dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

laugardagur, ágúst 12, 2006

Dagurinn minn...

Hann er runninn upp, dagurinn sem ég á alltaf svolítið erfitt með. 12. ágúst. Afmælisdagurinn minn. Síðan ég var barn var sjaldnast hægt að halda upp á afmælið mitt vegna þess að flestir voru í burtu í sumarleyfi. Enn er það sama uppi á teningnum. Mjög fáir í bænum. Þannig að oftast nær er ekki veisla hjá mér. Frænka mín hringdi í mig í dag, til að óska mér til hamingju. Hún spurði hvað ég væri að gera í tilefni dagsins. Ég sagði henni að ég væri að skúra. Nú, er það veislan? Það er nefnilega þannig að prinsinn minn á afmæli á morgun og þá bjóðum við í ömmukaffi klukkan þrjú. Og þá skal allt vera spikk og span, ekki satt? Annars er þetta fínt. Ég öfunda samt alltaf þá sem eiga afmæli á “réttum” árstíma. Jólin eru eiginlega líka alveg glötuð en janúar fram í svona apríl er fínt. Og svo haustið auðvitað líka. En svona til að bæta okkur mæðginunum upp veisluleysið í ágúst þá höldum við upp á afmælið hans í kringum Hrekkjavökuna. Og það hefur bara heppnast fínt. Hehehe.

Annars er bara fátt að frétta. Maður er alveg skriðinn saman eftir Þjóðhátíðina en er að fara á límingunum yfir kennslustarfinu tilvonandi. Annars sagði sonur minn að ég hefði örugglega frábæra hæfileika til að vinna sem kennari því að ég væri svo rosalega “agasöm” við hann. (þetta var daginn eftir að ég þurfti að reka hann með harðri hendi í rúmið klukkan eitt eftir miðnætti, honum til sárrar gremju!!) hehe
Jæja, ég hef fátt að segja í bili...eins og sést á þessu bloggi...best að drífa sig í að baka smotterí fyrir morgundaginn!! Allir velkomnir!

Bless í bili og lifið heil!

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Er mannkynið sífellt að verða latara?

Við matarborðið í kvöld kom þetta gullkorn frá syni mínum. Ég verð að deila því með ykkur:

Við vorum að tala um að það væri hægt að leigja bíómyndir á Skjánum. Valli eldri segir þá: já þetta er náttúrulega framtíðin, til hvers að vera að kaupa bíómyndir og tónlist í umbúðum? Já, segi ég , þetta hefur verið til staðar í Bretlandi í nokkur ár. Kemur þá í litla manninum: Eruð þið þá að meina það að heimurinn sé að verða latari og latari? Já, ætli það ekki bara, svara ég. Vá, eins gott að ég fæddist ekki í framtíðinni!!!

Þjóðhátíð


þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Lotta frænka frá Norge...



Lotta frænka var náttúrulega í stuði á laugardeginum. En frúin var svo fín með sig á föstudeginum að hún hætti sér ekki út í rigninguna. Og dreif sig svo heim í fýlu, að mér skilst, á sunnudeginum...

Vitrun...

Reyndar fékk ég mikla vitrun um helgina. Mig vantar mann! Auglýsi hér með eftir einum slíkum þar sem mér hefur yfirsést hann hingað til. Hann þarf að vera fundinn fyrir næstu Þjóðhátíð (ekki er ráð nema í tíma sé tekið) og vera eftirfarandi kostum búinn:

1) fjárhagslega sjálfstæður og hafa aðgang að bíl sem hentar til tjaldflutninga á Þjóðhátíð
2) kunna á Þjóðhátíð og sérstaklega þjóðhátíðartjald
3) kunna að taka niður þjóðhátíðartjald
4) fíla að halda utan um mig í brekkusöngnum og syngja með
5) kunna að skemmta sér án mikilla vandræða eða tilhneygingar til að stinga mig af
6) kunna á gítar og geta sungið


Eru þetta ekki bara nokkuð temmilegt? Áhugasamir geta haft samband. Umsóknarfrestur rennur út viku fyrir næstu Þjóðhátíð en það væri voða gott að vera komin með þetta á hreint nokkru fyrr. Góð skemmtun í boði fyrir réttan aðila...bleee

Bara að spá...

Hvað er það sem fær fullorðið og vel gefið fólk til að mæta þrjú kvöld í röð niður í Dal og drekka sig fullt? Ég er ekki að agnúast út í neinn heldur er ég bara að spá í þetta út frá mannlegum þáttum. Maður veit við hverju er að búast daginn eftir en þrátt fyrir það er hellt í sig og allir sáttir...eða hvað?

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Góður dagur maður...