dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, janúar 27, 2005

"Mannanna verk en ekki vilji Guðs" Waris Dirie

Ég er með tárin í augunum eftir að hafa lesið viðtal við Herdísi Tryggvadóttur í Félagstíðindum SFR. Þar lýsir hún viðbjóðslegum aðferðum villimanna við limlestingar á kynfærum kvenna. Ég fór og setti undirskrift mína á þessa heimasíðu. Mér finnst að allar íslenskar konur á Íslandi ættu að gera það sama. Þetta er viðbjóður. Eins og margt annað reyndar en...




miðvikudagur, janúar 26, 2005

Mozart á afmæli á morgun!

Vá hvað maður er búinn að vera boring undanfarna 3 daga. Ég trúi þessu ekki. Held að þetta hljóti að vera LEIÐINLEGUSTU dagar ársins. Þeir eru reyndar frekar fáir enn sem komið er þannig að ekki byrjar þetta vel. Ég held að það sé eitthvað tómarúm í sálinni manns á þessum tíma. Eðlilega segja margir. Ég hélt fyrir viku síðan að janúar yrði svipaður og desember. Sem hefði verið fínt. Ég fæ orku af því að hafa mikið að gera. En dett alveg niður í tómarúmið þegar ég hef ekki neina pressu og þá hætti ég bara hreinlega að nenna nokkrum sköpuðum hlut. Þannig að það er gott að búa til pressu. Ég er samt búin að fara til Reykjavíkur í skólann (missti af þrettándanum með syninum : ( , en eyddi smátíma með Sóley og Lokesh áður en þau kvöddu landið. Svo hitti ég Siggu frænku og við fórum í bæjarferð, út að borða á Austur-Indíafélagið og í bíó á ALfie. Svo fór ég á Vínartónleika Sinfó líka. Ég er búin fara á kaffihús einu sinni eftir að ég kom heim og það var fínt. Það var svona ferð með vinnufélögum og samstarfsfólki út í bæ. Það var frábærlega gaman að hittast loksins. Þegar maður talar saman í síma oft á dag er alveg ástæða til að hittast endrum og eins. Ég man alla vega ekki hvort að ég hef átt eitthvað meira sosíallíf síðan ég kom heim. Það hefur þá verið frekar boring.

Í kvöld ætla ég hins vegar að vera með matarboð fyrir Margréti Lilju og Baldvin Búa. Ítalskt og humar. Hvernig hljómar það? Eiginlega eins og ítalskt sumar. Oh hvað ég vildi!!!...Vonandi heppnast þetta vel hjá mér. Oh, ég þarf samt að moka út heima hjá mér áður. Er alveg í hnerrikasti vegna óhemju rykmagns á heimilinu. Oj barasta, fuss og svei. Þess vegna er ágætt ráð að bjóða fólki heim í mat. Þá mokar maður stundum.

Ég nenni ekki að læra og ég nenni ekki neinu öðru eiginlega. Langar bara voðalega mikið að sofa mikið og vera heima í nokkra daga. En það er víst ekki þannig. Af hverju eru ekki janúar og febrúar frí eins og sumarfrí????? Segið mér það!!!

Nú er ungi pilturinn á heimilinu farinn að læra á píanó. Eftir mikla bið og spennu. Byrjar alla vega vel. Nú er eitt aðaláhugamálið hans Mozart. Hinn eini og sanni. Sá á afmæli (eða þannig) á morgun. Fæddist þann 27.janúar 1756. Drengurinn ætlar að halda upp á daginn með afa sínum og vini sínum. Þeir ætla að horfa á Amadeus og borða sacher tertu.


Svo er allt á grilljón við ættarmótsundirbúning. Endilega skoðið heimasíðu ættarinnar hér.



Jæja allt í gúddí! Bless



þriðjudagur, janúar 18, 2005

Vetrarhrím.

Ég verð nú að segja að Desember hafi verið frekar líflegur í sambandi við félagslíf. Ég vona bara að næstu mánuðir verði svipaðir. Þá þarf ég ekki að vera hrædd við kuldabola í sálinni. Það lítur alla vega út fyrir að næstu vikur verði skemmtilegar.

