dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, nóvember 20, 2009

Flugur dagsins og kastalar himinsins.

Er að hugsa um að endurvekja dægurflugurnar mínar og loftkastalana. Langar ekki að láta Snjáldru yfirtaka allt í netheimum.
Er í miklum hugleiðingum í augnablikinu og langar að veiða marga möguleika varðandi starf. Er á sama tíma skíthrædd við að fara útí ferlið þar sem samkeppnin er gífurleg og margir slást um hverja stöðu sem losnar. elsku amma Dússý hefði dekrað við VK á góðu vetrarkvöldi. Notalegt bara. Spjall í síma og tár á hvarmi...allt fylgir á þessum tímamótum. Soldið erfitt. Umheimurinn er sjálfsagt búinn að gleyma þvi að þessi dagur hafi einhverja þýðingu.

Mig langar að fara að vinna við leiklist eða eitthvað skapandi. Er með hugmyndir um verkefni en vantar vettvang. það kemur.
Læt þetta gott heita í blii og man vonandi eftir þessari yfirlýsingu minni....dægurflugurnar skulu lifna við og loftkastalarnir rísa.

Lifið heil!