dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, október 21, 2003

Ææææ

Þetta er náttúrulega glatað. Maður er bara alveg að drukkna. Anda svo bara dálítið djúpt og þá líður manni betur en samt gerist einhvern veginn ekki allt í einu, því miður. Heimasíðan mín er bara lömuð í augnablikinu. ég gleymdi mér í öðrum verkefnum en þetta fer að koma. Ég lofa.
Síðar.

föstudagur, október 17, 2003

One week ago

Ég var að tjá mig á skólaspjallinu og núna er allt púður úr mér. Ég er búin að vera frekar léleg þessa vikuna hvað varðar orku og úthald en nú er það á enda og sonurinn fluttur að heiman þangað til annað kvöld. Á meðan má mamma bara vera heima og læra...Ekki veitir af.
Ég kem hingað síðar um helgina og á sunnudag vona ég að fari að draga til tíðinda með vefinn minn góða sem ég á. ;-)

jæja bless í bili
Á

föstudagur, október 10, 2003

tengt vefleiðangri-leikur

Hafið Bláa Hafið er sniðugur vefur.

miðvikudagur, október 08, 2003

Danprinsinn dottinn út af markaði ;-)

Jæja, þar fór sá draumur í vaskinn. Ég sem flutti til Danmerkur á sínum tíma og gerðist au-pair pige hjá ættmennum hans, gagngert til þess að kynnast honum eða bróður hans ,-) Ég var alltaf að vonast til að Christopher, sem ég vann hjá og er frændi hans í alvörunni, myndi bjóða mér með sér á ball í höllinnni en það gerði hann nú aldrei. Og ég þorði eiginlega aldrei að spyrja ;-) Eða þannig sko. Svo reyndi ég líka að hanga í kringum Hotel D´Anglaterre því að hann fór víst stundum þangað í kaffi á mótorhjólinu sínu. Algjör villingur! BUT NO LUCK. Aldrei!! Svo hefur þetta alltaf blundað í sálartetrinu og aldrei hefur maður tollað með neinum lengi. Allt af því að þeir eru ekki prinsar, hvað þá KRÓNPRINSAR Danaveldis… ÉG hefði líka ábyggilega fílað tengdó í tætlur. Nei ég segi nú bara svona. Ætli hamingjan sé nokkuð meiri í höllum í Danmörku en í venjulegum íbúðarhúsum á Íslandi?? Þó að sætir prinsar búi þar?
Don´t think so. En sem sagt þá getur maður ályktað af ofangreindu að ég pipra einungis vegna þess að Frikki prins var ekki í kaffi á Kongens Nytorv þegar ég var þar að leita að honum! Reyndar er ekki öll von úti enn því að mér áskotnaðist franskur froskur með bleika kórónu um daginn og fylgdu honum þau ummæli að ef ég yrði nú nógu dugleg að kyssa hann myndi hann breytast í prins. Svo að… Hver veit???
Bless í bili.

sunnudagur, október 05, 2003

vefleiðangur

Í þessum vefleiðangri ætlum við að fræðast um þá fiskistofna sem þrífast á miðunum við Ísland. Leiðangurinn byggist að mestu upp á því að nemendur skoða vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar sem og upplýsingasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Nemendur velja sér 1-2 tegundir fiskistofna sem lifa við Íslandsstrendur og gera grein fyrir þeim. Einnig eiga nemendur að velja sér til umfjöllunar eitthvað undirstöðuatriði fyrir sjávarlífríki Íslands. Nemendur eiga að velta fyrir sér þeim áhrifum sem það hefði væri þetta tiltekna atriði fjarlægt. Nemendur skrifa stutta sögu um það hvernig íslenskt þjóðfélag væri ef þetta atriði væri ekki til staðar.


Þú skalt fara á http://www.fisheries.is/islenska/stofnar/index.htm og líta í kringum þig. Veldu þér 2 fiskistofna til umfjöllunar. Hafðu eftirfarandi spurningar að leiðarljósi við heimildaöflunina:

1.
Heiti stofns. Finndu íslenska heitið, enska og latneska
Útlitseinkenni. Lýstu helstu útlitseinkennum tegundarinnar.
Mismunur kynja. Hver er munurinn á kvenfiskinum og karlfiskinum?
Staðsetning. Hvar lifir tegundin aðallega? Lifir hún á miklu dýpi ? Færir hún sig úr stað til að ná í æti eða hrygna?
Æti. Hvað étur tegundin? Hvar finnst ætið ?
Hegðun. Hvernig hegðar tegundin sér þegar hún verður sér úti um æti? Hvernig makast stofninn?
Mökun. Á hvaða tímum fer mökun fram? Hvernig fer hún fram? Hvar fer hún fram?
Hrygningarstaðir. Hvar hrygnir stofninn?
Veiði (magn, kvóti, aðferðir, veiðarfæri, árstíð, mið, markaðir ...



