dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, september 14, 2008

Flutt...

Tíminn flýgur á ólöglegum hraða. Við höfum núna sofið eina nótt í nýja húsinu okkar í Coventry. Þetta er raðhús...gamalt úrsmiðaverkstæði. Þrjár hæðir, þrjú svefnherbergi. Spurning hvort að við týnum nokkuð hvort öðru hérna. Höfum það á leigu alla vega fram að jólum. Eftir það sjáum við til hvað verður. Annars hefur síðastliðinn mánuður flogið áfram á ljóshraða. Ég skrapp í örferð til Íslands að sækja prinsinn og svo tók við undirbúningur fyrir flutning. Sem var mjög tilfinningaþrunginn í alla staði. Í íbúðinni okkar á Campus áttum við okkar allra erfiðustu tíma sem og þá mest spennandi. Við höfum eignast góða vini í kringum Warwick háskóla og ég tala nú ekki um breska aðalsmanninn sem kom inn í líf mitt eins og fullbúin útgáfa af draumum mínum. Sem er bara gott!

Næst á dagskrá er að klára lokaverkefnið...vonandi með sem minnstu þunglyndi en mestri vinnugleði. hmmm...

Annars er nú ekki annað að frétta. VK alsæll að vera byrjaður í skólanum aftur og æfir stíft á píanóið. Vildi að ég hefði þessa orku...og vinnusemi...

jæja, best að fara á fætur og gera eitthvað af viti.

Lifið heil...
PS. það er komið nýtt heimilsfang...og símanúmer...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert æði.. langar svo að heimsækja þig en ætli það verði nokkuð fyrr en Herjólfur fer að verða með áætlun til Bretlands :o/
kv. Matta flugfreyja

9:40 e.h.  
Blogger inga Heiddal said...

SÆL Ásgerður mín. Hef svo lengi ætlað að kíkja á síðuna þína og lét loks verða af því. Gaman að lífið leikur við þig og að allt gangi vel hjá þér. Gangi þér sem allra best og megi framtíðin brosa björt við þér. Bestu kveðjur. INGA

9:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home