dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, október 01, 2010

This is a gun-bearing country and you just need to realise that.

Við áttum yndislega daga í New York með kærum vinum sem sýndu okkur brot af því sem borgin hefur upp á að bjóða. Fyrsta daginn fórum við í göngutúr um Prospect Park sem er svo gott sem í bakgarðinum. Um kvöldið pöntuðum við tælenskan mat og eyddum kvöldinu í spjall.

Daginn eftir var haldið á MoMA safnið eða nútímalistasafnið. Þaðan þurfti ég að draga soninn út þegar tíminn sem við höfðum gefið okkur var liðinn.
Þaðan fórum við heim þar sem BH bakaði súkkulaðibitakökur handa okkur og skunduðum við aftur í Prospect Park með teppi til að hlusta á tónleika. BH skaust eftir gómsætri Pizzu á næsta götuhorn og áttum við notalega stund á teppinu undir ljúfum tónum. Ég rétt slapp fyrir horn með að fá moskítóbit þegar sólin var að setjast.

Eldsnemma á sunnudagsmorgni lögðum við svo í hann til Dallas með millilendingu í Atlanta í Georgíufylki. Vinkona E tók á móti okkur á Dallas Fort Worth flugvellinum ásamt dóttur sinni. Fyrsta upplifunin af Dallas fólst í því að aka framhjá risastórum auglýsingaskiltum sem yfirleitt auglýstu hraðbúinn mat. Ég held að við höfum í mesta lagi náð að aka 200 metra á milli skyndibitaveitingastaðaklasanna.

Ég upplifði menningarsjokk í Dallas í fyrsta sinn síðan í Kolkata á Indlandi 2003. Fyrir utan stærðina, skyndibitamenninguna, víðáttuna og hitann þá held ég að mesta áfallið hafi verið að hitta í fyrsta sinn á ævinni svokallaðan rauðsvíra. Þetta var vinnufélagi gestgjafa okkar og giftur nágrannakonu þeirra. Þess vegna umbera þau hann. Lífsviðhorfið er svo hlaðið kynþáttahatri og skammsýni. Byssuburður þykir honum sjálfsögð mannréttindi og ég fékk kaldan hroll eftir hryggjarsúlunni þegar hann leit fast í augun á mér og sagði orðrétt: “þetta er byssuberandi land og þú ættir að gera þér grein fyrir því sem fyrst”. Guð minn góður ekki vildi ég reyta þennan mann til reiði. Hatrið á hverjum þeim sem telst útlendingur (það er illskárra að vera hvitur útlendingur) og ég tala nú ekki um ef fólk er samkynhneigt eða aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni og aðrar stjórnmálaskoðanir en repúblikönsk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home