framkvæmda þarna....will you be allright lúf...oh þetta er svo krúttilegt...you allright lúf...minnir mig á Brynhildi Guðjóns í Stelpunum...þegar hún var breska eiginkonan í fríi á Íslandi...oh, shut your face vinnie...brjálast alveg ...þegar ég heyri í sumum hérna...alveg eins framburður held ég...nema þeir segja ekki svona ljótt við mann hérna...
jæja þetta er orðið fínt í skýrslutöku að sinni...ég vona að Amma og Afi í Blokkinni skemmti sér vel fyrir austan...Fanney mín vertu dugleg að setja þau inn í tölvunotkun...væri gaman að fá komment...
Ég er öll að koma til í hjólreiðunum...búin að hjóla hér um allt í dag...er orðin mun öruggari með mig í umferðinni...en þeir eru samt ferlega leiðinlegir að hafa ekki nein gönguljós..hehe...nú er nóg komið af röfli...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt fyrir lesturinn. Gott að allt gengur vel :)

11:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skólapilturinn tekur sig auðvitað vel út eins og hann á kyn til og engin furða að bresku stelpurnar vilji faðma hann...gott að heyra að allt gengur vel og ég má bara til að hrósa ykkur fyrir áræðnina að drífa ykkur af stað og takast á við nýtt líf í nýju landi...þið eigið eflaust eftir að búa lengi að þessum minningum og ég eiginlega hálf öfunda ykkur af framtakinu....reyni að kíkja hér inn öðru hverju til að fá fréttir en verð að vara við því ég er afspyrnulatur að commenta....

Gangi ykkur allt í haginn elskurnar

kveðja af Smáragötu 18

6:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home