dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, janúar 02, 2011

Pappírs

Hjónakornin ákváðu að halda upp á brúðkaupsafmælið með því að gera saman origami. Það á vel við því að bókina með uppskriftunum gaf hann mér þegar við vorum á ferðalagi í Japan fyrir tæpum tveimur árum. Í þeirri ferð fór hann á hnén og bað mín í lystigarði einum í Kanasawa. Rómantískt og fagurt var það. Sérstaklega þar sem einkasonurinn var með í ráðum og höfðu farið fram miklar rökræður og vangaveltur milli þeirra áður en leyfið var gefið til bónorðs. Það sem snerti mig líklega mest var að hann spurði okkur tvö hvort við vildum verða fjölskyldan hans og ég konan hans. Hér er svo mynd af afrakstri kvöldsins:


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home