dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Ófríður Grettir í lasagna...

Í gær var rigning og rok á eyjunni fögru. Mér fannst það gott. Ég er samt mjög ánægð með góða veðrið og gæti svo vel vanist því. En þegar rigning kemur svo með rokið með sér þá átta ég mig á því að rigningin er góð og rokið líka. Ég fíla öfga vel að vera úti í svona veðri. Það verður einhvern veginn svo mikið súrefni í loftinu og regnið gerir húðina svo ferska eitthvað. Samt finnst mér best við svona veður að vera heima hjá mér., kveikja á kertum, drekka heitt te, hlusta á fallega tónlist og heyra vindinn gnauða og regnið lemjast við gluggarúðurnar. Algjört dekur. Ég gerði þetta í smástund í gærkvöld en svo fór ég bara snemma í háttinn. Og hvað ég svaf vel í látunum.

Sonur minn fór heim með vini sínum eftir skóla. Litla krúttið mitt. Hann átti sko að fara í eitthvað sem kallast heimanám, eftir skóla. Hann var voða rogginn þegar hann kom heim. Sagðist ekki hafa verið með heimalærdóm svo að þeir fengu bara að lesa og teikna. Svo þegar kom að því að lesa heima kom í ljós stærðfræðihefti sem hann mundi allt í einu eftir að hann ætti að klára. Einn pínulítið utan við sig. þannig að það bættist við einn klukkutími í reikningi.

Svo fékk ég smá niðurbrot sem foreldri um kvöldmatarleytið. Ég hafði eldað lasagna. Notaði bara grænmeti til að hafa þetta soldið hollt og gott. Kallaði svo herlegheitin Grettis-lasagna. Ég hélt að þetta myndi slá í gegn við fyrstu sín. En heyrðu mig. Ekki aldeilis. Barnið fór grátandi inn í rúm því að honum fannst þetta svo ógeðslega ljótur matur. En eftir smá fortölur og samviskutripp fékkst hann til þess að smakka og fannst þetta nú bara alveg ágætt. En fór svo fljótlega að heimta eitthvað annað. Langaði í köku eða brauð eða eitthvað almennilegt eins og hann komst sjálfur að orði. En nei, það var lasagna í matinn og í eftirrétt voru perur á boðstólum. En nei hann hafði ekki lyst á því og svo framvegis. Þangað til hann fattaði að mér yrði ekki haggað og þá var þetta allt svo gott og þurfti ég meira að segja að skera niður auka peru.

Það var eiginlega bæði mjög fyndið og sorglegt að sjá þessa stæla alla saman. Þegar allt var yfirstaðið var það yndislegur og dauðþreyttur strákur sem kúrði hjá mömmu sinni eftir langan dag.

Ég sá brot úr About a boy í hádeginu. Rosalega er Hugh Grant alltaf sætur. Mér finnst það!

Fleira er ekki að frétta að sinni. Lifið heil!mánudagur, ágúst 30, 2004

Barnaherbergi tekið í gegn í laumi :-)

Þessi helgi var ótrúleg. Ég eyddi mestum tímanum í að flokka og endurskipuleggja barnaherbergið. Og vá þvílík úgrynni af dóti og KUBBUM. Ég sver það. Ég gerði þetta allt í laumi sko. Sendi drenginn til ömmu og svo til frænda að leika. Á meðan ég grysjaði slatta í burtu til að senda upp í sveit til “fátæku” barnanna. Ekki það að hann tími því! Ó nei. Ekki aldeilis. Þegar ég nefni það að senda eitthvað þá tekur hann vel í það. En þegar á reynir verður allt svo ógurlega dýrmætt að það kostar krókódílatár að láta hann verða vitni að þessu. Þannig að best er að gera svona hluti í skjóli nætur eða þegar sumir eru ekki heima.
Jæja, þegar ég var búin að flokka kubba og smádót og ritföng og andrésblöð og svo framvegis. Búin að merkja allar skúffur með skær-grænum miðum, fannst mér ég ekki geta andað þarna inni. Langaði bara að öskra því að skipulagið var þannig að mér fannst húsgögnin koma æpandi að mér. Eins og þau vildu ráðast á mig og pína mig þar til ég gæfist upp og hætti að reyna að koma skipulagi á þarna inni. Meidei meidei, mammma, I am having an interior-design-dilemma, can you please help me??
O jú jú sú gamla klikkar aldrei. Kom auðvitað strax og tók málin í sínar hendur. Eftir smá tilfæringar urðum við loks sáttar og ég fékk eiginlega mínu fyrstu Feng-shui opinberun. Ekki það ég hafi ekki haft trú á Feng-shui en ég hef bara aldrei upplifað það svona sterkt. Ótrúleg gleði þegar þetta var svo komið í lag. Nú líður öllum vel þarna. Og vonandi verður það til þess að dótið verði í einhverju skikki framvegis.

