Ameríski draumurinn?
“Heyðu mamma, hver er eiginlega ameríski draumurinn?” Spurði sonur minn mig á öðrum degi okkar í New York. Það er góð spurning hugsaði ég. Í mínum huga felst ameríski draumurinn í því að hver og einn eigi þess kost að ná eins langt og hans eigin takmörk leyfa. Ég tengi þetta markmið svolítið við markmiðið að vera hamingjusamur. Sælutilfinning sem kraumar lengst niðri í hjartarótum. Hamingja í velferðarsamfélagi. Okkur skortir ekkert og það eina sem við þurfum að gera er að nýta hæflieka okkar og þekkingu til hins ýtrasta. Ef hver og einn gerir það ætti veröldin að vera sannkallað sæluríki. Sem er göfugt markmið í sjálfu sér en hljómar þó ekki illa. Mig grunar nú samt að í mörgum tilfellum setjum við samasemmerki við slíkan ýturárangur, auðæfi og völd. Í flestum tilfellum færa auðæfi fóki vald sem er svo notað á einstaklingsbundinn hátt. Í sumum tilfellum ef ekki flestum á ógeðfelldan máta.
Snýst einstaklings- og auðvaldshyggja eingöngu um vald eða göngum við út frá því sem vísu að hamingjan sé fylgifiskur auðæfanna? Eru frelsi og hamingja jafnvel fólgin í veraldlegum auðæfum eða valdi yfir öðrum? Mig langar til að halda í þá trú að veraldleg gæði séu ekki kvarði á hamingju en óneitanlega hefur aðgangur að fjármunum heilmikið að segja við að skapa aðstæður þar sem við getum verið róleg um það hvernig við munum komast af og þá jafnvel einbeita okkur að því að njóta þess sem við höfum aðgang að.
Á þessu ferðalagi okkar frá New York til Dallas og þaðan til Fayetteville hefur ameríski draumurinn verið að plaga mig sárlega. Hver er hann eiginlega? Af stuttri viðkynningu við úthverfi Dallasborgar gæti maður haldið að hann fælist í því að aka um á loftkældu bensínþambandi stálskrímsli og að geta komið við á skyndibitastað með 500 metra millibili. Allt er stórt í Dallas. Flest er selt í magnpakkningum og því meira sem maður kaupir, þeim mun minna borgar maður. Flest er einnota og þykir ekki tiltökumál að bjóða uppá mat í matarboði borinn fram á pappadiskum. Það má eiginlega segja að allt sé stórt í Dallas nema endurvinnslubaukurinn. Hann er frekar lítill í sniðum og ekki tæmdur nema á tveggja vikna fresti. Í slíku einnota neyslusamfélagi er það bara alltof lítið og alltof sjaldan. Þannig að fólk hendir náttúrulega bara í ruslið þar sem það kærir sig ekki um að hafa flæðandi drasl heima hjá sér. Spes.
Snýst einstaklings- og auðvaldshyggja eingöngu um vald eða göngum við út frá því sem vísu að hamingjan sé fylgifiskur auðæfanna? Eru frelsi og hamingja jafnvel fólgin í veraldlegum auðæfum eða valdi yfir öðrum? Mig langar til að halda í þá trú að veraldleg gæði séu ekki kvarði á hamingju en óneitanlega hefur aðgangur að fjármunum heilmikið að segja við að skapa aðstæður þar sem við getum verið róleg um það hvernig við munum komast af og þá jafnvel einbeita okkur að því að njóta þess sem við höfum aðgang að.
Á þessu ferðalagi okkar frá New York til Dallas og þaðan til Fayetteville hefur ameríski draumurinn verið að plaga mig sárlega. Hver er hann eiginlega? Af stuttri viðkynningu við úthverfi Dallasborgar gæti maður haldið að hann fælist í því að aka um á loftkældu bensínþambandi stálskrímsli og að geta komið við á skyndibitastað með 500 metra millibili. Allt er stórt í Dallas. Flest er selt í magnpakkningum og því meira sem maður kaupir, þeim mun minna borgar maður. Flest er einnota og þykir ekki tiltökumál að bjóða uppá mat í matarboði borinn fram á pappadiskum. Það má eiginlega segja að allt sé stórt í Dallas nema endurvinnslubaukurinn. Hann er frekar lítill í sniðum og ekki tæmdur nema á tveggja vikna fresti. Í slíku einnota neyslusamfélagi er það bara alltof lítið og alltof sjaldan. Þannig að fólk hendir náttúrulega bara í ruslið þar sem það kærir sig ekki um að hafa flæðandi drasl heima hjá sér. Spes.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home