dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, janúar 10, 2009

Slysaskot í Palestínu

Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg, dökkhærð stúlka.
Liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári
Höfuðkúpan brotin.

Ég er Breti, dagsins djarfi
Dáti, suður í Palestínu
En er kvöldar klökkur, einn
Kútur lítill, mömmu sveinn.

Mín synd er stór. Ó systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
Hjarta mitt, ó systir mín
Fyrirgefðu, fyrirgefðu,
Anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

Kristján frá Djúpalæk.

laugardagur, janúar 03, 2009

2009

Gleðilegt ár, kæru vinir!

Nú er ég komin aftur heim til Íslands og bara sátt. Nýtt ár hefur bankað upp á og það gamla kvatt með kurt og bí. Síðasta ár bauð upp á mörg ævintýri þrátt fyrir þunga sorg og erfiðleika. Fyrir það er ég þakklát og heilsa nýju ári með von í hjarta.

Ég óska lesendum mínum gleðilegs árs og friðar!