Ég fór í göngu á laugardag á meðan sonurinn fór í afmælisveislu hjá bekkjarfélaga. Það var svo mikið rok að ég fékk eyrnaverk. Hefði betur tekið eyrnaband eða húfu. Svo fór ég aðeins að ganga í gærkvöldi og það var svo fallegt og stillt veður að ég átti varla orð. Það var svo mikið logn að allt varð einhvern veginn eins og “skýrara”. Get ekki lýst því öðruvísi.!

Jæja ég vona að vikan verði skemmtileg. Ég hef trú á því sko. Nú þarf ég að fara að stinga mér til sunds í skólamálunum. Ekki búin að líta á þetta eftir að ég kom heim. Vona bara að ég drukkni ekki alveg strax. J

Velló velló! Síðar!


föstudagur, ágúst 27, 2004

haust ?

Jæja þá er sælan löngu liðin. Fjölskyldan dvaldi í höfðuborginni í eina viku, á meðan ég var í skólanum. Ég átti góða daga í borginni. Og sonur minn líka. Hann var til skiptis hjá föður, móður, ömmu eða öðrum skyldmennum sem slógust um að fá að hitta hann. Gaman að sjá barnið sitt svona yfirmáta hamingjusamt. Hann saknar föður síns og svo virðist sem þeir séu að byggja upp gott samband sín á milli. Maður sér muninn um leið og sá stutti þroskast. Sambandið verður einhvern veginn innilegra. Og það er gott!!

Á menningarnótt (dag) hittumst við stórfjölskyldan og héldum upp á afmæli Siggu Helgu frænku. Fanney kom yfir til okkar og galdraði fram magnaða mexíkóska súpu sem sló öll met. Ég blandaði skrautlegan Mojitos í könnu. Djöfull var hann góður. Ég held nú samt að ég hafi skreytt uppskriftina soldið þannig að hann hentaði mér mjög vel. Eins og Cosmopolitan forðum daga. Hann hætti að vera martini og varð að kokkteil. En hver er að kvarta undan því? Ekki ég allavega!

Skólinn var bara ljúfur. Síðasta árið hafið og ég get ekki verið annað en glöð með það. Verst hvað mig langar alltaf mikið til að setjast á skólabekk í “alvöru”, þegar ég er í þessum lotum. Þar á að troða gjörsamlega öllu í hausinn á manni . þvílíkur lúxus að fá að mæta í skólann og meðtaka boðskapinn á hverjum degi. Draumur í dós segi ég. Og ég ætla að fá mér mastersgráðu einhvern tímann og þá verður það í fullum dagskóla en alls ekk í fjarnámi. (ekki nota þetta gegn mér ef ég verð komin í meira fjarnám að ári J ).

Jæja finnst ykkur haustið ekki mæta aðeins fyrr eftir að skólarnir byrja í ágúst í staðinn fyrir september? Mér finnst það einhvern veginn. En haustið er ágætt finnst mér. Fallegt og ljúft oftast nær.

Leiter.

mánudagur, ágúst 16, 2004

Auðvitað förum við í tjaldútilegu, elskan mín!!