Nú er ég að spekúlera í sumarfríi. Langar í fjölskylduferð til Danmerkur. Rosalega frumlegt. Þrisvar á 5 árum. En hvað með það. Hef nú líka farið á meira framandi slóðir. Það er bara svo rosalega barnvænt að fara til Danmerkur. Svo gæti líka farið svo að ég gæti heimsótt fjölskylduna sem ég var hjá sem Au-pair. Eftir nokkur ár sem sendiherra í Kína og á Spáni skilst mér að herrann sé á heimleið. Alla vega eru þau komin til Kaupmannahafnar Guðrún og Vilhelm.


Veðrið er bara bjútí. Snjór yfir öllu, sólin skín í kuldanum og hugurinn fer á flug. Langar út með myndavél og reyna að fanga augnablikið.
En það er ekki í boði.

mánudagur, janúar 03, 2005

annáll 2004

Jæja þá er árið liðið í aldanna skaut. Ég hef persónulega sjaldan lifað jafn viðburðasnautt ár. Fyrir utan eina brúðkaupsferð til Spánar og smá stopp í Londres.


Mér hefur gengið vel í skólanum og vinnunni og sonur minn er merki um að ég er ekki algerlega glötuð í uppeldinu. Þó svo að alltaf sé maður að læra í þeim efnum. Mér finnst uppeldið koma í stigum og tímabilum. Um leið og maður hefur yfirstigið eitt þá tekur annað við. Og það er eðlilegt. Annað væri bara rugl held ég. Ég á góðan og duglegan dreng sem ég elska meira en allt annað í lífinu.


Í sambandi við skólann þá fékk ég smá hugljómun í sambandi við listir. Var bara alveg að finna mig þar sem gerandi. Oftar fílað mig betur í hlutverki neytanda. Smakkaði aðeins á ljóðlist og myndrænni tjáningu, tvívíðri og þrívíðri. Með ljósmyndun og málningu og svo öðrum náttúrulegum efnum. Fór mikið að pæla í náttúrunni og fegurð lífsins. Samdi nokkur ljóð um eitt og annað. Náði meira að segja að hljóðklæða ljóð og flytja það fyrir þrjá kennara og samnemendur. Hélt ég yrði ekki eldri en fann að mér leið vel á eftir.
Búin að velja mér viðfangsefni í sambandi við lokaverkefnið mitt. Ætla að fjalla um leiklist sem kennsluaðferð. Hef trú á því. Hef samt enga reynslu á sviði leiklistar þannig að ég verð að leggja mig verulega fram á sviði sem ég veit ekkert um.

Ég kvartaði undan kærastaleysi á miðju ári. Veit svo sem ekki hvort ég ætti að vera að kvarta enn þá. Fékk einn. En fílaði hann ekki nógu vel. Dreymir um annað.

Ég kvaddi árið á mjög óhefðbundinn hátt. Opnaði alvöru kampavínsflösku og naut hennar með nokkrum vinum. Sat í góðu yfirlæti með þessum vinum og fór svo á ball með þeim. Skemmti mér vel og leið vel. Finnst oftast nær ekkert spes að vera á balli. Vil heldur sitja í góðu teiti endalaust. Fór svo í spil hjá the evil witch of cards. Þ.e. Margo. Hef ekki séð aðrar eins spila tilfinningasemi lengi. Var að fíla það. Ég er svo innilega laus við að vera tapsár þannig að það er líklega ekkert gaman að spila við mig. En ég hef dregið upp nokkur spil sem ég á. T.d. Cranium og Taboo. Á ensku reyndar en ef einhvern langar að koma í spil þá er ég til. Bara láta vita. Luma á fleiri sortum ef vill. Á íslensku líka. Stefni á að halda almennilegt spilakvöld heima hjá mér.

Ég held inn í árið 2005 með ýmsar hugleiðingar í kollinum. Mér finnst ég standa á tímamótum og það er satt. Ég mun vonandi útskrifast í vor og langar að gera eitthvað meira úr mér. Kannski fer ég í framhaldsnám til útlanda eins og mig dreymir um. En varla á þessu ári. Kannski næsta. Maður þarf alla vega eitt ár til að undirbúa. Ég ætla að hugsa mig vel um og skoða nokkra kosti. Best að fara að taka námslán og safna skuldum. : )

Jæja þá er þessum annál lokið. Frekar stutt og snautt ég veit. Kannski verður þetta eitthvað meira krassandi næst.