Kreppumáltíð úrræðagóðu húsfreyjunnar
Mér fannst ég þvílíkur snillingur í eldhúsinu í kvöld. Úr tvennu sem hefði mjög sennilega endað í ruslinu á morgun tókst mér að útbúa dýrindis máltíð.
Ég ætla að nótera snilldina fyrir stóru framtíðarkreppuna. Hún er sem hér segir:
Aðalréttur:
Kjúklingasúpa
1 beinagrind af kjúklingi sem var í matinn í fyrradag, mjög gott að hafa afgangsgrænmeti sem var eldað með kjúllanum. Ég hafði eldað kjúllann í stórum ofnpotti og smellt sætum kartöflum, lauk og gulrótum með til að bakast. Ég notaði þennan sama pott og hliðarnar voru aðeins svartar sem er eiginlega bara betra.
Vatni bætt í pottinn þar til að kjúllinn er nokkurn veginn kominn á kaf.
Hitað þar til bullsýður. Þá er sett á minnsta hita og lok sett yfir pottinn. Látið malla í klukkutíma eða þar til vatnið er búið að taka bragð og lit.
Í potti er steikt ein gulrót, hálfur sellerístöngull og smá laukur (magn og tegund fer eftir smekk eða því sem maður á)
þegar þetta er farið að brúnast er sigti sett yfir pottinn og vatninu af kjúllanum hellt yfir.
Bragðbætt með smá ljósri sultu, sojasósu og chilli ef maður vill hafa þetta sterkt. Bara þangað til maður er ánægður.
Út í þetta bætti ég að lokum afgangs smákartöflum, grænum baunum, þremur sneiðum af spægipylsu skornar í teninga, vorlauk í litlum bitum, hálfri niðurskorinni kjúklingabringu (afgangurinn af kjúllanum) og nokkrum bitum af ítölsku brauði sem var orðið hart. Vitaskuld má nota hvað sem er út í. Eða nánast ekkert. Bara eins og efni gefa til.
Og gjörið svo vel: orkusúpa sem losar kvef og kvilla.
Eftirréttur:
Möndlu-krydd-strúdel
4 Mexíkóskar hveiti pönnukökur (tortilla)
Sykur með kryddi (kanill &/eða allrahanda)
1 msk smjör (brætt)
4 msk möndlusmjör (má vera hnetusmjör eða bara venjulegt smjör)
perusulta (má vera hvaða sulta sem er)
Flórsykur
Pönnslurnar eru smurðar með möndlusmjörinu og sultunni. Kryddsykrinum stráð yfir.
Rúllað upp og penslað með smjörinu sem hefur verið blandað við kryddsykur eða bara krydd ef maður vill minni sykur.
Skorið í bita þversum en þó soldið langsum líka, þannig að sneiðarnar verða stærri.
Bakað á 190 °C í 10 mín eða lengur eftir því hvernig ofninn er.
Raðað á bakka og flórsykri sigtað yfir. Ég ætlaði að setja möndluflögur yfir en gleymdi því...held samt að það væri smart.
Ógó flott og gott.
Ég ætla að nótera snilldina fyrir stóru framtíðarkreppuna. Hún er sem hér segir:
Aðalréttur:
Kjúklingasúpa
1 beinagrind af kjúklingi sem var í matinn í fyrradag, mjög gott að hafa afgangsgrænmeti sem var eldað með kjúllanum. Ég hafði eldað kjúllann í stórum ofnpotti og smellt sætum kartöflum, lauk og gulrótum með til að bakast. Ég notaði þennan sama pott og hliðarnar voru aðeins svartar sem er eiginlega bara betra.
Vatni bætt í pottinn þar til að kjúllinn er nokkurn veginn kominn á kaf.
Hitað þar til bullsýður. Þá er sett á minnsta hita og lok sett yfir pottinn. Látið malla í klukkutíma eða þar til vatnið er búið að taka bragð og lit.
Í potti er steikt ein gulrót, hálfur sellerístöngull og smá laukur (magn og tegund fer eftir smekk eða því sem maður á)
þegar þetta er farið að brúnast er sigti sett yfir pottinn og vatninu af kjúllanum hellt yfir.
Bragðbætt með smá ljósri sultu, sojasósu og chilli ef maður vill hafa þetta sterkt. Bara þangað til maður er ánægður.
Út í þetta bætti ég að lokum afgangs smákartöflum, grænum baunum, þremur sneiðum af spægipylsu skornar í teninga, vorlauk í litlum bitum, hálfri niðurskorinni kjúklingabringu (afgangurinn af kjúllanum) og nokkrum bitum af ítölsku brauði sem var orðið hart. Vitaskuld má nota hvað sem er út í. Eða nánast ekkert. Bara eins og efni gefa til.
Og gjörið svo vel: orkusúpa sem losar kvef og kvilla.
Eftirréttur:
Möndlu-krydd-strúdel
4 Mexíkóskar hveiti pönnukökur (tortilla)
Sykur með kryddi (kanill &/eða allrahanda)
1 msk smjör (brætt)
4 msk möndlusmjör (má vera hnetusmjör eða bara venjulegt smjör)
perusulta (má vera hvaða sulta sem er)
Flórsykur
Pönnslurnar eru smurðar með möndlusmjörinu og sultunni. Kryddsykrinum stráð yfir.
Rúllað upp og penslað með smjörinu sem hefur verið blandað við kryddsykur eða bara krydd ef maður vill minni sykur.
Skorið í bita þversum en þó soldið langsum líka, þannig að sneiðarnar verða stærri.
Bakað á 190 °C í 10 mín eða lengur eftir því hvernig ofninn er.
Raðað á bakka og flórsykri sigtað yfir. Ég ætlaði að setja möndluflögur yfir en gleymdi því...held samt að það væri smart.
Ógó flott og gott.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home