Ég fór í fyrstu TJALD útileguna mína síðan í júlí 1997. Eftir þá lífsreynslu hét ég sjálfri mér reyndar að slíkt myndi ég ekki leggja á mig framar. En þannig er nú lífið að maður má skipta um skoðun. Ég er reyndar ekki búin að skipta um skoðun en hvað leggur maður ekki á sig fyrir par af bláum saklausum augum og eplakinnum? Auðvitað förum við í tjaldútilegu elskan mín! Tilgangur ferðarinnar var sá að gefa barninu tækifæri til að upplifa gamaldags tjaldútilegu eins og ég og þú upplifðum á sínum tíma. Fyrir tíma fellihýsanna og tjaldvagnanna, sumarhúsanna og annars lúxusútbúnaðar sem okkur bjóðast afnot af nú til dags. ( Skal tekið fram að ég er ekki 95 ára!! J

Jæja, af stað var lagt með einnar nætur tjaldferðalag fyrir augum. Við tókum skemmtiferðaskipið Herjólfi yfir hafið til Þorlákshafnar. Þaðan var ekið beina leið á Selfoss þar sem við droppuðum af okkur síðbúinni fermingargjöf. Þar fylgdi smá spjall og kaffibolli.
Jæja við höfðum mælt okkur mót við Árna Svavar frænda okkar og Dýffu móður hans. Þau biðu okkar við bensínstöðina hinum megin við brúna eins og sagt er.

Eftir fagnaðarfund var haldið af stað í Kerið í Grímsnesi til að verða viðstödd tónleika helstu stórsöngvara landsins. (Incl. Óla stjörnu, sjá fyrri færslu). Í Kerinu var glampandi sólskin og hiti. Ekki slæmt þannig séð en þegar öllu var lokið þá fann maður fyrir að það hafði skinið á mann sól. Nefið skaðbrennt ásamt enni og handleggjum, smá vaffi á bringunni og á leggjum. Drengurinn slapp að mestu, smá roði á öxlum ( heppinn sá stutti að fá húðlit föður síns!) En jæja, það versta var sko eftir í þessum brunamálum.

Eftir tónleikana héldum við að Geysi og áttum þar mjög notalega stund í hlutverki túrista. Það var bara mjög skemmtilegt. Langt síðan maður hefur farið þarna uppeftir. Við skoðuðum Geysisstofu og gengum um svæðið, sátum líka soldið lengi við Strokk og reyndum að átta okkur á gosmynstri hans.

Jæja, þegar hér var komið sögu fórum við að Flúðum þar sem ætlunin var að tjalda. Það gekk allt upp og fengum við fínan stað. Hittum meira að segja frænda minn sem ég hef nú aldrei séð en Dýffa þekkti auðvitað.
Þegar við höfðum komið okkur fyrir á tjaldsvæðinu ákváðum við að grilla pylsur og banana. Þarna var steyptur hringur sem maður gat látið hið forláta hrað/skyndigrill ofan í og svo var setið við hringinn á meðan logaði í grillinu. Alvöru varðelds/skátastemmari. Svo var grillað og gæddum við okkur á brenndum pylsum í brauði með tómatsósu og sinnepi og grilluðum bönunum með súkkulaði í eftirrétt.
Ég held að þessi varðelds/skátastund hafi sett punktinn yfir i-ið fyrir strákana. Þeir voru orðnir þreyttir og alveg sáttir við að fara að sofa eftir þetta. Enda að nálgast miðnætti þegar hér var komið sögu.

Þegar drengirnir voru sofnaðir sátum við Dýffa fyrir utan og drukku sitt hvora mini rauðvínsflöskuna og spjölluðum við undirleik einhverrar ballhljómsveitar sem lék fyrir dansi á barnum sem er staðsettur við hliðina á tjaldsvæðinu ( heppilegt). Fyrir utan tónlistina varð maður nú samt varla var við þetta ball.

