dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

uppfærsla

Jæja, þá er streitan í hámarki og þá er víst við hæfi að blogga. Er það ekki lögmálið annars, þegar maður á að vera að skrifa eitthvað svakalega gáfulegt þá er svo margt sem glepur mann. En nóg um það, nú er planið að reyna að vera í landi englanna fram að jólum. Það veltur reynar á því hvort maður nái að útvega íbúð í svo stuttan tíma. En það hlýtur að bjargast einhvern veginn!

Sú staðreynd að barnið mitt er á Íslandi en ég í Englandi er nokkuð erfið að lifa með. Gvuð minn góður hvað það er tómlegt hérna án hans. En hann skemmtir sér víst vel í íslensku sumri eins og lög gera ráð fyrir!

Ferðin til Hollands var hreint ágæt fyrir utan hitabeltisloftslagið. Ég er bara ekki útsett fyrir slíkt. En ég dáist að Hollendingum, þeir eru líklega með kurteisara fólki. Og svo eru þeir líka flinkir að útbúa hjólastíga. Það líkar mér sérlega vel eftir svaðilfarir mínar á hjóli í enskri umferð. Ekki samanlíkjanlegt!

Einn af hápunktum ferðalagsins var ferjuferð frá Englandi til Hollands. Megafín ferja og auðvitað þurfti maður að taka þetta aðeins út...bara af því að Herjólfur er manni í blóð borinn eða svo að segja...hehe...

Eftir að við komum til Englands var ég aðeins í London þar sem minn heittelskaði hafði skipulagt stærðfræðingaráðstefnu. Hafði það af að hlusta á tvo fyrirlestra og geri aðrir betur. Hafði nokkuð gaman af því en þetta var samt svona eins og að skoða eitthvað í gegnum sandblásið gler. Þú sérð móta fyrir einhverju þarna á bak við en ert ekki alveg viss um hvernig það lítur út nákvæmlega. Hápunkturinn var samt þegar við fórum út að borða með ráðstefnunni. Rosalegar gáfur í loftinu eitthvað. hehe...

Jæja, ég ætla að halda áfram að að skrifa! Lifið heil!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home