dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júní 29, 2006

Matta og Ása


Matta og Ása
Originally uploaded by Ása.
Hér er ég ásamt afmælisbarninu síðan á laugardaginn þann 24. júní(myndin var ekki tekin þá sko! * heheh*). Þann dag varð þessi "dúlla" þrítug. Ég legg ekki meira á ykkur!
Skal tekið fram að afmælisbarnið er dúllan til vinstri.

Törninni lokið...

Jeeh! Nú er farið að hægjast aðeins um í vinnunni hjá manni. Bara gaman þegar törnum líkur.

Annars er nú lítið að frétta svo sem. Brian á afmæli í dag. Til hamingju með það minn elskulegi vinur!

Ég er að fara í borgina á morgun. Aðeins að útrétta. Langar frekar til London eða eitthvert annað. En ekki í boði. Ég ætla reyndar að hitta Kiddu vinkonu og Kela guðfræðing í ferðinni. Hlakka mikið til.

Sólin hefur látið sjá sig endrum og eins undanfarna daga. Mér til mikillar gleði. Hef verið að fara í góðar gönguferðir í góða veðrinu. Hitti Ingunni Ársæls og Lubba í einni þeirra og gengum við saman upp í Lyngfellsdal. Á leiðinni sáum við tvo litla fuglsunga (ekki spyrja mig um tegundina). Þeir voru eitthvað á tvist og bast úti á götu, við héldum meira að segja að annar þeirra væri vængbrotinn. En svo var nú ekki þannig að við smelltum greyjunum aftur í hreiðrið sem var þarna alveg við veginn. Á niðurleiðinni litum við í hreiðrið og sáum að annan ungann vantaði og þegar nánar var að gáð sáum við að ekið hafið verið yfir greyið. Æ, hvað það var eitthvað sorglegt. Að öðru leiti var þetta frábær dagur.

Ég sakna Garreths (ekki)! Ég jarðaði hann í kyrrþey. Held að hann hefði viljað það sjálfur. Veit í sjálfu sér ekki neitt um fjölskyldu hans en ég er viss um að ættingi hans reyndi að hefna sín á mér úti í Stórhöfða um daginn. Ég slapp ómeidd en með naumindum þó.


Matta frænka skreið inn í fjórða aldurstuginn með glæsibrag síðasta laugardag. Ég færði henni langþráð bland í poka með engum kúlum en miklum piparbrjóstsykri (mætti halda að hún væri piparjónka miðað við þann smekk) í tilefni dagsins ásamt rennisléttum evrópskum bréfpeningi. Vonandi að hún geti keypt sér eitthvað sniðugt í næstu ferð sem hún leggur í út fyrir landsteinana. Þetta ætti alla vega að duga fyrir skordýrafælu í fríhöfninni ef hún ætlar að heimsækja frumskóga eða eyðimerkursanda Afríku til dæmis.

Ég ætla að láta þetta gott heita í bili. Hef vonandi eitthvað svæsið að segja ykkur eftir helgina! * hehe *

Bless í bili og njótið veðurblíðunnar, til þess er hún!

laugardagur, júní 17, 2006

17. júní

Sonur minn er að heiman aðra helgina í röð. Fannst svona rosalega skemmtilegt í borginni að hann fékk að fara aftur. Svolítið skrítið heimmilislífið án hans. En maður notar náttúrulega tækifærið og bregður sér ef bæ. Ég fór með Stevo á Þrastarlund í svona hálftíma í gærkvöldi. Það var bara fínt. Stelpa og strákur að syngja og spila á gítar. Fannst ég pínu vera í útlöndum. En ekki lengi. Fórum svo í sveitina til Stevo og drukkum saman eina hvítvínsflösku. Þetta var bara skemmtilegt.

