dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, mars 03, 2009

Skýjaganga

Ferðin til Japan hefur breytt ýmsu. Sjóndeildarhringur minn hefur víkkað og á fingur minn hefur bæst einn hringur...hehe...rímar voða fínt....

Skýjaganga mín hélt áfram þegar ég kom heim og komst að því að ég hafði náð A fyrir meistarprófsritgerðina mína. Það var mikill léttir og unaðsleg tilfinning. Puðið var þá þess virði eftir allt saman.
´
Nú er það bara hversdagsleikurinn með sínum skinum og skúrum. Ævintýrin halda þó áfram á meðan við drögum andann. Ég segi kannski ferðasöguna okkar hér bráðum...ef ég hef orku til þess. Ég er nefnilega ennþá á tímaflakki...fer að sofa snemma og vakna ókristilega snemma...í fyrsta sinn á mínum fullorðinsárum sem ég vakna svo árdegis án þess að eiga til þess brýna nauðsyn og skyldu. hehe...verður undarlega lítið úr verki svo snemma morguns þó það sé vissulega notalegt að borða hafragraut með syninum og spjalla áður en við leggjum af stað út í daginn.

Lifið heil!

Heimkoman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home