dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, júní 22, 2008

Frakklandsfarinn kominn heim og akstur í stórborginni...

Pilturinn ungi fór til Frakklands og til baka á föstudaginn. Kom heim í heilu lagi en alveg laus við bakpokann sinn og 20 evrur glataðar. Afdrif hvoru tveggja óþekkt. En við lítum á björtu hliðarnar og menntunargildið í þessum hrakningum. Hann kom óskemmtur heim og mun væntanlega (eða vonandi) hafa augun hjá sér næst þegar hann ferðast.

Ég viðurkenni alveg að mér var ekki sérlega rótt þann daginn en dreif gamla settið með mér til Oxford. Sem var fínt! Fengum okkur að borða á Jamie´s Italy. Veitingahús með myndum af Jamie Óliver upp um alla veggi. Bara fínt.
Í gær ókum við svo af stað út á Heathrow flugvöll að skila ömmu og afa í flug. Biðum með þeim þar til að hliðið var komið á hreint og keyrðum svo til Stærðfræðingsins í Suður London. Það gekk upp eftir smá útúrdúr og akstur í öfuga átt...enduðum uppi í sveit en náðum þá loksins að snúa við og eftir það gekk þetta allt eins og í sögu. Í dag skutluðum við Stærðfræðingnum svo til Greenwich. Fengum okkur sjálf göngutúr og spænskan hádegisverð. Ókum svo sem leið lá í gegnum London og aftur heim til Coventry. Gekk allt svo vel, þurfti ekki að snúa við einu sinni...ferlega stolt af því...

Á fimmtudaginn var Andrés skólafélagi minn með smá námskeið fyrir okkur í leikstjórn og coreography/danshönnun? Það var skuggalega skemmtilegt og minn kæri skólabróðir tók náttúrulega það allra pínlegasta upp á filmu og skellti í Smettiskinnuna. Gvuð minn góður hvað maður er glataður svona utan frá...en þetta var rosalega skemmtilegt og fróðlegt. hehe...En það þýðir ekkert að fárast yfir því. Ég var rækilega minnt á skort minn á taktvísi og pínlegum erfiðleikum við að muna spor í ákveðinni röð...jesús minn...Þetta var eins og í Hressó forðum

Vikan framundan á að fara í alvarlega ritgerðavinnu. Á miðvikudaginn er síðasti fyrirlesturinn og kveðjusamsæti strax á eftir. Fólk ætlar að vera með einhverjar menningar-uppákomur hver frá sínu landi. Spurning hvort að maður eigi að dansa skottís. Eða segja álfasögur...Í versta falli mæti ég með brennivín og harðfisk og læt liðið drekka fram á nótt...það er nú soldið íslenskt er það ekki??? hehe...

Næstkomandi laugardag er okkur boðið í brúðkaup hjá Antoni og Kleópötru...eða næstum því...hehe...Mikið tilstand og skemmtilegt að geta bætt ensku brúðkaupi við á brúðkaups-ferðalistann...hehe..

Best að láta þetta moð duga í bili...lifið heil!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home