Þjóðhátíðardagur Íslendinga hefur verið mjög rólegur heima hjá mér. Var eiginlega búin að ákveða að það yrði úrhellisrigning sem lemdi gluggarúðurnar mínar. Bara svo ég hefði góða afsökun til að vera heima og lesa undir teppi. En svei mér þá, sólin er bara farin að skína. Í dag er líka svolítið merkilegur dagur í mínu lífi, fyrir utan sjálfstæði okkar. Í dag eru nákvæmlega 8 ár síðan ég endurheimti Brian minn aftur eftir 8 ára fjarveru. Vá hvað ég er fegin að hann birtist aftur þann 17.júní 1998. Og allt var eins og það var áður en hann fór aftur til Bandaríkjanna í lok júlí 1990. Vá hvað það var tregablandin kveðjustund. Ég efaðist aldrei um að við myndum hittast fljótlega aftur. Ameríka var þá eitthvað svo rosalega langt í burtu. Ég man að við eyddum síðasta kvöldinu okkar saman heima hjá Gústa vini okkar. Við vorum þar svo oft í "samviskusnakki" undir stjórn Kela vinar míns.(Hvernig væri að smala saman í svoleiðis aftur Keli minn. Svona alþjóðlegt samviskusnakk? Við gætum verið hvar sem er í veröldinn því að ætli við séum ekki orðin ansi fá sem enn búum hér á Íslandi). Þetta kvöld var rigning og þoka minnir mig. Alla vega í sál minni. Ég man sérlega vel eftir að við hlustuðum á Leonard Cohen þetta kvöld og lagið Hey, that´s no way to say goodbye átti eitthvað svo vel við þrátt fyrir að fjalla um einnar nætur elskendur. Jæja seint um nóttina fórum við í göngutúr og ég man eftir kveðjufaðmlaginu á götuhorni. Vá hvað það var erfitt. En svo leið tíminn og við skrifuðumst á og hringdum nokkur rándýr símtöl. Svo heyrðist ekki frá honum í langan tíma. Ég sendi honum samt alltaf jólakort. Þangað til að það kom til baka eitt árið merkt: returned to sender, address unknown. Þá hélt ég að hann hlyti að vera dáinn. Ég var búin að ákveða að gera mér ferð út einhvern daginn og leita að honum. Eða fá dauða hans staðfestann. Vá, hvað maður var dramatískur á þessum árum. En ég meina hvað átti maður að halda eiginlega?

Brian var svo fljótur að eigna sér stað í hjarta mínu að ég skil það eiginlega ekki. Það héldu margir að við værum par og okkur fannst það allt í lagi. Gerðum jafnvel stundum í því að láta fólk halda það. En það var nú ansi fjarri sannleikanum. *Hehehe*

Alla vega á þeim rigningardegi 17.júni 1998, hringdi síminn heima hjá okkur Sigga og hann svaraði.Hann rétti mér símann furðu lostinn á svipinn og hélt fyrir símtólið og hvíslaði: það er einhver ferlega skrítinn náungi að spyrja eftir þér. Nú segi ég og svara. Siggi áttaði sig á því hver þetta var þegar ég sagði nafnið en hann hélt án gríns að maðurinn væri íslenskur en bara svolítið málhaltur.Svo góð var íslenskan hans eftir 8 ár. Og ekki nóg með það að greyið reyndi nokkrum sinnum að hringja upp í sundlaug en þar var alltaf skellt á hann því að konan hélt að það væri verið að stríða henni. Heyrði ekki hreiminn en auðvitað talaði hann öðruvísi en við. Það endaði með því að hann fór upp eftir og svipurinn á konunni var óborganlegur. *hehehe*
Við höfum haldið sambandi síðan og sem betur fer náð að hittast nokkrum sinnum. En ekki alveg nógu oft, ekki frekar en við Sóley sem er búin að búa í Ameríku í 9 ár bráðum. En í dag er orðið svo einfalt að halda góðu sambandi við fólk yfir hnöttinn þveran og endilangan. Sem dæmi um það fékk ég orginal uppskrift að Margaritu drykk (án mix-ins) frá útlöndum í dag. Tók ekki langan tíma, kannski tvær mínútur. Best ég fræði ykkur um það hér og nú að maður er orðinn frægur að endemum fyrir þetta Margaritu sull. Reyndar er Margarita einn besti drykkur sem ég fæ (ásamt Mojito) og það er ekki vitlaust að fá þetta allt á hreint. Maður hefur soldið verið að sulla með þetta eftir tilfinnningunni einni saman. Ég á það reyndar til að bragðbæta hana með smá sódavatni en þá er það orðin allt önnur Magga. But here goes:

1 skot tequila
minna en 1/3 skot Triple Sec, eða annar appelsínulíkjör
1 lime pr. drykk
Lime eða sítrónusafi, eða frosið lemonade í dós
sykur eftir smekk
klaki

Endilega prófið. Þetta er bara gott.

(Vonandi verður skemmtilegt í gæsapartíinu stúlkur mínar! Ef þetta verður til vandræða þá hringið þið bara í mig! *hehehe*)

Að lokum: Sagan um Garreth var byggð á sönnum atburðum en augljóslega færð í stílinn. Nöfnum og atburðum var breytt til að vernda saklausar sálir. Ég finn mig tilneydda til að deila með ykkur nokkru sem einn leynilesari þessarar síðu spurði frænku mína að (þegar aðeins fyrsti hluti sögunnar um Garreth hafði verið birtur). Hva, er Ása bara að slá sér upp með einhverjum Íra? Bara snilld.
P.S. ég var reyndar þess fullviss um að Garreth væri draumaprinsinn minn i álögum en annað hvort kunni ég ekki að losa hann úr álögunum eða þá að hann var bara réttur og sléttur randafluguræfill...Blessuð sé minning hans.

Anyways, ég ætla að halda áfram að vera í letikasti þangað til ég kveiki upp í grillinu. Það er víst veðrið til þess núna.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Garreth


garreth
Originally uploaded by Ása.
Jæja loksins er ég tilbúin að sýna ykkur myndina af honum Garreth. *hehehe*
Til að hlífa viðkvæmum sálum þá sleppi ég að sýna mynd af líkinu. (Þó hann hafi nú verið ósköp friðsæll greyið...)

mánudagur, júní 12, 2006

Hinsta kveðja.

Ég hringdi á lækni þegar Garreth var ekki búinn að gefa frá sér hljóð í MJÖG langan tíma og var á endanum hættur að anda. Ég hreinlega horfði á hann veslast upp fyrir framan augun á mér. Æ, greyið. Hann meinti ógeðslega vel. Ég sé það núna sko. Oh, hvað ég var vond við hann. Fékk bara gæsahúð af því að líta á hann. Núna er hann dáinn og ég fæ enn meiri gæsahúð við tilhugsunina eina saman. Jæja, það var bara sjúkrabíll og læti og hann var fluttur meðvitundarlaus á betri stað. Þar sem einhver var til að hlúa að honum. Almennilega. Læknirinn leit á mig með svo ísköldu og stingandi augnaráði að maður hefði getað frosið í hel. Hann hélt á hlustunarpípunni í höndunum þegar hann spurði mig hvað ég hefði gert til að láta honum líða betur. Það varð fremur fátt um svör hjá mér. Því miður. Ah..hm...ég skrapp sko á ball í gær og hann var bara svo skrítinn þegar ég kom til baka. Svo vildi hann fá sjúkrasöguna hans en ég veit nú ekkert um hana sko. Ég meina það. Hann kom bara inn um gluggann minn í gær (eða í fyrradag til að vera nákvæmur). Og ég hafði bara ekki tíma til að spyrja hann um sjúkrasöguna. Manni verður líka að detta það í hug. En jæja, þeir tóku hann frá mér og nú sakna ég hans þvílíkt. Ég vissi það líka alveg að hann myndi ekki lifa þetta af.