Jæja nú kom að því versta fyrir mig og það var að fara að sofa. Eins og mér þykir nú gott að sofa og þá helst við opinn glugga, þá þoli ég varla að sofa í tjaldi. Það er aðallega vegna þess að mér verður alltaf svo viðbjóðslega kalt um 5 leytið á morgnanna. það er svo slæmt að ég trúi því varla sjálf. Samt er ég alveg með góðan útbúnað, ullarsokka og teppi, flíssvefnpoka, tjalddýnu og fleiri teppi. Ég man eftir því viðbjóðslegasta sem ég hef upplifað um ævina. Það var að Skógum með einum af mínum fyrrverandi elskhugum. Við vorum með hústjald sem afi og amma áttu. Við vorum tvö og þið vitið að lofthæðin í þessum tjöldum er allavega 2.20 m. Frekar erfitt að hita þetta rými. Ég hélt að ég yrði bara ekki eldri. En fékk að endingu lánað gamalt og þykkt ullarteppi og þvílíkur munur. Það er ullin sem er aðalatriði í þessu. Samt er ég með hálfgert ofnæmi fyrir henni, en ég held bara í fötum og svona.
En núna vorum við VK í mjög smágerðu tjaldi, eiginlega barnatjaldi, og það var mun betra að vera í því þar sem við náðum að hita loftrýmið betur en í tókst í stóra tjaldinu í fyrndinni.

Ég náði sem sagt að sofa sæmilega en VK fékk líka tjaldgenið frá SK því að hann svaf eins og ungabarn hreinlega, sjóðheitur og yndislegur. Heppinn!!!

En jæja, þegar ég fór svo á fætur fann ég hvað ég var hræðilega illa brunnin á handleggjum og á nefi. Það var nú meiri kvölin skal ég segja ykkur. En maður bítur bara á jaxlinn og heldur áfram ekki satt??
Við skoðuðum Gullfoss og borðuðum að Geysi áður en við brunuðum í bæinn þar sem VK hitti föður sinn til að vera hjá honum þangað til í dag. Mamma fór í morgun og hittir hann þar sem SK þarf að vinna. Ég fer svo á morgun með seinni Herjólfi og verð fram á næsta mánudagskvöld. Það er skólinn sem kallar þið skiljið. En þetta er í síðasta sinn sem ég fer í haustlotu. Ætli maður eigi ekki eftir að sakna þessara tíma??

Þegar ég hafði skutlað barni til föður fór ég í Þorlákshöfn þar sem ég sofnaði á bryggjunni af eintómri kvöl og pínu og leiðindum þar sem ég var allt of snemma á ferðinni. Oj hvað það var erfitt að fara út úr bílnum og upp til að fá klefa. En þvílík nautn að komast í uppbúna koju. Mér hefur líklega aldrei verið jafn hlýtt til míns fyrrum vinnustaðar og í gær. Þegar ég lagði skaðbrennt höfuð mitt á tandurhreinan koddann og var ekki lengi að svífa inn í draumalandið. Takk takk Herjólfur!

Velló velló ég kveð að sinni!

föstudagur, ágúst 13, 2004

13. ágúst

Sonur minn á afmæli í dag! Til hamingju engillinn minn.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

afmælisfréttir


Ég hef fengið 4 rafkort frá Ameríku. Ekkert smá skemmtileg. Takk Sóley mín.
Svo fékk ég frábæra heimsókn í vinnuna. Græddi á henni afmælisgjöf og söng. Takk fyrir mig Stefanía mín!

Veðrið er bara bongó og ég er eiginlega ákveðin í að afkasta sem minnstu í dag. :-)

Allir velkomnir í heimsókn til mín í vinnuna. Ég býð upp á Nóakonfekt í tilefni dagsins!


Ef þið viljið gleðja mig á annan hátt væri gaman að fá falleg komment frá ykkur hér fyrir neðan

:-)

(I am counting!)

Í dag á ég afmæli

Í dag á ég afmæli.
(Kveðjur verða mótteknar í kommentahólfi :-)

Mér líður mjög vel, takk fyrir.

Dagurinn er yndislegur.