Hvað kom þér á óvart?
Hvað er kvóti? Til hvers er hann? Væri stofninn betur settur ef kvóti væri minnkaður eða aukinn. Eða verr ? En íslenskt samfélag?

2.
Undirstöðuatriði lífríkisins: þú átt að skoða þá þætti sem eru lífsnauðsynlegir til að viðhalda sjávarlífríki Íslands. Þú átt að velja þér einn þátt og ímynda þér að hann hyrfi. Hvaða afleiðingar hefði það fyrir fiskana? Stofnana sem þú fjallaðir um? Aðrar tegundir? En okkur? Íslenskt samfélag? Bæjarfélagið okkar? Þína fjölskyldu?
Hvaða atriði hefur þú valið?
Hvers vegna er það mikilvægt?
Hvað mun gerast ef það hverfur?
Skrifaðu smásögu (með söguþræði) um það hvernig íslenskt samfélag væri ef þetta atriði sem þú valdir væri ekki til staðar. (u.þ.b. hálf til ein blaðsíða.)

3.
nemendur eiga í sameiningu að leggja mat á vinnu hópsins. Meta samstarf og virkni hvers og eins. Nemendur eiga í nokkrum línum að lýsa ferlinu og gefa sjálfum sér einkunn.

Vinnufyrirkomulag: nemendur vinna tveir til fjórir saman.(ef 4 þá 2 fiskistofnar). Nemendur skipta með sér verkum og kanna sjálfir helstu heimildir. Nemendur fylgja leiðbeiningum um ferli og úrvinnslu. Þegar upplýsingum hefur verið safnað saman vinna nemendur úr þeim og setja upp í glærusýningu eða á vefsíðu. Hvert teymi kynnir sitt verkefni fyrir samnemendum sínum. Stutt lýsing á fiskistofnum og aðeins ýtarlegri umfjöllun um seinni hlutann. Nemendur eiga helst að velja stofn sem aðrir hafa ekki tekið en ef það skarast munu þeir flytja kynninguna í sameiningu til að hindra leiða vegna endurtekninga. Umfjöllun verður þá fyrir vikið ýtarlegri.

Markmið: megin markmið þessa vefleiðangurs er að nemendur kynnist helstu lífverum Íslandsmiða. Nemendur geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar lífverur hafa fyrir lífskeðjuna sem og samfélag á Íslandi. Nemendur verði meðvitaðir um verndun umhverfis og geri sér grein fyrir mikilvægi góðrar umgengni við náttúruauðlindir.

Námsmat:
1. hluti: skipulagning í uppsetningu. Skýr framsetning og greinargóðar upplýsingar. Frágangur megin matsatriði.
2. hluti: túlkun, næmi á mikilvægi þess að viðhalda lífríki jarðar almennt, með áherslu á hafið. Söguþráður og skilningur. Málfar og frágangur.
3. samstarf. Nemendur áttu að leggja eigið mat á samvinnu hópsins og lýsa því með eigin orðum. Kennari metur fylgnina við árangur og útkomu.


Helstu bjargir:

hafrannsóknarstofnun

sjávarúvegsráðuneytið


laugardagur, október 04, 2003

Hæ Sóley og Brian ;-)

Ég hef nú ekkert verið að auglýsa þennan annál minn en það eru tvær manneskjur sem vita af honum fyrir utan samnemendur mína Þ.e. Sóley í Ameríku og Brian í Bosníu. Þannig að nú býð ykkur sérstaklega velkomin, Sóley og Brian. Sorrý Brian, þetta er allt á íslensku. Sem ég veit að er þér enn í fersku minni :-) Það væri nú kannski ekki alvitlaust af mér að setja upp enska síðu á vefsíðunni minni ! Geri það bara!
Jæja ég ætla að fara með soninn og vinkonuna hana Kristínu Eddu á kaffihús, þar sem hún var fjarri góðu gamni þegar við héldum upp á afmælið. En hún græðir nú bara á því þar sem hún fær einkasamkvæmi í staðinn ;-) Ekki slæmt það!