Hann er dáinn og ég sakna hans. Þetta var reiðarslag og ég er búin að gráta síðan ég heyrði þetta. Heppin að læknirinn lét mig þó vita. Hann var víst ekki með nein skilríki á sér þannig að það er ekki vitað hver hann er eða hverra manna. Hann er alla vega útlendingur að hálfu. Ég gat þó sagt þeim það. En hann er ekki Vestmannaeyingur það þori ég að hengja mig upp á. Ég hefði frétt af svona góðri sál ef hún hefði verið hér á annað borð. Jæja, ég get varla hætt að gráta. Tárin bara renna stöðugt. Ég veit ekki hvernig ég á að geta hætt. Hjálp...einhver...mig vantar öxl til að gráta upp við...oh...þetta minnir mig svo á hann...hann kom nú einu sinni til að bjarga mér frá einmanaleikanum en tókst ekki betur upp en svo að fylla mig mestu sorg og kvöl sem ég hef upplifað í langan tíma. Guð minn góður. Ég neyðist til að fara í jarðarförina. Kannski þarf ég meira að segja að borga...það veit enginn hver hann var. Ef þeir ákæra mig þá ekki fyrir morð af gáleysi. Ég meina dánarorsökin er komin í hús. Ég þori varla að segja frá því en hann var víst með svona heiftarlegt ofnæmi fyrir ryki að öndunarfærin bólgnuðu smám saman upp (þess vegna var hann orðinnn svona slappur víst) þangað til þau lokuðust bara alveg og hann dó. Ó mæ god. Hann var svo sætur. En jæja, life goes on. Ég verð bara að reyna að villa um fyrir löggunni. Og ég er nú þegar byrjuð. Er búin að skúra og ryksuga allt heimilið. Þeir munu ekki finna morðvopnið hér í það minnsta. Ekki snefil af banvænu ryki lengur. Ég kveð minn kæra sálufélaga og vin í raun, Garreth (ég kýs að nota erlenda nafnið því hann var með svo fallegan hreim (gleymdi ég að segja ykkur frá honum kannski?)). Það passar bara ekki að maður með slíkan framburð heiti alíslensku nafni. Þannig að ég segi Garreth, hvíl í friði. Ég mun minnast þín um aldur og ævi. Þú varst æði. Megi sál þín lifa að eilífu og kannski hittumst við seinna.

sunnudagur, júní 11, 2006

Æææ...