Svo ekki sé meira sagt. Sólin vakti mig í morgun og segist munu bíða mín í allan dag. Þangað til ég kemst út. Eins og í gær. Þá leiddi hún mig og Vk, BB og MLM í Klaufina. Þar slepptum við 3 pysjum sem reyndar fór frekar illa fyrir því að skúmurinn lónaði fyrir utan og ég sá ekki betur en að sætu lundapysjurnar yrðu að veislumat fljótlega eftir að þær fengu að bragða á frelsinu.

Er það ekki líka algengt í samfélagi okkar mannanna?

Um leið og maður telur sig hafa faðmað frelsið verður maður að veislu fyrir veiðibjöllur.

Stundum er það þannig.

Sorglegast finnst mér þegar fólk skilur eftir slæm sambönd og fyrr en varir er það komið í samband sem er jafnvel öllu verra.

En hvað um það? Ég á afmæli í dag og líður eins og litaspjaldi, eða þannig.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

andinn hangir yfir mér í augnablikinuDagurinn í dag minnir mig á daginn um daginn

Ó þú fagra veröld
með sólstöfum þínum
þú snertir sál mína

og hún gladdist við

viltu gera það aftur?


í skugga sólarinnar

Sem dökkur skuggi
þú flýtur framhjá mér
með brosi sem heillar mig

en það er bara svo skrambi kalt í skugganum


sólin skín og andlit þitt
þýtur framhjá á ógnarhraða

og allt er um seinan

hefði ég getað breytt því?

Ég kýs að kalla þessa færslu prósaljóð:


Færeyingarnir segja víst að nógur sé tíminn og að alltaf komi meira af honum. Mér finnst þetta mikil speki og svolítið í mínum anda. En þegar öllu er á botninn hvolft kemur ljós að tíminn var allt sem við höfðum en þó er allt of seint. Mér finnst þetta eiga vel við morgundaginn. Það er ekki aldur sem slíkur sem hrellir mig. Þvert á móti því að með hverju árinu sem líður hefur maður líklega náð að einhverjum markmiðum og maður er lifandi. Það er bara þessi tími sem hrellir mig smá. Mér finnst ég hafi ætlað að gera meira og vera fljótari að því. Samt er það svo að einhvern veginn er aldrei of seint að byrja og svo er aldurinn líka bara soldið afstæður.

Ps. Ég er ekki í aldurskreppu. Bara að taka það fram. Ég ætla að geyma það í að minnsta kosti 15 ár eða alltaf. Ég er bara svo mikið að hugsa. Nema þetta sé afneitun og upphafið að gráa ósómanum sem snertir svo marga. J

Á morgun...

Ég er að spekúlera:

Hátíð?

Eða heimspekileg sjálfssamúð...?

Ég er ekki alveg viss!

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Færsla nr. 101

Hver er annars að telja?

Veðrið er útlenskt í dag. Líka í gær. Ég er útlensk í hjarta mínu. Bara ekki í dag og ekki í gær. Í dag er ég íslensk. Og í gær var ég íslenskur Vestmannaeyingur.

Hvar get ég fengið það sem ég vil?
Þá spyrð þú: hvað er það sem þú vilt?

Það er ekki verið að fara fram á mjög mikið. Sálufélaga af réttu kyni! That´s it. (Handlaginn, fjárhagslega sjálfstæður, ekki með brjálaða fyrrverandi o. s.frv...o.sfrv... :)

Hefur tekið nokkur ár að komast að því að það er það sem ég vil í alvörunni. Ég held að allar þessar brúðkaupsferðir hafi orðið til þess að ég opnaði augun. Eða kannski er það bara veðrið og íslendingurinn sem fæddist í hjarta mínu í gær.

Ætti maður að opna munninn?
Fara út úr húsi eftir myrkur um helgar?
Fara aftur í dalinn þegar maður hefur fylgt barni heim að lokinni brennu og svo flugeldum á Þjóðhátíð?
Fara í annars konar ferðir til útlanda en brúðkaupsferðir?
Stilla spænsku brúðarstyttunni upp í svefnherberginu?

Vá, ég veit það ekki. Kannski of mikil áhætta.

Kannski er þetta bara út af því að afmælið nálgast eins og óð fluga.

