dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, ágúst 08, 2008

Jæja, enn einn dagurinn upp runninn. Sem betur fer en gvuð minn góður hvað tíminn flýgur áfram. Mér finnst alltaf eins og ég sé að missa af einhverju. Ég fór í te til nágrannakonu minnar í gærkvöldi. Hún var að ganga frá drasli því hún fer að flytja eins og ég fljótlega. Hjálpaði aðeins til og svei mér þá ef ég bjargaði henni bara ekki alveg...hehe...bara gaman! En má samt alveg fara að huga að niðurpökkun hjá sjálfri mér fljótlega. Er enn að fara á límingunum yfir því hvert ég á að flytja. Hef aldrei í lífinu fyrr séð fram á að eiga hvergi heima. Skrítið. En eins og sönnum íslendingi sæmir þá reyni ég að hugsa 'þetta reddast!'. Hlýtur að gera það einhvern veginn. En jæja það þýðir víst lítið að sitja bara og blogga og kvarta. Best að halda áfram að pikka í ritgerðina.

Bestu kveðjur frá Warwick, sem btw fékk viðurkenningu, það er að segja Warwick Institute of Education (sem ég tilheyri) á að vera í 4. sæti yfir topp háskólana hér í Bretlandi. Oxbridge og Exeter ná aðeins að vera á undan. Sem er bara nokkuð gott er það ekki? Slagurinn er orðinn ansi harður þarna á toppnum. Ég held að það séu sjötíu og eitthvað skólar sem bítast um þessar niðurröðun. Reyndar er deildin mín á toppnum, held að þeir metist eitthvað við Exeter en það skiptir engu, við erum með besta prógrammið...að mér skilst.

Jæja, bless í bili og lifið heil!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home