Ég fór á ballið. Rétt svo náði að slíta Garreth af mér áður en ég fór. Kíkti aðeins á Hildi G þar sem þær Helga og Unnur voru mættar. Svo drifum við okkur á ball. Það var ágætt alveg. Hrikalega troðið og frekar heitt í skipinu...húsinu. *hehehe...gamall Herjólfsbrandari.* Þetta var ágætt alveg og Todmobil alveg í lagi. Eyþór lifir nú enn á gömlum töffara í sjálfum sér. Þó svo að síða hárið sé horfið þá gat ég alveg rifjað upp gömul gláp á hann þegar hann stóð þarna og spilaði á sellóið. Mjög aðlaðandi að sjá karlmann spila svona á þetta fagra hljóðfæri. Anyways ég tolldi nú ekkert of lengi (hafði kannski pínu áhyggjur að hafa skilið Garreth einan eftir heima?).
Ég fór heim um fjögurleytið og læddist að útidyrunum. Ég var ekki alveg viss um það hvort ég vildi að hann biði mín fyrir innan eða hvort ég óskaði eftir að hann hefði yfirgefið samkvæmið einmanalega. Kannski vonaðist ég til að þetta væri bara allt saman draumur? Hver veit? Og það skiptir ekki öllu máli svo sem. Ég reyndi bara að fara eins hljóðlega og ég gat. Við fyrstu sýn leit út fyrir að Garreth hefði raunverulega gefist upp á að bíða. Stofan virtist laus við allt kvikt. Hræðilegri hugsun laust í huga minn; hann hefur farið upp í rúm. Og liggur þar kviknakinn og bíður eftir mér. Ó mæ god, ég er nú ekki tilbúin í eitthvað svoleiðis strax. Ég meina hann er ekki ómyndarlegur þó hann hræði mig svolítið og ég fái gæsahúð í hvert sinn sem ég sé hann og sérstaklega ef hann nær að strjúkast upp við mig. Ég læddist inn í svefnherbergið en hann var ekki þar. Ég leitaði meira að segja undir rúmi (skrímslafóbían síðan í gamla daga). En enginn Garreth. Ég var eiginlega farin að sakna hans pínulítið eins þversagnarkennt og það hljómar. Aðallega var ég þó fegin að fá að hvíla mig bara í friði. Ókei. Kannski dreymdi mig þetta bara. Ég ákvað að fylgja ráði rauðhærða ameríkanans og fá mér vatnsglas fyrir svefninn. Ég tölti fram í eldhús. Og um leið og glasið er tæmt heyri ég þrusk í stofunni. Nánar til tekið í stofuglugganum. Ég trúði þessu ekki. Var hann kominn aftur og það sömu leið og áður? Ég stóð frosin í sömu sporunum. Var þetta kannski búið að fréttast og nú væru allir einhleypir herramenn bæjarins á leiðinni inn um stofugluggann minn til að hugga mig? En nei, bara hinn nýfengni vinur minn hann Garreth. Ég gekk að stofuglugganum og dró gluggatjöldin frá (vitlaus að gera það ekki fyrr). Og þarna lá hann í hnipri á gluggakistunni. Það gat nú ekki verið þægilegt. Honum var greinilega kalt og einhvern veginn mitt á milli svefns og vöku. Ætli hann hafi ekki ofkælst við þetta brölt sitt? Ég horfði á hann stutta stund og gat ekki annað en dáðst af fagurri líkamsgerðinni og röndóttu peysunni. Hann opnaði augun horfði beint á mig. Honum leið greinilega ekki sérlega vel. Ég bauð honum að leggja sig í sófann. En nei, hann sagðist ekki hafa orku til að færa sig. Ég bauð honum þá vatnsglas en hann sagðist ekki hafa lyst á því. Ég gafst upp á að dekstra hann. Hann fann sig greinilega í hlutverki fórnarlambsins. Ekki tók það nú langan tíma. Þannig að ég fór bara og lagði mig. Svaf svona líka vel þrátt fyrir að það hefði verið erfitt að sofna fyrir suðinu í honum. Hann vildi að ég kæmi fram vegna þess að honum þætti betra að hafa einhvern hjá sér á síðustu stundum lífs síns. Meiri móðursýkin. Týpísk fyrir karlkynið. Má ekki fá kvef eða hvað þetta nú er sem amar að honum. Seint og um síðir náði ég að leiða helvítis suðið í honum hjá mér. Og svaf bara þokkalega vel. Þegar ég vaknaði var ég búin að steingleyma þessari skrítnu uppákomu. Skellti mér í sturtu og svona. Svo rölti ég fram í stofu til að draga frá gluggatjöldin. Og þá blasti við mér ein sú mesta hryggðarsýn sem ég hef orðið vitni að lengi vel. Þarna lá hann steinsofandi (eða var hann meðvitundarlaus?). Sjálfsásökunin fór á fullt. Ég hefði nú átt að draga hann fram úr gluggakistunni eða hringja á lækni eða tæla hann bara upp í rúm með mér. Eitthvað hefði ég getað gert. Ég ýtti varlega við honum og hann hreyfði sig örlítið. Hann leit á mig með frekar svona særðu augnaráði. Ég vorkenndi honum. Hæ sagði hann. Fyrirgefðu mér! Ég býst við að ég hafi gert mig að fífli í gær? Ha, nei nei, mér brá bara svo mikið að ég vissi ekki hvernig ég ætti að láta. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Ég er viss um að ég bregst öðruvísi við ef þetta gerist aftur. Svo spurði hann hvort ég hataði sig. Nei, svaraði ég. Ég er bara pínu smeyk við svona týpur eins og þig. En ég er viss um að fyrir innan ógnvænlegt útlitið býr undursamlegur persónuleiki. Já sagði hann, ef þú bara vissir. Svo lokaði hann augunum og sofnaði. Mér finnst hann samt sofa mjög fast. Hann hefur sofið í nokkra klukkutíma núna og ég heyri hann ekki anda. Ég held að hann sé kannski dáinn. Ekkert smá glataður dauðdagi en alveg í stíl við það sem á undan er gengið. Og þá er það stóra spurningin: Hvað á ég að gera við líkið ef hann er dáinn. Ætti ég að hringja á lækni eða bíða aðeins og reyna að losna við þá hugsun að hann sé raunverulega dáinn? Ég ætti kannski að athuga með hann en ég þori því varla. Þori ekki að horfast í augu við hinn bitra sannleik. En ætli ég neyðist ekki til þess. Jú, ég slepp líklega ekki.
Ég læt ykkur vita hvernig þetta fer allt saman. Sendið mér góða strauma.

