dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Móðir (mega-stressuð yfir ritgerð sem hún á að skila eftir helgi, athugið að ritgerðin tilheyrir mastersnámi): Ég þarf eiginlega smá frið svo ég geti haldið áfram að skrifa

Sonur (11 ára, mjög afslappaður og algerlega laus við að samsama sig stressinu í móðurinni): Ertu ekki alveg að verða búin með þessa ritgerð? Rosalega ertu búin að vera lengi!

Móðir (nett pirruð....stressið þú skilur): Nei, þetta gengur bara ekki nógu vel, ég er orðin hálf-rugluð á þessu öllu og veit ekkert hvað snýr upp eða niður.

Sonur (verður litið á tölvuskjáinn þar sem við honum blasir hálf kláruð málsgrein sem móðirin hafði sett neðst í skjalið til seinni tíma úrvinnslu): Mamma, þetta er ekkert mál, ég skal segja þér hvað þig vantar. Þú þarft bara að rökstyðja af hverju þér finnst þetta og koma svo með hugmyndir um hvað þú vilt gera í staðinn. Þá er þetta komið!

Móðir (frekar geðvond): Ég hafði nú hugsað mér að henda þessu!

Sonur: hvað meinarðu? Þú getur sko alveg notað þetta. Þú þarft bara að hugsa þetta aðeins betur. Viltu kannski að ég hjálpi þér?

Aahh, ég vildi óska þess að ég hefði slíkt sjálfstraust. ;-)

föstudagur, apríl 11, 2008

Gullna gæsin

...kom með vorið í dag. Með því leysti hún þráð í kvíðahnútnum sem tók sér bólfestu í sálu minni síðastliðið haust. Smám saman er mér að takast að pússla saman brotunum af sjálfri mér.

Ég er stolt af niðurstöðu úr mati á annarri haust-ritgerð af tveimur. Sem fjallar einmitt um Gullnu gæsina! Árangurinn er fullnægjandi og vel það.

Ég get alla vega andað léttar í nokkrar mínútur.... og svo held ég áfram! Tíhí...

Lifið heil!

P.S. Elsku Keli minn, afmælisbarn dagsins, ég vona að þú sért stoltur af mér!