dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, október 07, 2010

listin og óþurftin

Ég er sannfærð um að einmitt á krepputímum þurfum við meira á listinni að halda en nokkru sinni. Skapandi hugsun er neistinn að framför og þróun í menningu og vísindum. Mér þykir sorglegt að sjá viðhorf ráðamanna þjóðarinnar til listamanna. Það má vissulega deila um það hversu mikið framlag ríkisins á að vera í hvert sinn og hvaða listamenn fá launin en yfirlýsingar þær sem nú bera hæst tel ég vitnisburð um hroka, mannfyrirlitningu og skamma hugsun þeirra sem þær gefa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home