laugardagur, júní 10, 2006

Detti mér allar...

Svakalega varð mér bilt við í dag þegar ég heyrði að einhver var að eiga við stofugluggann hjá mér. Hjartað fór að slá á fullu og ég fraus einhvern veginn úr hræðslu. Var einhver kominn til að brjótast inn hjá mér og stela ameríska dótinu mínu? Það var hreinlega eina ástæðan sem ég gat fundið fyrir því að einhver myndi hafa áhuga á að brjótast inn hjá mér. En ég meina það, um hábjartan daginn? Kommon. Væri ekki betra að gera þetta þegar maður er ekki heima eða í það minnsta sofandi? Ég krossaði mig í huganum fyrir það að sonur minn var fjarstaddur þessa helgina. Hann fór til föður síns á fimmtudaginn. Ó mæ gad, what are we going to do. Ég hrökk aftur í kút þegar ég heyrði mikið þrusk við gluggann og svo var honum rykkt upp og skyndilega varð allt hálfdimmt hérna inni. Vá hvað ég var hrædd. Ég fann hjartað slá og gæsahúðina skríða um allan líkamann. Hrikalega þolir maður lítið. Hélt að öll íhugunin hefði gert mig svo rólega í tíðinni að mér brygði nú ekki mikið við eitthvað svona. En þegar maður hugsar út í það þá er það kannski skiljanlegt. Maður er bara einn heima að taka til og svo allt í einu er einhver að brjótast inn hjá manni. Og ætlar að stela ameríkudótinu mínu. Jæja on with the butter eins og einhver sagði einu sinni. Ég stóð alveg hreyfingarlaus þegar glugganum var rykkt upp og það dimmdi hér yfir. Og hjálpi mér, inn klifrar þessi líka gaurinn. Kominn til að bjarga mér frá eilífri einsemd og hryggð. Hann sagðist hafa lesið bloggið mitt og þegar hann sá síðustu færslu (eins og hún lætur nú lítið yfir sér) þá ákvað hann að láta til skarar skríða. Svona gengi þetta ekki lengur. Hann sagðist finna það hvað ég þráði hann heitt. Eins heitt og hann þráði mig. (Ég verð nú að játa það að mér fannst þetta nú svolítið yfirþyrmandi, að mæta bara svona og sálgreina mann á staðnum án þess að það sé neinn aðdragandi eða undirbúningur fyrir mig). Jæja ég gat ekki stillt mig um að benda honum á að það þætti nú svona lágmarkskurteisi að banka á dyr þegar maður ætlaði að heimsækja einhvern. Sérstaklega þegar maður þekkti ekki viðkomandi. Svarið var einfalt. Honum fannst ekki taka því að banka því að þá hefði verið svo auðvelt fyrir mig að loka á hann og þá væri hann búinn að fara fýluferð. Ókei, ég játa að þannig hefði það líklega endað ef hann hefði staðið á tröppunum en ekki inni í stofu hjá mér. En hann hefði ekki einu sinni þurft að banka því að maður er svo sem ekki með allt slálæst þegar maður er heima hjá sér. (sem hefur reyndar stundum komið sér frekar illa...en það er önnur saga). Ég vissi satt að segja ekki hvað skyldi til bragðs taka en ákvað að reyna að öðlast eitthvað af kúlinu aftur með því að róa mig reglulega vel niður. Telja og anda djúpt virkar stundum á mig en ég þarf því miður stundum að telja ansi lengi áður en ég næ mér niður. Anyways, þá virkaði það í þetta sinn, taldi bara upp á svona 40. Svo ákvað ég að spjalla við náungann...