Nei annars ég held að þetta sé bara veðrið.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Meindýraeyðsla hefur farið fram!!Vonandi dugar þetta. Það versta er að nú má ég ALLS ekki skúra neina gólflista næstu 4 mánuðina. Þar fór nú í verra þar sem mitt helsta áhugamál hingað til hefur verið að þrífa gólflista!! Nei annars, ég er bara að ljúga!!!

Annars var helgin frekar hugguleg bara. Tvö matarboð eru ekki svo slæmur árangur. Fyrra boðið var á afmælinu hennar Sóleyjar sem var að vísu fjarri góðu gamni. ( Sóley en ekki afmælið hennar sko!) Piparkornin tóku sig saman og hittust langþráð!!
Seinna boðið var líka fínt en það var barnvænt og fékk því sonurinn að koma með. Við sátum til að byrje með 4 en svo yfirgaf ein samkvæmið í hálfgerðu fússi en við vorum ekki lengi að jafna okkur á því!! Sonur minn fékk að leika við son húsráðanda og fóru fram miklir fimleikar og fjölleikar af þeirra hálfu. Sem betur fer þá skemmtum við okkur öll mjög vel.

Sunnudagurinn var mjög fínn. VK hjólaði í Blokkina og ég og mamma röltum í rigningunni. Það var mjög hressandi. Fyndið hvað Vestmannaeyingar eiga stundum erfitt með að sætta sig við að sumt fólk vill nota regnhlífar. Þó svo að þær fjúki stundum fram yfir sig!!

Ég er að hugsa svo mikið í augnablikinu. Finnst ég nálgast einhvern afar mikilvægan tímapunkt í lífinu. Einhvern vendipunkt kannski. Svo hugsaði ég aðeins meira. Og komst að niðurstöðu: afmæli eftir 3 daga og síðasta árið í KHÍ að hefjast eftir 9 daga. Kannski að það sé í alvöru eitthvað að fara að gerast.

Hef reyndar verið að standa sjálfa mig að dagdraumum um handlaginn heimilisvin! Helst með iðnmenntun! Spurning að dulbúast og skella sér á Iðnskólaball í haust og athuga hvort að maður geti ekki fest eins og eitt stykki í net. Nei ég segi nú bara svona. Ég ætti svo kannski að fara bara sjálf í iðnnám og læra draumaatvinnugreinina: smíðar. Verst hvað maður hnerrar mikið þegar verið er að saga og svona. Meira ruglið!

Best að skrifa niður þá kosti sem ég vil að prýði minn langþráða heimilisvin og setja í umslag og geyma í réttu horni í húsinu. Það á víst að virka vel samkv. Feng Shui fræðunum.

Bara vita hvað maður vill og ekki að óska sér út í bláinn sko!!

Heyrði eina sögu um helgina:

Ung eyjastúlka hafði, í sumar, staðið í eldheitum samskiptum við ungan mann á netinu. Leið nú að Þjóðhátíð og tjáði ungi maðurinn ungu stúlkunni áhuga sinn um að koma og skemmta sér með henni. Hún bauð honum því gistingu á heimili sínu. Þegar ungi maðurinn mætti svo á svæðið runnu tvær grímur á ungu stúlkuna og endaði dvölin með því að ungi maðurinn var sendur burt með Herjólfi á laugardagsmorgni. Ha haha. Sjálfsagt verið skipt um netfang og auðkenni á spjallrásum!!

Það má alveg nota kommentakerfið! og gestabókina! Ég verð að fara að slengja fram einhverjum álitamálum hér. Það er eitthvað svo rólegt yfir öllu!! Seinna samt!

GB!

föstudagur, ágúst 06, 2004

Meindýraeyðir í pöntun

Búin að panta meindýraeyði :-//
Kemur á mánudag klukkan 13, ég verð því að heiman þá :-)

Innri ró horfin á braut!

