dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Besta gatan í Dalnum?

Það er búið að tjalda tjaldinu við Skvísusund í Herjólfsdal (þar sem aðalskvísurnar verða, er það ekki annars? : ) ...og þar hyggst ég dvelja langdvölum yfir helgina. Ég er því miður ekki með nákvæmari staðsetningu en þið finnið okkur pottþétt. Ég verð með Möttu og Hjördísi frænkum mínum í tjaldi sem kennt hefur verið við Reynistað.

Hlakka til að sjá ykkur í Dalnum kæru vinir.

Gleðilega Þjóðhátíð!

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Home sweet home!

Eftir yndislega dvöl í Danaveldi er maður að átta sig á því að það er hásumar á Íslandi og Þjóðhátíðin innan seilingar. Ég er bara búin að ákveða að mæta í Dalinn. Hef alltaf verið svo óákveðin hingað til. Það er þá aðallega veðrið sem hefur verið að ergja frúna. En ég reikna allavega með því að mæta. Þ.e. ef draslið fýkur ekki. (nú hafa líkurnar á að svo fari reyndar snarlega hækkað þar sem ónefnd samstarfskona mín og óveðurskráka með meiru er búin að tilkynna sig í Dalinn: ) En vonandi sleppur þetta allt saman.

Systir mín var hjá mér um helgina. Hún Elísa mín. Með litla strákinn sinn sem fæddist þann 3.mai sl. Oh mikið er hann bara yndislegur. Aldrei neitt að grenja (nema þegar óstjórnleg þörf fyrir móðurbrjóstið gerði vart við sig). Hann var bara að horfa og brosa og hlæja og vera yndislegur. Hjarta mitt er þegar bráðið í poll undan honum. Mér fannst viðbjóðslega erfitt að kveðja þau í morgun. En vonandi náum við skemmtilegum tíma fljótlega aftur. Við fórum upp á spítala að heimsækja Ingibjörgu frænku. Það var soldið erfitt en ég rosalega fegin að hafa farið. Maður fer allt of sjaldan.
Svo fórum við göngu og Elísa fékk að vera alvöru túrhestur í fríi með myndavélina á lofti!
: )

Annað er svo sem ekki að frétta úr lífi skólastúlkunnar fyrrverandi. Nú er það bara allt for bí. Ég verð að finna mér eitthvað annað til að skýla mér á bak við þegar ég nenni ekki að laga til og svona. ; )

Annars er haustið frekar pakkað áformum um föndur og framkvæmdir sem ég reyndar alveg eftir að sjá gerast.

En hver veit?