dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Hver er bestur?

Má til með að monta mig. Var að koma af Awards Evening í skólanum hjá VK. Litli Víkingurinn tilnefndur til fjögurra verðlauna fyrir framúrskarandi árangur og hreppti ein. Fékk þar að auki sérstaka viðurkenningu fyrir framlag til samfélagsins. Vá þetta var bara næstum eins og Óskarinn...örugglega betra bara...hehe...The nominees are:...and the winner is....taraddadamm... Bara skondið.

En rosalega er ég stolt af unga manninum sem eldist alltof hratt. Enn og aftur sannast það sem við vitum nú öll vel á Íslandi. Íslendingar!...Bestir í heimi!!!

PS..Það var hringt úr skólanum í dag...og spurt um mississ Sigurdsson....ég sagði bara já það er ég....nennti ómögulega að útskýra íslensku föðurnafnahefðina...Skondið.

Já og eitt enn...Löghemilið mitt hefur breyst og er núna eftirfarandi:

Asgerdur Johannesdottir
Warwick University Library
Library Road
Coventry
UK

Bleh...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ frænka og frændi .. innilega til hamingju með strákinn skarpur eins og mamma sín:).. verst að þið komið ekki á ættarmótið.. við skálum fyrir ykkur ég lofa því:)

Kveðjur úr eyjum Huginn. Helgi jr og Emilía

12:00 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Takk Huginn minn!

Ja, segdu!! Sa stutti er frekar svekktur ad komast ekki! En vid verdum med ykkur i anda og thid verdid ad vera fljot ad setja inn myndir a Reynosiduna!
Goda skemmtun!

12:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann er snilli þessi peyi eins og hann á kyn til hehehehe.....
Þín var sárt saknað af ættarmótinu, þetta var æðislega gaman þrátt fyrir rok og rigningu á laugardag.....þetta reddaðist allt og ég næ vonandi að henda inn myndum sem fyrst.
Kveðja frá Sigló City
Matta

4:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home