Oj bara, þegar við mægðinin vorum að fara að sofa í gærkv. lentum við í fremur óskemmtilegum fjanda! Drengurinn kallar í mig: mamma, það er eitthvað ógeð á rúminu!! Nú segi ég, hvað er það? Og fer að athuga málið. Þá er þarna á ferðinni ansi pattaraleg silfurskotta. Ég slátraði henni strax og er nokkuð hissa. Verður mér litið á gólfið og sé þar aðra í álíka góðum holdum. Henni slátrað snögglega. Nei nei mætir ekki sú þriðja á svæðið en hún slapp undan morðóða húsráðandanum. Eftir á að hyggja, hvað eru silfurskottur að gera í svefnherbergjum og hvað þá á leiðinni upp í rúm?? Ég hef stundum náð einni og einni inni á baði og slátrað pent um leið. En nú skal kallað á meindýraeyði, strax í dag!!!
Í morgun fékk ég svo félagskap í sturtunni! Ein djúsí Lóa mætt í sturtu! Henni var skolað niður um leið. Vá hvað ég er samt mikið að róa mig í sambandi við pöddur svona í seinni tíð. Þegar ég var krakki var histerían í gangi allt sumarið. Köngulær og sérstaklega hrossafiðrildi voru sérlega fráhrindandi í mínum augum. Oftar en ekki þurfti móðir mín að bjarga mér hágrenjandi undan árásum þessara kvikinda! En ég er orðin nokkuð cool á þessu í seinni tíðinni en er samt eiginlega með ískaldan hroll!!!


fimmtudagur, ágúst 05, 2004

DNA í tyggjói

Skondið að hugsa til þess að maður er alltaf með fulla fötu (aðeins ýkt kannski) af DNA sýnum við hliðina á sér í vinnunni! Tyggjó er ekkert annað en DNA :-)

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

And everybody cried! :-(

Nei djók. Það eru ekkert svo margir að góla (so far) vegna árlegra póstsendinga af hálfu minnar starfsstofnunar! En maður veit ekki hvernig það verður, sko! Það verður líklega mjög skemmtilegt þegar vikan verður eldri og svona :-)
Annars var nú helgin í rólegri kantinum hjá mér. En samt alveg mjög skemmtileg. Sonur minn var mjög sáttur við föstudagskvöldið en svo lentum við í smá "ónæði" af hálfu manns í afar annarlegu ástandi. Hann tók son vinkonu minnar upp og grýtti honum svo í jörðina. Minn sonur hljóp á eftir honum, brjálaður! Þá sneri hann sér við og urraði froðufellandi framan í barnið. Rosalega urðum við reiðar!! Ljóta dópistafyllibytta!! :-((( Drengurinn minn átti ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa þessum bjánalega, vitlausa, blindfulla, ógeðslega og meira en það, manni :)

Krútt?

Drengurinn hitti líka Gretti Sterka í öðru veldi ( sem var eitthvað annað en það samt!). Og það var eiginlega toppurinn á tilverunni alla helgina. Og þykir víst enn í frásögur færandi! Þvílík aðdáun!

Vell, vell, mér er ekki til setunnar boðið!!
Gúddbæ!

Ah, jú ein skondin reynslusaga svona í lokin:

Bróðir vinkonu minnar var með n.k. partýtjald inni í dal. Rosaflott "indíánatjald". Nema það að ég ætlaði að athuga hvort að einhver væri þar eftir brekkusönginn á sunnud.kv. Ég stakk hausnum inn um dyrnar sem voru hálf-fráreimaðar og gala: helló! en sé ekki neitt í myrkrinu en heyri eitthvað voðalega lágt halló! Svo fara augun að venjast myrkrinu og þá átta ég mig á því að í stól í miðju tjaldinu situr maður með buxurnar á hælunum og einhver gella að gefa honum blowjob. Það kom nú aðeins á mína. Ég voða kurteis samt og segi ó afsakaðu! ...Og fer með hausinn út aftur, voðalega kjánaleg eitthvað. Heyri eins og í "móðu" þegar ég ætla að hlaupa í burtua að maðurinn kallar á eftir mér: nei, nei, heyrðu, þetta er allt í lagi, komdu aftur... talaðu við mig!! :-) hahaha... The more the merrier???