Bæ í billi :-)

Yfirnáttúra

Hvað er hægt að segja um miðla og skyggnilýsingafundi í sjónvarpinu? Hver sá þáttinn með Þórhalli sl. miðvikudag? Já, sástu hann? Hvernig fannst þér? Mér fannst þetta fín skemmtun en þér? úff, ég veit nú ekki hvað skal segja um trúverðugleika þessa þáttar. Jú eitthvað er það sem þessi maður býr yfir. Hvort það hefur eitthvað með yfirnáttúrulega hæfileika að gera skal ég ekki fullyrða um ;-) en vissulega skal ég ekki þræta fyrir það að margt virðist óskiljanlegt í okkar heimi. Ég fór eitt sinn til írskrar konu sem var miðill og tarotspákona. Það eru 10 ár síðan og ég fór með vinkonu minni sem nýlega hafði misst móður sína og langaði til að vita hvort að hún næði "sambandi" við hana. Ég fór með henni til styrks. Það hvarflaði ekki að mér að þó að þessi kona næði sambandi við framliðna að þar væru einhverjir sem hefðu áhuga á að tala við mig ;-) Ég skal ekki þreyta lesendur með því að útlista í smáatriðum það sem þessi ágæta kona hafði við mig að segja. Gott og vel. Ég fór að skæla þegar blessuð konan fór að tala um langömmu mína heitna og var mér mjög kær. Konan hafði margt að segja varðandi mál sem ég var að velta fyrir mér. Á þessum tíma stóð ég á krossgötum í lífinu og hafði nnýlega tekið ákvörðun sem markaði tímamót í mínu lífi. Aðeins foreldrar mínir vissu af þessu. Og þessi írska ;-) hvernig, veit ég ekki. Ekki batnaði það þegar hún dró fram tarotspilin. Þá datt nú af mér andlitið. Enn í dag hef ég ekki hugmynd um það hvernig konan hefði mátt vita þessa hluti. Ég hafði ekki pantað tímann fyrirfram heldur fór þangað óvænt. Þetta var nú þrátt fyrir tárin í byrjun mjög skemmtilega reynsla og var ég afar hissa og bara nokkuð glöð með hana. Þrátt fyrir það tel ég mjög varasamt að stunda svona hluti í öðrum tilgangi en til að hafa gaman af. Ég hef heyrt sögur um að miðlum hafi tekist að hræra illa upp í viðkvæmum sálum. T.d. með því að halda "sambandi" við látinn maka um árabil. Ég held að það sé bara rugl. Það er frábært ef miðli tekst að friða sál þess sem syrgir og létta af honum einhverjum áhyggjum en þegar verið er að viðhalda "persónu" þess sem látinn er verður það nú bara til þess að gera þann eftirlifandi veikann í sinni.
En jæja, þátturinn með Þórhalli var nú samt bara skemmtilegur og saklaus að mínu mati.

Hvað verður að finna á vefsíðunni minni?

Hér birtist smá uppkast að vefsíðunni sem ég er að vinna:
forsíða: kynning á mér og námi mínu ásamt tengingum.
skilasíða: yfirlitssíða um verkefnin sem ég vinn.
Áhugamál: ljósmyndun: tenglar, kannski smá sýnishorn af myndum
tónlist: umfjöllun og tenglar
piparkornin: ég stefni að því að setja upp umfjöllun um piparkornaklúbbinn sem ég er í, myndir og fleira.
Ættin: Ég hef mikinn áhuga á því að setja upp litla síðu um ættina mína, sem er kennd við Reynistað í Vestmannaeyjum. Þetta er afar fjölmenn ætt og mun meirihluti hennar hittast þann 11. október nk. og fjölmenna á tónleika frænku okkar, Guðrúnar Gunnarsdóttur. sem verður með tónleika í Höllinni í Vestmannaeyjum það kvöld. ÉG vonast til að geta tekið myndir sem ég get sett upp á síðunni ásamt því sem mig langar að rekja ættina. Við sjáum til hvernig það mun ganga.

Sennilega verður eitthvað meira þarna en það mun skýrast þegar á líður.

Bið að heilsa. ÉG ætla að ljúka við verkefni sem ég er að vinna og svo kem ég aftur.