Kannist þið við lögmálið að þegar námsstreita tekur völd í lífinu þá verður mataræðið brjálæði? Eintómt stjórnleysi og óseðjandi sætindafíkn. Ég er allavega orðin háð kaffi og nammi og alls konar óhollustu sem aldrei fyrr. Er alveg komin með ógeð á sjálfri mér þannig að ég ákvað í gær að grafa upp poka af mung baunum sem ég er búin að eiga inni í skáp heillengi. Aðeins þykjast vera voða holl!! Lagði blessaðar baunirnar í bleyti og sauð þær svo í kvöld. Tók bara kortér að sjóða þær. Ekki svo mikið mál. Frekar fátæklegar byrgðir í grænmeti en til rauðlaukur og hvítlaukur, sem var smátt brytjað. Hitaði pönnuna með smá ólífuolíu, malaði kúmen, svartan pipar, kóriander- og sinnepsfræ. Skellti lauknum og kryddinu á pönnuna í eina mínútu. Baunirnar útí og ketjap manis sletta. Velt um augnablik og svo skellt á disk. Ótrúlega gott bara. Langar samt frekar í latte og súkkulaði eða einhvern álíka viðbjóð. En hingað og ekki lengra í dag allavega...te og epli kannski hver veit?
Bleh...þetta er vafalaust með andlausari færslum sem ég hef látið frá mér fara. Æ, þið verðið að fyrirgefa mér en ég er hálfpartinn að losna á límingunum.
Bleh...þetta er vafalaust með andlausari færslum sem ég hef látið frá mér fara. Æ, þið verðið að fyrirgefa mér en ég er hálfpartinn að losna á límingunum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home