ég meina, það er nú ekki á hverjum degi sem einhver brýst inn hjá mér til að bjarga mér frá sjálfsvorkunn og hryggilegri einsemd. Hverjar eru likurnar? Ókei ég byrjaði á að spyrja hann að nafni og aldri. Hann sagðist vera hundgamall (hann lítur samt ekki út fyrir það) og heita Garðar, hann hefði reyndar verið skírður Garreth þar sem hann er hálfur Íri en hafi látið breyta því þegar hann flutti til Íslands 16 ára gamall. Hann er stórmyndarlegur, vöðvastæltur og vel hærður og í hrikalega flottri röndóttri peysu sem hlýtur að vera afleiðing hins írska uppruna. En að útlitinu slepptu þá finnst mér hann svolítið svona agressívur. Ekki ofbeldisfullur, virkar nú ekki svoleiðis á mig, frekar svona náungi sem hættir ekki fyrr hann fær það sem hann vill. Og hann segist vilja mig. Segist vilja flytja inn til mín og allt, en við skulum nú aðeins hugsa okkur um hérna. Dagurinn hefur verið í meira lagi skrítinn því að ég losna ekki við hann. Hann hangir bara við stofugluggann og bíður eftir að ég jafni mig. Ég sagðist aðeins þurfa að vinna smá í tölvunni og er að stelast til að skrifa þetta. Varð bara að tjá mig um þetta. Hjálpar mér að sjá hlutina í réttu ljósi. Ég verð nú að játa það að þegar hann straukst við handlegginn á mér þá fékk ég þessa líka gæsahúðina. Mig langaði eiginlega að reka upp öskur en í staðinn stundi ég bara. Hann hélt auðvitað að það væri af niðurbældri þrá og losta eftir honum. Ég er eiginlega bara hálfsmeyk við hann. Ég veit ekki við hverju ég á að búast. Hann er óeðlilega þögull í augnablikinu þannig að það er líklega best að athuga með hann. Ég ætla samt á ball á eftir. Það er nú einu sinni sjómannadagshelgin. Ég vona að hann verði farinn þegar ég kem heim í nótt. Mig langar ekki til að hafa hann yfir mér í alla nótt og það gengur bara ekki að taka hann með. Hann má koma í heimsókn á morgun og þá kannski getum við byrjað upp á nýtt með því að hann banki á útihurðina mínu fínu. Ég sé hann í gegnum glerið og ræð hvort ég opni fyrir honum eða ekki. *hehe* Ég er að hugsa um að endurnýja gluggajárnin til að svona uppákomur endurtaki sig ekki. Ekki að ég hafi miklar áhyggjur af því svo sem þar sem þetta hlýtur að vera einsdæmi í mínu lífi alla vega.

Framhald á morgun...

föstudagur, júní 09, 2006

Gott að vita.

Hryggð yðar mun breytast í fagnað!


Maðurinn með ljáinn vitnar svo skemmtilega.

sunnudagur, júní 04, 2006

Ættargrillið, nokkrar myndirSumarið er tíminn...

Þá er ættargrillið afstaðið. Heppnaðist í alla staði frábærlega.Takk fyrir samveruna familí.
Annars er lítið að frétta, sumarið virðist vera að stimpla sig inn í rólegheitum. Mig langar til útlanda samt en það verður líka gaman að njóta íslenska sumarsins. Ég sólbrenndist meira að segja pínulítið í gær í grillinu. Það var svo geðveikt gott veður. *hehehe*
Bið að heilsa í bili!